Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 31

Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 31
Eins og fyrstu sögurnar höfðu fyllt brjóst ungu stúlknanna af sorg, þannig fengu þær nóg hláturs- efni af frásögn Dioneos, ekki sízt yfir bragði dóm- arans, svo þær tóku brátt gleði sína aftur eftir þá hryggð, er hinar sögurnar höfðu vakið hjá þeim. Er kongurinn jafnframt veitti því eftirtekt, að birta sólarinnar tók að dvína, og völdum hans var að verða lokið, bað hann stúlkurnar, með mörgum fögrum orðum, um fyrirgefningu á því, að hún skyldi hafa látið þær segja frá svo rauna- legu efni sem ógæfu í ástamálum. Því næst stóð hann upp, tók lárviðarsveiginn af höfðinu, og setti hann, meðan hin biðu full eftirvæntingar, með fögrum orðum á ljósgullna lokka Fiam- mettu: — Ég rétti þér kransinn, sagði hann, — vegna þess að þér mun takast betur en nokkrum öðrum, að hughreysta vinkonur okkar, eftir alla þá raun, sem ég hef lagt þeim á herðar á þessum degi. Fiammetta, sem liafði ljósgult hár, er féll í lausum lokkum niður um hvítar, ávalar herðar, svaraði þá, og bros lék um lítinn munn og rauðar varir, sem líktust rúbínum er blikuðu milli hvítra lilja og rauðra rósa í stjörnuskini tindrandi augna: — Filostrato, ég meðtek með gleði og ánægju lárviðarsveig þennan, og svo að þú getir betur séð, hvað þú hefur gert, býð ég nú og skipa svo fyrir, að sérhvert okkar skuli vera skyldugt til að segja frá þeim launum, er elskendum hlotnast að lok- um, eftir ýmsar raunir og erfiðleika, sem örlögin hafa lagt þeim á herðar. — Þessi uppástunga féll hinum vel í geð. Því næst lét hún kalla á yfirbrytann, og er hún hafði gefið honum nauðsynleg fyrirmæli, gaf hún öllum orlof fram til kvöldverðar. Um kvöldið söfnuðust allir, eins og venja var til, saman við hinn fagra gos- brunn og neyttu þar dýrðlegra rétta, er frarn voru bornir með mestu prýði. Að máltíð lokinni stóðu allir upp frá borðum og eins og venja þeirra var, hóst nú söngur og dans og Filomena færði upp dansinn, en drottningin mælti á þessa leið: — Það er ekki ætlun mín að fara aðrar leiðir, en fyrirrennarar mínir hafa gert. Filostrato, en eins og þeir krefst ég þess að sungið verði ljóð, og þar eð ég veit að söngvar þínir líkjast sögum þínum, viljum við nú þegar binda endi á allan dapurleik og syngdu nú fyrir okkur það, sem helzt má koma okkur í létt skap. — — Filostrato sagðist skyldi gera það með ánægju og hóf raust sína: Vissulega bera harmakvein vor og grátur heiminum vitneskju um þær sálarkvalir er vér líðum þegar ástin verður fyrir ótryggð og svikum, þann dag, sem þú, guð ástarinnar, greiptir mynd hennar í brjóst mitt svo fagra og yndislega, og tilefni mansöngva minna, þá varpaðir þú þeim ljóma yfir yndisþokka hennar að viljugur kaus ég að þola þær kvalir, sem dutlungar þínir vekja í hug manns og hjarta, en mér duldist of lengi orsökin að hugarkvíða mínum. í fyrsta skipti, sem ég virti hana fyrir mér, sá ég aðeins ótryggð og svik hjá þeim, sem ég bezt hafði treyst. Því einmitt þá er ég naut ástar hinnar dýrmætu konu, og trúr vinur [sem tryggur þjónn og engir skuggar skyggðu á áhyggjuleysi mitt, einmitt þá, sá ég annan koma og óðara ýtti mín fagra kona mér til hliðar. Þar stóð ég eftir, smánaður af unnustu minni og hjartasorg mín brauzt út í gráti og kveinstöfum. Bölvuð sé stund sú, er unnusta mín birtist mér fyrsta sinni svo dularfull í ljóma ástarlogans. Því síðan verður sál mín að heyja baráttu gegn dauðanum og fyrirlítur tryggð, vonir og sérhverja milda hugsun. Svo ólæknandi harmasár ber ég, sem hróp mitt og harmþrungin rödd tilkynna yður. Herra. Og ég reyni aðeins að gleyma þjáningum mínum og mæti dauðanum, sem minni hinnztu von. Fari sem fara vill, látum hann þá sveifla 'sinni hvössu sigð yfir mér og frelsa mig frá því lífi, sem sorgin svíður niður í fyrr en vorið blánar eftir vetrarél. [rætur Engin önnur leið stendur mér opin og ekkert getur fróað þjáningum nema dauðinn. [mér í mínum, Amor, lát hann koma og leysa mig frá mæðu lífsins svo hjarta mitt geti losnað við eymd sína og volæði, þar sem ótryggðin brýtur sér braut og ástin uppsker aðeins hugarangur. Er hún fréttir lát mitt, þá lát hana gleðjast, sem væri tryggum vinarörmum. [hún umvafin Ljóð mitt, þótt enginn annar vilji kveða þig, mun ég ekki kvarta, því það er mín eigin rödd, sem bezt getur gefið þér vængi. Fljúgðu þá leynt til Amors og flyttu honum þau boð að beizk væri uppskera ástar minnar. Segðu honum hve sorgirnar hafi gert lífið erfitt og bið hann að hjálpa mér að sigla skipi mínu til þess lands, þar sem sárir þyrnar stinga ekki framar. í ljóði þessu kom það í ljós, hvernig Filostrato var innanbrjósts og ástæðan £yrir því, og sennilega liefði það konrið enn betur í ljós ef rökkrið hefði ekki hulið litbrigði einnar dansnreyjarinnar. Er hann hafði lokið söng sínunr voru sungnir nrargir aðrir söngvar þangað til gengið var til hvíldar. VINNAN 171

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.