Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 4
Við erum brennd og við erum að vanda okkur. Inga Sæland formaður Þú selur eignina aðeins einu sinni. Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 18:00 • OPIÐ FÖSTUDAGA 07:45 - 17:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI VESTFIRÐIR Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur ákveðið að selja um eitt hundrað leiguíbúðir og áformar að selja allt að 29 þjónustuíbúðir aldr- aðra á Hlíf. Er þetta gert til þess að losa fjármagn til byggingar knatt- spyrnuhúss og til þess að minnka efnahagsreikning bæjarins sem hefur þrengst verulega vegna farald- ursins. Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í- listans í minnihluta bæjarstjórnar, leggst gegn áformum um eigna- sölu til þess að takast á við vand- ann. „Þú selur eignina aðeins einu sinni,“ segir hún. „Salan tekur ekki á vandanum nema tímabundið. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti og ekki fara út í risastórar framkvæmdir þegar við höfum ekki efni á þeim.“ Bygging knattspyrnuhúss hefur verið í deiglunni um nokkurra ára skeið en tafist vegna skorts á til- boðum. Í sumar var undirrituð viljayfirlýsing við litháíska fyrir- tækið Huugas og kostnaðurinn er talinn vera öðru hvorum megin við hálfan milljarð króna. Áætlað er að byggja húsið á þessu ári. Arna segist vilja fresta þessum áformum sérstaklega ef það þýði sölu á þjónustuíbúðum. Betra sé að bærinn eigi íbúðirnar og hafi stjórn á þeim en að selja þær til einhvers félags. Íbúðirnar séu sérhannaðar og staðsettar við hlið heilbrigðis- stofnunarinnar. Með sölu hefði bærinn ekki lengur stjórn á leigu- verðinu, sérstaklega ef útvega þarf íbúð með stuttum fyrirvara. „Þetta er viðkvæmur hópur,“ segir hún. Birgir Gunnarsson bæjarstjóri segir sölu leiguíbúðanna eiga að standa undir kostnaði knatt- spyrnuhússins. Sú sala mun eiga sér stað yfir tveggja ára tímabil. Knattspyrnuhúsið eru þó ekki eina stórfjárfesting bæjarins á árinu því að einnig þarf að gera miklar fram- kvæmdir á höfninni og saman- lagður kostnaður verkefnanna um einn milljarður króna. Birgir segir hins vegar að þeir fjármunir sem myndu fást fyrir íbúðirnar á Hlíf yrðu nýttir til þjónustu við eldri borgara. „Þessar íbúðir eru litlar, um 50 til 60 fermetrar að stærð. Með sölu þeirra býðst tækifæri til þess að taka þátt í öðrum verkefnum fyrir þennan aldurshóp,“ segir Birgir. „Það er ekki búið að taka endan- lega ákvörðun um sölu.“ Jafnframt að enginn væntanlegur kaupandi sé kominn í startholurnar. Telur Birgir æskilegt að selja þjónustuíbúðirnar í heilu lagi með kvöðum um að búseta núverandi leigjenda yrði tryggð. Einnig að leigukjörin verði sambærileg og þau eru í dag. Hafa leigjendurnir á Hlíf verið upplýstir um þessi áform og vinna hefst nú við að verðmeta eignirnar. kristinnhaukur@frettabladid.is Stórfelld sala íbúða til þess að fjármagna knattspyrnuhús Minnihluti Ísafjarðarbæjar gagnrýnir bæjarstjórn fyrir áform um sölu nærri þrjátíu þjónustuíbúða fyrir aldraða. Nær væri að fresta áformum um byggingu knattspyrnuhúss. Bæjarstjóri segir sölu hundrað leiguíbúða verða nýtta til fjármögnunarinnar en ágóði af sölu þjónustuíbúða verði nýttur fyrir aldraða. Um 100 leiguíbúðir verða seldar og áform eru um sölu nærri 30 þjónustuíbúða aldraðra á Ísafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/SAJ STJÓRNMÁL Fyrsti frambjóðandi Flokks fólksins verður kynntur um helgina og að sögn formannsins Ingu Sæland er það kona. Frambjóð- endurnir verða kynntir reglulega fram á vorið en uppstilltir fram- boðslistar munu ekki liggja fyrir fyrr en seint í vor eða sumar. „Við erum brennd og við erum að vanda okkur,“ segir Inga en ró sé yfir flokksstarfinu núna. Tveir þing- menn flokksins, Karl Gauti Hjalta- son og Ólafur Ísleifsson, voru reknir úr f lokknum í nóvember árið 2018 eftir uppákomuna á Klausturbar. Inga er þögul um nöfn en segir að bæði hún og þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson muni leiða lista. Þau hafa verið í Reykja- víkurkjördæmi suður og Suðvestur- kjördæmi. Flokkurinn hefur haft sterkustu stöðuna í Reykjavík og hefur verið kallað eftir því að borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir bjóði fram krafta sína. Veitingamaðurinn Tómas A. Tómasson, Tommi á Búll- unni, hefur þegar lýst yfir framboði og skrifað það á húð sína með bleki. Þrír fyrrverandi þingmenn Frjáls- lynda flokksins hafa gengið í Flokk fólksins. Magnús Þór Hafsteinsson leiddi lista í Norðvesturkjördæmi árið 2017. Hann er í stjórn flokksins en hefur ekki tekið ákvörðun um framboð. Sigurjón Þórðarson hefur hins vegar hug á framboði. Sá þriðji er Grétar Mar Jónsson, en hann hefur þegar lýst því yfir að hann vilji setjast á þing fyrir f lokk- inn í Suðurkjördæmi. Óvissa ríkir um stöðuna í Norðausturkjördæmi en þar hefur f lokkurinn veikustu stöðuna og oddviti síðustu kosn- inga, Halldór Gunnarsson í Holti, sagði sig úr f lokknum eftir brott- rekstur félaga sinna. Flokkurinn náði tæpum sjö pró- sentum árið 2017 en hefur ekki mælst með mann inni í könnunum Fréttablaðsins. Síðasta könnun Maskínu bendir þó til að f lokkur- inn sé að rétta úr kútnum. – khg Fyrrum flokksmenn Frjálslynda flykkjast í Flokk fólksins VERKALÝÐSMÁL Helga Guðrún Jón- asdóttir tilkynnti í gær framboð sitt í formannskjöri VR og fer hún þar gegn Ragnari Þór Ingólfssyni sem hefur sinnt hlutverkinu undan- farin fjögur ár. Síðast bárust engin mótframboð og var Ragnar því sjálfkjörinn í annað kjörtímabil en nú fær Ragnar samkeppni frá fjöl- miðla- og stjórnmálafræðingnum Helgu Guðrúnu. Ekki er búið að gefa út dagsetningu kosninganna í ár en búast má við að þær fari fram á fyrri hluta ársins. Helga Guðrún var varaþingmað- ur Sjálfstæðisf lokksins á árunum 1999 til 2002. Þá var hún formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna og Kvenréttindafélags Íslands. Hún á að baki þrjátíu ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og sam- skiptastjóri. – kpt Helga fer gegn Ragnari hjá VR Helga Guðrún Jónasdóttir VIÐSKIPTI Alls ferðuðust 11.600 far- þegar með Icelandair í millilanda- f lugi í janúarmánuði sem er 94 prósent samdráttur á milli ára. Um átta þúsund farþegar f lugu til og frá Íslandi í janúarmánuði og 3.700 sem nýttu sér tengiflug frá Evrópu til Norður-Ameríku. Í uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 hjá Icelandair Group kom fram að heildartekjur fyrirtækis- ins lækkuðu um 81 prósent á þeim tíma. Fyrir vikið var rekstrartapið á þeim tíma 8,2 milljarðar króna og heildartap fyrirtækisins á árinu nam 51 milljarði. – kpt Farþegafjöldi Icelandair niður um 94 prósent 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.