Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 25

Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 25
Athyglisvert dæmi um starfrækslu verkalýðssambands Lesendur Vinnunnar hafa, af því sem skýrt hefur verið hér í ritinu frá stofnun og starfrækslu svonefnds A.S.S., fengið að kynnast virðingu þeirra Alþýðublaðs- manna fyrir lögum og þingsamþykktum heildarsam- taka íslenzkrar alþýðu. Um Alþýðusamband Vestfjarða hafði á undanförn- um árum verið mjög hljótt og samband þess svo ófull- komið við heildarsamtökin, Alþýðusamband íslands, að framkvæmdastjóri A.S.I. fann sig knúinn til að mælast til þess við siöast kjörinn forseta A.S.V., Hannibal Valdimarsson, frammi fyrir þingheimi á 20. sambands- þinginu s.l. haust, að hann hlutaðist til um, að í það minnsta reikningar fjórðungssambandsins yrðu sendir A.S.Í. svo sem lög standa til, og hét Hannibal því. Hið mikla tómlæti á seinni árum og alger þögn í hags- munamálum vestfirzkrar alþýðu þótti vissulega orðin ærið rannsóknarefni, en þegar allt í einu óvinum ís- lenzkrar alþýðu nú í vor barst í hendur, til að flagga með í blöðum og útvarpi, áskorun uin að útiloka heild- arsamtök verkalýðsins frá ríkisútvarpinu á einingar- hátíð alþýðunnar, 1. maí, ekki aðeins frá þremenning- unum í A.S.S., heldur einnig frá mönnum, sem töluðu í nafni Alþýðusambands Vestfjarða, — þá var það eigi lengur dregið að rannsaka nánar ásigkomulag og starf- rækslu þessa fjórðungssambands. Bréf þau, til sambandsfélaga vorra á Vestfjörðum og Hannibals Valdimarssonar, sem hér fara á eftir gefa lesandanum nokkra hugmynd um það hvernig Alþýðu- blaðsmenn starfrækja sambönd verkalýðsfélaga þar sem þeir eru einir í ráðum. Fara bréfin hér á eftir: Reykjavík, 29. maí 1948. Til allra sambandsfélaga á Vestfjörðum. Heiðruðu félagar! A fundi miðstjórnar Alþýðusambands íslands 28. maí s.l. var samþykkt eftirfarandi orðsending til sambandsfélaga á Vest- f jörðum: 1. Samkvæmt lögum sínum bar Alþýðusambandi Vestfjarða (A.S.V.) að hafa fjórðungsþing annað hvort ár, enda fjórð- ungssambands-stjórn kosin á fjórðungsþingi til tveggja ára. A.S.V. hefur eigi haft þing í nær fjögur ár samfleytt. 2. Samlcvæmt lögum A.S.Í. bar fjórðungssambandinu að senda sambandsstjórn A.S.Í. reikninga sína og gera grein fyrir f járreiðum sínum. A.S.V. hefur hinsvegar ekki enn sent neina skilagrein. en að því er vér bezt vitum hafa sambandsfélög vor á Vestfjörðum greitt á nafn A.S.V. % hluta af sam- bandsskatti. 3. Það er ekki kunnugt að A.S.V. hafi starfað neitt s.l. 4 ár, enda vitað að allan þennan tíma hefur fjórðungsstjórn ald- rei verið kiilluð saman, og þar eð þing hefur fallið niður, hefur í 2 s.l. ár ekki verið starfandi nein fjórðungsstjórn, sem gæti hoðað til fjórðungsþings á löglegan liátt. Hins- vegar hafa menn þeir, er kjörnir voru í stjórn þess 1944, og því útent stjórnartíma sinn 1946, ekki aðeins hirt umrædd- an skatt af sambandsfélögum A.S.I. ólöglega, og kallað sig stjórn A.S.V. þennan tíma, heldur beinlínis vegið opinber- lega aftan að heildarsamtökunum í nafni vestfirzkrar al- þýðu, samanber hinar opinberu áskoranir þeirra til útvarps- ráðs um að útiloka Alþýðusamband Islands frá ríkisútvarp- inu 1. maí s.l.. Af þessu, sem hér hefur verið bent á, liggur í augum uppi, að raunverulega hefur A.S.V. verið dautt sem hagsmunatæki alþýðunnar á Vestfjörðum í það minnsta s.l. 4 ár, og að forminu til einnig datitt s.l. 2 ár. Fyrir því leggur stjórn Alþýðusambands Islands fyrir sam- bandsfélögin á Vestfjörðum að þau hætti nú þegar greiðslu á skatti til svonefnds A.S.V. þar til gengið hefur verið úr skugga um að heilbrigt og löglegt f jórðungssamband hafi tekið til starfa þar vestra. A meðan þannig hefur ekki verið skipað þessum málum mun A.S.I. sjá um varðveizlu þess hluta skattsins, sem annars hefði gengið til fjórðungssambandsins, og afhenda liann löglegu fjórðungssambandi þegar það er til staðar. Með félagskveðju. Reykjavík. 29. maí 1948. Hr. Hannibal Valdimarsson, alþm., ísafirði. Heiðraði félagi! Síðan Alþýðusamband Vestfjarða hélt 6. þing sitt árið 1936 hefur stjórn Alþýðusambands íslands ekki borizt í hendur nein þingfundargjörð frá A.S.V. Þá hefur A.S.Í. ekki fengið í hend- ur neitt yfirlit um fjárhag A.S.V. allt frá árinu 1938, og loks hefur ekkert bréf eða orðsending borizt til A.S.Í. frá stjórn A.S.V. síðan árið 1940. Af þessu er ljóst, að stjórn A.S.V. hefur um allt að 12 ára skeið ekki uppfyllt jafn sjálfsagða og einfalda skyldu og þá að senda stjórn heildarsamtakanna nauðsynlegustu gögn varðandi starfrækslu fjórðungssambandsins, og það jafnt eftir að 19. þing- ið hafði með lagasetningu skyldað fjórðungssamböndin til þess að „senda miðstjórn ársreikninga sína til athugunar" og kveðið svo á um, að fjórðungssamböndin „beri ábyrgð á fjárreiðuin sín- um gagnvart sambandsstjórn og sambandsþingi". (sbr. 51. gr. sambandslaga.) Auk þess er oss kunnugt um, að þing A.S.V. hefur eigi verið VINNAN 165

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.