Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 24

Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 24
— Það lekui' ofan í galosíurnar hans, mamma! segir snáðinn. Móðir hans iítur út á pallinn og sér að rign- ingarvatnið streymir af upsinni ofan í skóhlífar Mera-Láka. Hún hikar við, eins og hún sé, að velta einhverju fyrir sér. Svo virðist hún hafa tekið ákvörðun — hún lokar dyrnnum snöggt, tekur drenginn við hönd sér og teymir hann inn í eldhúsið, um leið og hún segir: — Hann vill láta pissa í þær og má það víst fyrir mér! Hervör reynir að leyna geðshræringum sínum og tala við börnin eins og ekkert óvanalegt sé á seiði. En eldri systkinin finna, að móðnr þeirra er órótt innan brjósts. Ómurinn af spígspori, snýtum, ræskingum og skrafi „gestanna" gerir andrúmsloftið lævi blandið. Þau eru vandræða- íeg og þegja. En snáðinn Örvar er alveg ósnortinn af alvöru þessarar stundar. Hann tvístígur frammi við dyr og er upprifinn og heihaðnr af hinu óvenjulega við þennan morgun. Fyrir eyrum hans hljóma í sífellu nokkur orð, sem hann heyrði fvrir skömmu: — Hann vill láta pissa í þær. — Og drengurinn brýtur heilann nm þetta undarlega viðfangsefni: Hvers vegna skyldi hann vilja láta pissa í þær. Kannski til að honum verði hlýrra á fótunum? Örvar tekur um snerilinn og togar hann niður með lágu ískri. — Ég vil ekki hafa að þú farir inn í stofn! segir móðir hans byrst. — Nei, ég ætla bara frarn á gang, svarar hann. Hann fer fram og leggur Iturðina hægt aftur á eftir sér. Síðan hoppar hann fram ganginn, opnar útidyrnar og stígur út á pallinn. Regnið streymir enn af upsinni. Drengurinn skimar í kringum sig, lítur upp í eldhúsgluggann á læknishúsinu, sem stendur þar rétt hjá. Hann sér engan í glugg- anum. Og hvað hefði það gert, þótt einhver hefði verið þar? — Hann vill . . . Og snáðinn stillir sér klofgleiður og bíspertur yfir skóhlífarnar og liorf- ir með innilegri fullnægingargleði á gula bununa streyma ofan í þær — fyrst þá vinstri, síðan þá hægri. Síðan vappar hann gosalega um ganginn með hendur í vösum eða hoppar upp í stigann og trall- ar lagstúf. Eftir nokkra stund opnast stofudymar, og mennirnir ganga út. Sýslumaðurinn drepúr á eldliúsdyrnar, talar nokkur orð við húsmóðurina og fær henni einhvern miða. Síðan kveður hann. Örvar tvístígur við útidyrnar. Mera-Láki hvess- ir sjónir á drengnum og iiellir úr skóhlífunum sínum, en segir ekkert. En snáðanum dylst ekki ásökunin í svip hans, og í undrun sinni og gremju yfir þessu vanþakk- læti hreytir hann tit úr sér: — Þú vildir láta pissa í þær! 164 VI N N A N

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.