Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Page 29

Vinnan - 01.08.1948, Page 29
Hann opnaði augun, en þegar hann gat ekkert séð, þreifaði hann fyrir sér með höndunum og komst þá að raun um, að hann var í kassa. Hann reyndi þá að muna hvað skeð hafði og sagði við sjálfan sig. „Hvað er þetta eiginlega? Hvar er ég? Sef ég eða er ég vakandi? Ég veit þó það, að í nótt heimsótti ég ástkonu mína í svefnhúsi henn- ar, og nú lít.ur út fyrir að ég liggi í kassa. Hvað á þetta að þýða? Skyldi læknirinn hafa snúið aftur til baka, eða skyldi eitthvað annað hafa komið fyrir, sem hafi neytt frúna til að fela mig, meðan ég svaf? Já, 'þannig hlýtur það að vera.“ Hann var þess vegna rólegur og beið átekta, ef eitthvað kynni að heyrast. Þanriig leið góð stund, en vegna þess að rúmið var lítið í kassanum og liann varð að liggja þar mjög óþægilega, svo að hann var farið að verkja í aðra síðuna, reyndi hann að snúa sér við, en við þetta brölt sporreist- ist kassinn, sem staðið hafði á ósléttu og valt nið- ur með dunum og dynkjum svo konurnar, sem sváfu þar við hliðina, vöknuðu og urðu frá sér af hræðslu. Ruggieri varð líka mjög hræddur. En er hann komst að raun um, að kassinn hafði opnast, vildi hann undir öllum kringumstæðum heldur vera fyrir utan en inni í honum og fór að þreifa sig áfram til að vita hvort ekki væri annað hvort stigi eða dyr, sem gætu opnað honum leið í annað betra umhverfi. Er konurnar heyrðu þetta þrusk, hrópaði önnur þeirra: „Hver er þarna?“ en Rugg- ieri svaraði ekki, þar eð hann þekkti ekki röddina, og fóru þær þá að kalla á strákana tvo, en þeir höfðu farið svo seint að sofa að nú sváfu þeir svo fast, að þeir heyrðu ekki neitt. Þess vegna hlupu þær út að glugganum og hrópuðu: „Þjófar, þjóf- ar!“ og nágrannarnir spruttu á fætur, og reyndu að komast inn í húsið bæði ofan af þakinu og annars staðar frá. Við allan þennan hávaða vökn- uðu báðir strákarnir og fóru á fætur. Ruggieri, sem var alveg utan við sig, er hann sá hvar hann var og hafði ekki hugmynd um, hvernig hann gæti sloppið, var nú handtekinn, og afhentur mönnum borgardómarans, sem kom- ið höfðu hlaupandi, er þeir heyrðu hávaðann. Hann var síðan fluttur til dómarans sem þekkti óknytti hans og lét strax pynda hann til sagna. Var hann á þann hátt neyddur til að viðurkenna, að hann hefði farið inn í hús okraranna til að stela, áleit dómarinn bezt að hafa sem minnstar vöflur á því, en hengja hann sem skjótast. Sú fregn barst óðar um alla Salerno, að Rugg- ieri hefði verið handtekinn, er hann var að fremja innbrot hjá okrurunum, og urðu bæði læknis- frúin og þernan svo undrandi yfir því, að það lá við að þær væru farnar að trúa því sjálfar að allt, sem þær höfðu aðhafzt síðastliðna nótt hefði aðeins verið draumur, en jafnframt varð frúin svo sorgmædd út af þeirri hættu, sem Ruggieri var kominn í, að hún varð alveg hugstola. Á rneðan þessu fór fram, hafði læknirinn, áður en tvær stundir voru liðnar af degi, spurt eftir meðalinu, af því hánn ætlaði að vitja um sjúkling- inn, og þegar hann fann flöskuna tóma, Iirópaði liann upp, að ekki gæti maður liaft neitt í friði í þessu liúsi. Við þetta espaðist frúin, sem áður var utan við sig af leiðindum og hún sagði: — Hvað mynduð þér segja ef einlrver alvarleg ógæfa væri á ferðum, þegar þér æpið svona ef ein vatnsflaska veltur um koll eins og það fáist ekkert annað vatn í veröldinni? Þessu svaraði meistarinn: —• Ef þú heldur að hér sé um tómt vatn að ræða, þá skjátlast þér, því þetta var svefnmeðal — og svo sagði liann henni hvernig hann hefði látið búa það til. Er frúin heyrði þetta, skildi hún strax að þær hefðu álitið Ruggieri dauðan vegna þess að hann hefði drukkið úr flöskunni og sagði: — Herra, það vissum við ekkert um, og þér verðið að láta útbúa yður annað — hvað hann og gerði, þar sem ekki var um annað að ræða. Nokkru seinna kom stúlkan aftur, sem frúin hafði sent út til að lilera livað sagt yrði um Rugg- ieri, og sagði: —■ Madonna, hver einasti maður talar illa um Ruggieri, og eftir því sem ég hef komizt næst, : hann lrvorki vin né ættingja, sem lætur sér detta í hug að hjálpa honum, svo það er álitið að hann muni verða hengdur á morgun. En í því sambandi get ég sagt yður, að ég held, að ég viti hvernig hann hefur komizt inn í hús okraranna, og það hefur skeð á þennan hátt: Þér þekkið nú smiðinn; sem á húsið þar sem kassinn stóð fyrir utan, sem við létum Ruggieri ofan í. Nú hefur smiðurinn komizt í klandur við þann, sem þykist vera eig- andi kassans, því liann vildi fá fyrir hann peninga, en smiðurinn fullyrðir að hann hafi ekki selt kassann heldur hafi honum verið stolið nóttina áður. Þessu svaraði hinn þannig: „Það getur ekki verið rétt, því þú seldir báðurn okrurunum kass- ann, eða svo sögðu þeir mér í nótt, þegar ég kom til þeirra, þegar Ruggieri var tekinn fastur.“ Þá sagði smiðurinn: „Það er tilhæfulaust, því ég hef aldrei selt þeim kassann, en þeir liafa stolið hon- um frá mér í nótt, og við skulum fara til þeirra.“ Svo fóru þeir allir til veðláriaranna, og ég er kom- VINNAN 169

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.