Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Page 20

Vinnan - 01.03.1949, Page 20
Félagsdómur Ritnefnd blaðsins lítur svo á, að um leið og tíma- riti verkahjðssamtakanna sé ætlað jbað sérstaka hlut- verk að v'era málgagn samtakanna út á við, eigi jbað einnig að vera sú handbók til leiðbeiningar um verkaljðsmál, sem hverjum manni sé nauðsynleg. Hefur því ritnefndin ákveðið að birta framvegis þá Félagsdóma, er verkaljðssamtökin varða sérsták- lega. Ar 1948, miðvikudaginn 3. nóvember, var í félagsdómi í málinu nr. 6/1948: Guðmundur Helgason gegn Alþýðusambandi Islands f. h. verkamannafélagsins Þórs á Selfossi uppkveðinn svobljóðandi DÓMUR: Mál þetta er höfðað hér fyrir dómi með stefnu útg. 21. september þ. á. af Guðmundi Helgasyni verkamanni á Sel- fossi gegn Alþýðusambandi Islands f. h. verkamannafélags- ins Þórs á Selfossi. Eru dómkröfur stefnanda þær, aðallega að honum verði dæmd full og óskert félagsréttindi í verka- mannafélaginu Þór á Selfossi frá og með 15. september þ. á. að telja. Til vara krefst hann þess að honum verði dæmd full og óskert félagsréttindi í nefndu félagi. Málskostnaðar krefst hann og úr hendi stefnda, eftir mati dómsins, hvor krafan sem til greina yrði tekin. Loks gerði stefnandi þá kröfu, er málið var flutt munn- lega, að stefndi yrði dærndur til þess að greiða sekt í ríkis- sjóð eftir mati dómsins. Stefndi krefst aðallega algerrar sýknu af kröfum stefn- anda, en til vara, að hann verði sýknaður að svo stöddu. Þá krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnanda eftir mati dómsins. Málavextir eru þessir: Stefnandi er búsettur á Selfossi og hefur átt þar heima siðan haustið 1944. Þenna tíma allan hefur hann unnið að smíðum, fyrst sem aðstoðarmaður við byggingar, með venju- legu verkamannakaupi, en síðar við smíðar i bifreiðasmiðju Kaupfélags Amesinga, og þá fyrir hærra kaupi (gerfismiða- kaupi). Síðast liðið sumar vann hann nokkum tíma sem af- greiðslumaður í kjötbúð kaupfélagsins og vann þá aðallega að því, að ganga frá pöntunum til sveitaheimila. Hann er búfræðingur að menntun, én hefur ekki stundað iðnaðamám né fengið nein réttindi, sem iðnaðarmaður. í ágústmánuði s. 1. snéri hann sér til formanns verkamannafélagsins Þórs. Afhenti honum inntökubeiðni í félagið og greiddi inntöku- gjaldið. Veitti formaðurinn, sem ritaði fyrir hann inntöku- beiðnina, hvoru tveggja móttöku án nokkurra athugasemda. Samkvæmt lögum verkamannafélagsins skal formaður bera inntökubeiðnir undir atkvæði á félagsfundi. Næsti fundur í félaginu var ekki haldinn fyrr en 15. sept. s. 1. Fundarefni var: 1) að kjósa fulltrúa á Alþýðusambandsþing og 2) önn- ur mál. Stefnandi kom á fund þenna ásamt nokkram mönn- um öðrum, sem þá nýlega höfðu sótt um inngöngu í félagið. I fundarbyrjun bar einn félagsmaður fram þá tillögu, að fyrst yrði tekin fyrir inntaka nýrra félaga. En á fundi í trúnaðar- mannaráði félagsins 12. s. m. hafði það verið samþykkt að taka ekki nýja félagsmenn inn í félagið, fyrr en kosningu væri lokið til alþýðusambandsþings. Tók formaður þessa tillögu því ekki til greina og lét kosningu fram fara. Ekki bar formaður, að þessum dagskrárlið afgreiddum, undir at- kvæði inntökubeiðnir þær, er honum höfðu borizt, og virð- ist ekki hafa komið fram krafa um það frá neinum fundar- manna. Næst gerizt svo það, að stefnandi höfðaði mál þetta svo sem að framan greinir. Stefnandi reisir dómkröfur sínar á því, að hann sem verka- maður eigi kröfu til þess samkvæmt 2. gr. laga nr. 80/1938 að fá inngöngu í verkamannafélagið. Hafi stefndi með synj- un sinni gerzt brotlegur við ákvæði nefndrar greinar og eigi því að sæta refsingu fyrir það. Telur stefnandi, að skylt hafi verið að veita sér félagsréttindi, þegar í upphafi fund- arins 15. sept., og þar með gefa kost á að taka þátt í fund- arstörfum. Kveður hann það vera sér hagsmunamál, að vísu ekki fjárhagslegt, að fá það viðurkennt með dómi, að hann hafi átt að fá full félagsréttindi þegar í upphafi fundarins 15. sept. s. 1., því með synjun um inntöku þá, hafi hann verið sviptur þeirn rétti að geta haft áhrif á, hverjir færu með stjórn alþýðusamtakanna í landinu næstu tvö árin. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að samkvæmt 2. gr. laga nr. 80/1938 geti verkalýðsfélögin sjálf ákveðið, til hvaða starfsgreinar þau taki. Nú sé almenn verkamannavinna sú starfsgrein, er þeir menn stundi, sem félagið er stofnað til hagsbóta fyrir, og sé því af þessum sökum rétt að veita þeim mönnum eða konum einum inngöngu í félagið, sem vinna almenna verkamannavinnu. Þetta gerði stefnandi ekki, þar sem hann stundaði trésmíðar. Félagið hafi því ekki á nokkum hátt gerzt brotlegt við 2. gr. nefndra laga með því að synja honum inngöngunnar. Telur stefndi, að stefnandi geti ekki byggt neinn almennan rétt til inngöngu í verkamannafélagið þar á þessari grein, og hagsmunalega séð skipti það engu máli, hvort hann sé í félaginu eða ekki. Þá heldur stefndi því fram, að þó talið yrði að stefnandi ætti rétt til inngöngu í félagið, þá sé það ekki á valdi dóms- ins að skera úr um það, í hvaða röð málefni skuli tekin fyrir á fundum verkamannafélagsins og jafnframt mótmælir hann því, að stefnanda verði dæmd félagsréttindi frá tilteknum degi. Loks androælir stefndi því, að á hann verði lögð nokk- ur refsing í máli þessu, þótt talið yrði, að hann hefði breytt andstætt 2. gr. laga nr. 80/1938, þar sem ekki hafi verið gerð refsikrafa í stefnu. Samkvæmt 2. gr. samþykkta verkamannafélagsins Þór, er tilgangur félagsins sá, „að efla og styðja að hag og menningu 48 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.