Vinnan - 01.12.1951, Side 18

Vinnan - 01.12.1951, Side 18
arnir. En hér var allt, sem á skylt við kynþátta- hatur, víðs fjarri. Þá heimsóttum við þarna ýmsar merkar land- búnaðarstofnanir. Boston. Frá Madison var flogið til Chicago. Dvölin var þar að þessu sinni aðeins ein klukku- stund, eða meðan skipt er um flugvél. Síðan var flogið áfram til Boston í verra flugveðri en nokkur okkar hafði áður lent í. En til Boston náðum við þó, að vísu alllöngu eftir áætlun, vegna óveðurs, er m. a. eyðilagði fyrir okkur að sjá Niagara-fossana, eins og ætlað hafði verið. I Boston skoðuðum við frystihús, fiskiskip, fiskmarkaði og ýmsar fleiri vinnustöðvar. Frystihúsin eru með svipuðum hætti og hér heima, en þarna vinna einungis karlmenn við fiskvinnu, og er kaupið mjög hátt miðað við kaup hér á landi eða um 28 kr. á klst. Meðferðin á fiskinum við uppskipun er fyrir neðan það, sem við mundum kalla meðallag. Fiskiskipin eru smá, flest togarar 150—300 smálestir brúttó, og erfitt er að greina, hvenær farfi hefur á þá síðast komið. Hér gat að líta sanna ryðkláfa. I Boston er márgt íslenzkra sjómanna, og eru Islendingarnir mjög rómaðir sem dugmiklir skip- stjórnarmenn og harðfengnir sjósóknarar. Attum við þess kost að hitta nokkra þeirra og höfðum mikla ánægju af. Til Gloucester, fiskibæjarins, er Kipling lætur sögu sína „Sjómannalíf“ gerast í, skruppum við einn daginn ásamt formanni sjómannasamtakanna í Boston. William Green, foseti A. F. L. Philip Murray forseti C. I. O. Það er hreinlegur bær með sín fiskiðjuver og ógleymanlega minnisvarða um þær föllnu hetjur, er sótt hafa á ránarslóðir, en gist hina votu gröf. Hér var allur fjöldi skipanna nýlegir og vel við haldnir vélbátar. Sjómannasamtökin eru öflug í Gloucester, og veittu þau samtökunum í Boston drengilegan stuðning í baráttunni fyrir tólf stunda hvíld á togurunum, sem samningar náðust loks um eftir sex og hálfs mánaðar verkfall. Þegar farið var frá Boston, skildu leiðir okkar ferðafélaganna. Sæmundur og Ingimundur héldu til New York og þaðan heim. En við fjórmenningarnir til Washington. í Washington dvöldumst við í fimm daga, heim- sóttum skrifstofur verkalýðssambandanna, skrif- stofur efnahagssamvinnustofnunarinnar og rædd- um við forvígismenn samtakanna og stofnunar- innar. Voru okkur þar sem annars staðar gefnar grein- argóðar upplýsingar um allt það, er við höfðum hugmyndaflug til að spyrja um, og okkur gefinn kostur þess að sjá það af eigin raun, er við helzt kusum að skoða. Fórum við um mörg hverfi borgarinnar til að kynnast með eigin augum aðbúnaði og kjörum almennings í hinni miklu höfuðborg Bandaríkj- anna. Þá hlutum við hinar ágætustu móttökur hjá Thor Thors sendiherra og fjölskyldu hans. Er það skoðun mín, að þar sem sendiherrann og fólk hans fer, þar fari virðulegir, en þó ljúfmannlegir full- trúar Islands, sem þjóðinni er sómi að. 8 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.