Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 27

Vinnan - 01.12.1951, Qupperneq 27
Hlaut fnðarverðlaun Nobels fyrir árið 1951 Léon Jouhaux Leiðtogi franskra verkalýðssamtaka um óratugi Á ÁRUNUM fyrir heimsstyrjöldiiia fyrri kom hinn ungi ritari franska alþýðusambandsins (C. G. T.), Léon Jouhaux, öllum mjög á óvart með að- gerðum sínum og tillögum í sambandi við baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum. Hann stjórn- aði miklum verkföllum hafnarverkamanna og járn- brautarstarfsmanna á þessum árum, auk þess sem hann kom fyrstur fram með hin svo nefndu „skyndiverkföll11, er venjulega stóðu í stuttan tíma, en voru eigi að síður áhrifarík aðferð til þess að sýna vilja og kröfur verkalýðsins. Einnig átti hann upptökin að þeirri hugmynd að láta verkamenn fara sér hægt við vinnu, ef eigi hafði verið gengið að réttmætum kröfum þeirra. Jouhaux (sjúho) var eldheitur talsmaður verka- lýðssamtakanna. Á uppvaxtarárum sínum vann hann í verksmiðjum, gekk snemma í samtök verkamanna og gerðist þá þegar ötull baráttu- maður samtakanna. Jouhaux sagði hreykinn, að ef einhver hygði til styrjaldar, þá myndi verka- lýður Evrópu kæfa hana í fæðingunni með því að stofna til allsherjarverkfalls. En styrjöldin skall á með sínum óstöðvandi þunga og reyndist Jouhaux þá einn af traustustu sonum ættjarðar sinnar. („Viðurstyggilegur svikari“, hrópaði Len- in.) Á friðarráðstefnunni í París að styrjöldinni lok- inni (1918) aðstoðaði Jouhaux við að koma á fót alþjóðastofnun verkalýðsmála (I. L. O.) Á árun- um eftir 1930 var hann öflugur andstæðingur Frankós, Lavals og Hitlers, og er Þjóðverjar her- tóku Frakkland í síðustu styrjöld, settu þeir hann í fangelsi í kastala einum í Bayern. Þegar hann losnaði úr fangavistinni, komst hann brátt að raun um, að kommúnistar höfðu ruðzt inn í verkalýðs- samtökin frönsku og að mestu náð undir sig stjórn- inni innan franska alþýðusambandsins (C. G. T.) Hann varð m. a. að láta sér lynda að starfa með kommúnista sem „meðritara“ sambandsins. Um nokkurt skeið sætti hann sig við samstarfið, en sá hins vegar skjótt, að hann var einungis notaður til þess að punta upp á samtökin. Varð það til þess, að hann og aðrir lýðræðissinnaðir samherjar hans gengu úr sambandinu, en því hafði Jouhaux stjórnað samfleytt í 38 ár og var viðskilnaðurinn óljúfur. Upp úr þessu, eða á öndverðu ári 1948, stofnaði hann nýtt landssamband frjálsra verka- lýðsfélaga á Frakklandi og braut þar með á bak aftur einræði kommúnista innan frönsku sam- takanna, sem eru bæði fjölmenn og geysiáhrifa- mikil. Hefur Jouhaux verið forseti hins nýja sam- bands frá stofnun þess. Fyrir skömmu, eða um miðjan nóvembermán- uð, var þessum aldna (72 ára) og virðulega leið- toga verkamanna veitt friðarverðlaun Nobels fyr- ir árið 1951, en eins og kunnugt er, þykir þetta ein mesta virðing og viðurkenning, sem hlotnazt getur fyrir störf í þágu friðar og alþjóðlegrar samvinnu þjóðanna. I hinu mikla starfi sínu fyrir verkalýð lands síns og einnig annarra þjóða hefur Jouhaux ávallt lagt ríka áherzlu á friðsamlegt Framhald á bls. 34. VINNAN 17

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.