Vinnan - 01.12.1951, Side 22
græða á því. Fyrir almenning kemur það í sama
stað niður, hvort hann kaupir erlenda vöru eða
íslenzka, samsvarandi að gæðum. Aðeins heild-
salar mundu við þetta missa spón úr aski sínum.
Hér þurfa valdhafarnir því aðeins að velja milli
hagsmuna þjóðfélagsins í heild og hagsmuna fárra
sérréttindamanna. Valið virðist auðvelt. Samt
sem áður hefur sú leið verið farin, sem þjóðinni
kemur verr, en sérréttindamönnunum betur.
Það er engum efa undir orpið, að það er geysi-
mikið hagsmunamál fyrir alla alþýðu við sjávar-
síðuna, að togararnir leggi afla sinn hér á land,
auk þess sem það mundi einnig vera beinn þjóð-
hagslegur ávinningur.
Sem betur fer hefur fiskafli á djúpmiðum ekki
brugðizt. En alkunna er, að sá háttur hefur ver-
ið á hafður um afsetningu togaraaflans, að skip-
in hafa selt hann sjálf erlendis. A þennan hátt höf-
um við selt á erlendum markaði stóran hluta af
fiskaframleiðslu okkar sem algerlega óunna vöru.
Þúsundir tonna eru þannig seld út úr landinu, án
þess að á nokkurn hátt hafi verið reynt að auka
verðmæti hennar með verkun eða vinnslu. Það
er í fyrsta dagi aldrei vansalaust að flytja hrá-
efni í stórum stíl út úr landinu, fyrst og fremst
sökum þess, að verðmæti vörunnar er þá mikl-
um mun minna, heldur en ef seld er út fullunnin
vara, og svo afsölum við okkur með því mögu-
leika til sköpunar atvinnu og þeim tekjuauka,
sem af vinnslu hráefnisins leiðir. Þetta kom þó
ekki verulega að sök, á meðan atvinna var nægi-
leg í landinu. En óverjandi er með öllu að full-
vinna ekki þau hráefni, sem við höfum yfir að
ráða, og nýta þannig til fullnustu íslenzkt vinnuafl
til að auka verðmæti útflutningsins, þegar hundruð
og jafnvel þúsundir manna víðs vegar um landið
ganga atvinnulausir.
Þó tók steininn úr um úrræðaleysið í þessum
efnum, þegar togararnir lönduðu í haust, hvað
eftir annað saltfiski í Esbjerg í Danmörku, en þar
var hann síðan tekinn til pökkunar. Erlendu vinnu-
afli var þá beinlínis sköpuð vinna við að koma ís-
lenzku hráefni í söluhæft ástand.
Auðug er sú þjóð, er efni hefur á slíku, enda
fullkomin ofrausn, því að á sama tíma var atvinnu-
leysið að sliga efnahagslega afkomu íslenzkrar
alþýðu.
Nokkur reynsla er nú fengin á fullkominni verk-
un og nýtingu á afla togara í hraðfrystihúsum og
öðrum fiskverkunarstöðvum, og hafa Akurnes-
ingar haft forgöngu um það mál.
Togarinn Bjarni Olafsson, sem er eign bæjar-
ins hefur lagt upp allan sinn afla á Akranesi, nú
í nærfelt ár. Þar hefur fiskurinn verið hagnýttur
til fulls, að mestu hraðfrystur.
Þetta hefur vitaskuld skapað landverkafólki
geysimikla atvinnu, enda hefur Akranes þá sér-
stöðu meðal bæja og kauptúna víðs vegar um
landið, að þar er atvinnuleysi nú óþekkt fyrir-
birgði. Slíkum árangri er hægt að ná, þegar allir
möguleikar til fullkominnar hagnýtingar þess
hráefnis, sem fyrir hendi er, eru notaðir.
Af þessum nýja rekstri leiðir einnig fjárhags-
legur ávinningur fyrir fleiri aðila en landverka-
fólkið, t. d. munu hásetar á togaranum hafa haft
Ur hradfrystihúsi á
Ahranesi: Konur skyggna
flökin, skera úr mar-
bletti og hringorma. 16
konur hafa þann
starfa meðan flakaS er.
12 VINNAN