Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 33
Sögu\afli eftir
Vílhjálm S. Vilhjálmsson.
Allir jafnir
fyrir kolareyknum
QM ÞESSAR mundir er að koma út ný skáldsaga eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson hjá
Helgafelli, „Beggja skauta byr“. Er það síðasta bindið í skáldsagnaflokki um verkalýðs-
hreyfinguna og félagsmálaþróunina í íslenzku sjávarþorpi á fyrri hluta aldarinnar, en
höfundurinn ætlast til, að þessi saga spegli baráttusögu alþýðunnar, meðan samtök hennar
eru að skapast og fá á sig heildarmynd. Aður eru komnar skáldsögurnar „Brimar við böl-
klett“, „Krókalda" og „Kvika“. — „Vinnan" fór þess á leit við Vilhjálm, að hann léti
henni í té smásögu, en hann hefur sent frá sér eitt smásagnasafn, „A krossgötum". Hann
kvaðst ekki eiga fullgerða smásögu um baráttu og starf verkalýðsins, en hins vegar
gæti hann birt kafla úr nýrri skáldsögu, sem hann nefnir „Skuggahverfi" og gerist í Reykja-
vík á árunum 1922—1930. Þennan kafla úr skáldsögu sinni nefnir hann „Allir jafnir fyrir
kolareyknum" og gerist hún augsýnilega um leið og Skólavörðuholtið er að byggjast.
MORGUNNINN er hreinn og bjartur. Sólin er
að koma upp, og gullnum bjarma slær á holtið
fyrir austan og ofan Skuggahverfi. Sjórinn niður
undan er sléttur og kyrr, en úr flæðarmálinu
rýkur heitur andi af steinum og sandi.
Verkamenn eru ekki morgunsvæfir. Þeir rísa
snemma úr rekkju, jafnvel þó að þeir hafi ekkert
að gera. Hinir elztu eru komnir út klukkan 4—5,
en hinir yngstu sofa kannske frameftir. Þetta fer
eftir aldri. Ut um dyrnar á hrörlegu og gömlu
timburhúsi, en þarna eru öll hús gömul og hrör-
leg, kemur roskinn maður, hann gengur hikandi
og varlega upp úr djúpum kjallara, upp tröppurn-
ar og hnitmiðar hvert spor. Þegar hann er kom-
inn upp, tekur hann í hattbarðið, snýr sér í sólar-
átt og signir sig. Hann lítur hægt og hugsandi
upp í himininn, fyrst í sólarátt og kiprar augun
og svo í hring og snýr sér á fúnum fótum.
„O, blessuð blíðan. Góðum guði sé þökk fyrir
þennan dag.“
Hann hefur matarskrínu undir heitdinöi og
þuklar hana varfærnislega með reyndum hönd-
um, kemur henni vel fyrir og labbar svo af stað,
hægur og rólegur. Á þessum manni er enginn
asi. Fætur hans þekkja þess leið. Þegar hann er
kominn dálítinn spöl frá húsinu, kemur annar
maður, ungur og léttur á sér.
„Sæll og blessaður. Það er góða veðrið. Mann
langar bara upp í sveit. Hvað segir þú um það?“
„O, jæja, ekkert væri nú á móti því að vera
kominn í góðan teig og heyra hundgá og fuglaklið
á svona morgni. Það var gott í gamla daga að
hlusta á slíkt, þegar maður vaknaði í góðu veðri.“
„Og finna ilminn úr jörðinni. — Eg hef aldrei
átt heima í sveit. Hér finnur maður aldrei ilm
úr jörðu.“
„Nei, það er minna um það. Fyrst í stað, eftir
að ég flutti hingað í hverfið, fannst mér hálf-
partinn, að ég væri búinn að grafa mig ofan í
jörðina. Eg sá eftir því að hafa farið, en við því
var ekkert að gera, börnin voru öll komin út og
suður. Við stóðum ein eftir, og það var ekki nóg.“
„Nei, það hefur líka verið erfitt í sveitinni.“
„O, já. Það var oft erfitt, en ekki hefði ég selt
allt og farið, ef börnin hefðu verið kyrr. Það er
eitthvert öfugstreymi í þessu öllu hjá manni. Mað-
ur átti oft lítið í búinu, en einhvern veginn var
það þó svona, að maður hafði meira öryggi. Hér
er ekkert annað, ef ekki fæst vinna og bein-
harðir peningar, en svelti, útburður og allsleysi.
VINNAN 23