Vinnan - 01.12.1951, Síða 15
HELGI HANNESSON:
BANDARIKJAFÖR
sendinejndar Alþýðusambands íslands
siðast Uðið sumar.
EFNAHAGSSAMVINNUSTOFNUNIN í Wash-
íngton, E. C. A., sem fer með yfirstjórn Marshall-
aðstoðarinnar og verkalýðssamtökin í Bandaríkj-
unum taka mikinn þátt í, hefur mjög að því unn-
ið að auka kynni milli verkalýðssamtaka þeirra
landa, sem efnahagsaðstoðarinnar njóta annars
vegar og verkalýðssamtaka Bandaríkjanna hins
vegar. Hefur hún um leið gefið fulltrúum verka-
lýðssamtakanna í Evrópu sem beztan kost þess
að kynnast atvinnuháttum Bandaríkjanna, menn-
ingu þeirra og lífskjörum fólksins.
í þessu skyni hefur E. C. A. boðið verkalýðs-
samtökum ýmissa landa að senda fulltrúa til
Bandaríkjanna til dvalar þar um skemmri eða
lengri tíma. Skipta sendinefndir þessar orðið
hundruðum og fulltrúatalan þúsundum.
A þessu ári átti Alþýðusamband Islands þess
kost að senda til Bandaríkjanna nefnd eins og
þá, sem hér hefur verið getið, og hef ég lofað
„Vinnunni“ að segja örlítið frá för þessari. En
eins og að líkum lætur, verður ekki því við komið
í stuttri tímaritsgrein að stikla nema á nokkrum
atriðum.
Sendinefndina skipuðu þessir menn|i Finnur
Jónsson alþingismaður, Sæmundur E. Ólafsson
varaforseti A. S. I., Ingimundur Gestsson ritari
A. S. I., Guðmundur Sigtryggsson stjórnarmeð-
limur A. S. L, Hálfdán Sveinsson form. Vlf. Akra-
ness og undirritaður.
Allt eru þetta menn, sem um ára raðir hafa
starfað í verkalýðshreyfingunni og sumir hverjir
um tugi ára.
Finnur Jónsson var fararstjóri okkar og sann-
aði reynslan, að þar höfðum við fengið mann í
það starf, sem leysti það af höndum með svo
miklum ágætum, að ekki varð á betra kosið.
Lagt var af stað 11. júní með amerískri far-
þegaflugvél frá Keflavíkurflugvelli kl. um 11 að
kvöldi í úrhellisrigningu og mjög lágskýjuðu. En
brátt vorum við komnir upp úr skýjaþykkninu og
flugum í glampandi sólskini öllum skýjum ofar.
Ráðgert var að fljúga beint til New York, en
yfir miðju hafi laskaðist einn hreyfill vélarinnar,
og urðum við tilneyddir að lenda í Nýfundnalandi
og skilja þar við okkar mjög svo þægilegu og
hraðskreiðu vél. En til Nýfundnalands vorum við
aðeins röskar sex klukkustundir. Þarna á Step-
hanville-flugvelli biðum við svo eftir annarri
flugvél í tvær stundir. Var sú vél ein hin stærsta,
er við komum í á ferð okkar, og var hún tveggja
hæða.
Á flugvellinum við New York komu fulltrúar
E. C. A. til móts við okkur. Var þaðan haldið
inp í borgina til Hótel Gregoria í 34. stræti rétt
hjá hinni miklu byggingu Empire State, sem er
102 hæðir og 1250 feta há.
Var nú tekið til óspilltra málanna að skipuleggja
för okkar um Bandaríkin, að svo miklu leyti sem
það hafði ekki verið áður gert með bréfasambandi
að heiman.
Við áttum þess kost að dveljast þar vestra um
átta vikna skeið, en sökum starfa heima fyrir
gátum við ekki verið lengur en sex vikur, og
urðu þó tveir sendinefndarmannanna, þeir Sæm-
undur og Ingimundur, að fara heim eftir fimm
vikur.
Síðari hluta 12. júní og daginn eftir notuðum
við til að skoða okkur um í þessari miklu heims-
borg, en að kvöldi 13. júní lögðum við af stað
með járnbrautarlest til Chicago. Leið okkar lá nú
yfir frjósamt akurlendi. Á báðar hendur gat einn-
ig að líta skógi vaxið land. Hér vorú mörg og
VINNAN 5