Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Page 28

Vinnan - 01.08.1948, Page 28
svefnherbergi sitt, án þess að segja neinum hvað það væri. Um aftanssöngstíð ætlaði hann að vitja um manninn, en rétt í því kom boð frá nokkrum af beztu vinum hans í Amalfi, um að hann yrði að láta allt annað sitja á hakanum og koma þangað, því að það hefði verið götubardagi þar og margir hefðu særzt. Hann frestaði þess vegna aðgerðinni á fætinum til næsta morguns og sigldi til Amalfi. Er frúin frétti þetta lét hún á laun koma með Ruggierí inn í húsið, því að hún vissi að maður- inn mundi ekki koma heim um nóttina. Hún lét fara með liann inn í svefnherbergið og læsti hann þar inni, þangað til heimilisfólkið væri gengið til náða. Meðan Ruggierí beið frúarinnar í svefnher- berginu, sótti hann skyndilega ákafur þorsti, livort sem það hefur stafað af því, að hann hafi neytt einhvers saltmetis, eða þá af gömlum vana, og er liann sá vatnsílöskuna í glugganum, sem meðalið var í, brá hann henni að munni sér í þeirri trú, að það væri drykkjarvatn, og tæmdi í botn. Það leið heldur ekki á löngu þar til hann tók að syfja og féll hann brátt í svefn. Er frúin kom inn í herbergið og fann hann sof- andi, fór hún að hrista hann til og hvíslaði, að hann skyldi rísa upp, en það bar engan árangur, hann hvorki svaraði né hreyfði hinn minnsta fingur, hún varð þá mjög óþolinmóð og hristi hann til af öllum kröftum og sagði: — Stattu upp, svefnpurkan þín, ef þú ert kom- inn hingað til að sofa, getur þú alveg eins vel verið heima hjá þér. — Við þessar hristingar féll Ruggierí ofan af kist- unni, sem hann hafði legið á, og niður á gólfið, og sáust ekki frernur nokkur lífsmörk með hon- um en liðnu líki. Þá varð frúin alvarlega hrædd og fór að bylta honum á alla kanta, toga í skeggið á honum og klípa hann í nefið, en allt varð það árangurslaust, hann hafði tjóðrað asna sinn við trausta stoð. Frúin varð nú hrædd um að hann væri dáinn, en reyndi samt að klípa hann og brenna með log- andi ljósi, en ekkert dugði, þess vegna hélt hún að hann væri dáinn, því að enda þótt hún væri gift lækni, hafði hún enga þekkingu á læknavís- indum. Það er óþarfi að spyrja hvort hún liafi orðið óhamingjusöm, þar sem hún elskaði hann mest af öllu. Hún settist því niður til að gráta ógæfu sína í hljóði, því að hún þorði ekki að gera mikinn hávaða. En svo datt henni í hug að út af þessu gæti hlotist bæði smán og svívirðing og varð það strax ljóst, að eitthvert úrræði yrði að finna til þess að koma hinum látna þegjandi og hljóða- laust út úr húsinu. Henni gat þó ekki hugkvæmzt neitt sjálfri, svo að hún kallaði á þernu sína og bað hana um ráðleggingar. Stúlkan varð alveg undrandi og er hún hafði klipið hann og kreist á alla lund, sannfærðist hún um að frúin hefði þaft á réttu að standa, og að hann væri dáinn og yrði sem allra fyrst að flytjast burtu úr húsinu. Þá sagði frúin: — En hvert eigum við að fara með hann, svo að íólkið lialdi ekki í fyrramálið, að hann hafi verið borinn héðan? — — Madonna, sagði stúlkan, fyrir skömmu síðan tók ég eftir að fyrir utan hjá trésmiðnum, rétt fyrir ofan okkur, var kassi, mjög hæfilega stór til þess, sem við höfum í hyggju, og ef smiðurinn hefur ekki tekið fiann inn með sér, skulum við leggja dauða manninn ofan í þennan kassa, en stinga hann fyrst nokkrum hnífstungum, og láta hann svo vera þar kyrran. Eg get ekki ímyndað mér að þeir sem finna hann, muni fremur gruna okkur en aðra, og svo var hann slíkur skálkur, að fólk heldur að lxann hafi verið í slæmum félags- skap, Jent í slagsmálum við óvini, verið drepinn og látinn ofan í kistuna. — — Þetta ráð líkaði frúnni vel, að öðru leyti en því, að hún vildi ekki eiga þátt í að stinga hann hnífstungum, því eins og hún sjálf sagði, þá gat hún ekki fengið sig til þess. Þernan var svo send út til að gæta þess hvort kassinn væri þar enn þá, og er hún hafði sannfærzt um að svo væri, þá lét hún frúna hjálpa sér til að taka Ruggieri á bakið. Hún var svo kraftamikil að þannig gat hún borið hann, en frúin gekk á undan til að gá að, hvort nokkur væri úti á götunni. Er þær höfðu svo kom- ið honum ofan í kassann, smelltu þær lokinu yfir. Um sama leyti höfðu tveir ungir náungar flutt í hús eitt nokkru neðar í götunni. Þeir lánuðu peninga með okurvöxtum, og þar eð þeir girntust allt, sem þeir gátu fengið fyrir lítið verð, höfðu þeir daginn áður tekið eftir hinum umtalaða kassa og höfðu ákveðið að slá eign sinni á hann þessa nótt, því þá vantaði húsbúnað. Þeir fóru að heiman frá sér um miðnætti, og enda þótt þeim þætti kassinn nokkuð þungur, drógu þeir kassann með sér og án þess að hugsa nánar út i það, komu þeir honum heilu og höldnu og skildii hann eftir við hliðina á svefnherbergi kvennanna Síðan fóru þeir að sofa. Undir morgun vaknaði Ruggieri, eftir langan og væran blund, og voru þá áhrif svefnlyfsins að mestu horfin, þótt hugsunin væri ekki skýr hvorki það sem eftir var nætur né næstu daga á eftir. 168 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.