Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 46
ÞETTA ÁTTI NÚ BARA
AÐ VERA LÉTTUR
HÚMOR INN Í ÞESSA PÓLITÍK. ÉG
HELD LÍKA AÐ ÞEKKING OKKAR,
HVERS OG EINS, SÉ SVONA
MISMIKIL Á ÞESSUM ÁGÆTU
ÞÁTTUM.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.
is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
BYGGINGARIÐNAÐURINN
Nánari upplýsingar veitir:
Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is • Sími 694 4103
Þriðjudaginn 23. febrúar gefur Fréttablaðið út sérblað um allt sem
viðkemur byggingariðnaðinum á Íslandi, hvort það eru bæjarfélög,
verktakafyrirtæki, trésmiðjur og söluaðilar byggingarvöru.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér got glýsingaplá s
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Þingf lokkur Framsókn-a r f lok k sins heg g u r aftur í sama dægur-menningarknérunn til þess að vekja athygli á opnum fundum sínum
með kjósendum.
Á sama tíma fyrir ári boðaði hóp-
urinn fundaferð umhverfis landið
með því að skella sér í hippalegt
Volkswagen-rúgbrauð mölbrot-
innar stórfjölskyldunnar í verð-
launamyndinni Little Miss Suns-
hine en nú þjappa þau sér saman,
öll sem eitt, eins og vinirnir Monica,
Chandler, Rachel, Joey, Ross og Pho-
ebe úr Friends-þáttunum.
Auglýsingunni er ætlað að vekja
athygli á því að á næstu dögum
verða ráðherrar og þingmenn Fram-
sóknar með opna Zoom-fundi á net-
inu. Vinafundunum fylgir að „fram-
farir og umbætur byggi á samvinnu
og samtali“ og þess vegna „ræðst
framtíðin á miðjunni“.
Þingfólkið skiptir sér niður á kjör-
dæmin og fundirnir eru kenndir
við þau sem „þessi með…“ rétt eins
og Friends-þættirnir voru forðum
nefndir til dæmis „þessi með
apanum“ og „þessi með ókeypis
kláminu“ svo tveir af þessum 236
séu nefndir.
Þessi með Willum…
Þingf lokksformaðurinn Willum
Þór Þórsson reið á vaðið í gærkvöld
með þessum með Willum í Suð-
vesturkjördæmi og í kvöld klukkan
20 verða þessir með Lilju Dögg og
Ásmundi Einari í Reykjavík og með
Líneik Önnu og Þórarni Inga í Norð-
austurkjördæmi.
„Þetta er nú bara eins og með
góðan húmor að við eftirlátum
hverjum og einum að finna út úr
því,“ segir Willum þegar hann er
spurður hvert þeirra sé eiginlega
hvaða vinur.
Í auglýsingunni hefur Willum
skipt um pláss við Matt LeBlanc í
hlutverki hins vel meinandi en held-
ur vitgranna leikara og óforbetran-
lega kvennabósa Joey Tribbiani. En
það er sem sagt engin ástæða til þess
að ráða eitthvað sérstakt í það.
„Þetta átti nú bara að vera léttur
húmor inn í þessa pólitík. Ég held
líka að þekking okkar, hvers og eins,
sé svona mismikil á þessum ágætu
þáttum en ég var ekki einu sinni
búinn að leiða hugann að því hver
ég gæti verið,“ segir Willum en bætir
við að þau í þingflokknum hafi eitt-
hvað kastað á milli sín í gríni hver
ætti að vera þessi eða hinn. „Ég átta
mig ekki alveg á því. Það verður að
viðurkennast.“
Hver er Rachel?
Willum segist aðspurður hafa séð
þátt og þátt í gegnum tíðina. „Það er
nú svolítið síðan en ég hafði nú allt-
af gaman að þessu. Skemmtilegar
týpur í þessu,“ segir Willum. Sam-
kvæmt uppröðuninni á auglýsing-
unni er Ásmundur Einar Daðason í
sporum kaldhæðna og seinheppna
brandarakallsins Chandler Bing og
Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur sess
hjartahlýju dekurrófunnar Rachel
Green.
Flokksformaðurinn og dýra-
læknirinn Sigurður Ingi Jóhanns-
son leysir steingervingafræðinginn
kvartsára Ross Geller af og þótt
sætaskipanin sé tilviljun háð er því
ekki að neita að ýmislegt formanns-
legt er í fari Ross sem þykir bráð-
gáfaður og klár þótt hann sé líka
klaufskur sérvitringur. Þá er hann
stoltur af annálaðri skynsemi sinni
þótt í honum bærist rómantískt
f lón og í gegnum þættina reynist
hann ítrekað ástríkasti vinurinn
og sá sem á auðveldast með að sýna
öðrum umhyggju.
Langt innan tveggja metra við
formanninn situr síðan Silja Dögg
Gunnarsdóttir í stað hinnar ráðríku
Monicu Geller sem Courteney Cox
gerði þráhyggjukennd skil í þáttun-
um og staða Phoebe Buffay kemur í
hlut Höllu Signýjar Kristjánsdóttur
sem státar þá af því að hafa fengið
úthlutað embætti furðulegustu en
sjálfsagt um leið skemmtilegustu
persónunnar í sextettinum.
Taka sig ekki of hátíðlega
„Það er nú bara til gamans gert að
vekja svona athygli á fundaher-
ferðinni og sýna að við erum sam-
hent fjölskylda í þessu verkefni,“
sagði Helgi Haukur Hauksson,
framkvæmdastjóri Framsóknar-
f lokksins, um þann djarfa leik í
fyrra að stilla þingf lokknum upp
sem kolklikkaðri fjölskyldu á barmi
taugaáfalls.
Friends-þættirnir þykja ekki hafa
elst sérlega vel þannig að enn og
aftur tekur þingflokkurinn áhættu
í auglýsingagríninu og í umræðum
um auglýsinguna á Facebook er hún
talin til marks um að Framsóknar-
flokkurinn sé nokkrum áratugum
á eftir.
Skökku skjóti við að tala um
framfarir en halda að Friends-
brandarar séu enn viðeigandi. Í
því sambandi er bent á að homma-
brandarar og gömul kynjapólitík
segi sitt um hversu gamaldags þætt-
irnir eru.
Sitt sýnist þó vitaskuld hverjum
og einn vill meina að Friends-grín
verði aldrei úr sér gengið þótt aug-
lýsingin veki engan sérstakan áhuga
hans á að rýna í stefnuskrá Fram-
sóknarf lokksins. Annar sér ekk-
ert athugavert við beina tilvísun í
þættina og finnur það helst að aug-
lýsinginni að í henni sé ekkert gefið
fyrir persónulegar sóttvarnir.
Willum segist alltaf hafa gaman
að því þegar fólk hefur skoðanir á
hlutunum og tilganginum er náð
ef umræður kvikna. „Við megum
heldur ekki taka okkur of hátíðlega
í þessari pólitík.“
Willum bætir við að þegar upp
er staðið snúist pólitíkin um að
„hlusta og hlera fólk og svona átta
sig á því hvar þjóðarröddin liggur“
og það ætli hann sér að gera á þess-
um Zoom-fundum með honum og
hinum vinunum í Framsókn. „Ég
vil helst helst tala minna og hlusta
meira,“ segir hann og útilokar þar
með Chandler Bing.
toti@frettabladid.is
Þessi með Framsóknarflokknum …
Þingflokkur Framsóknarflokksins setur sig í stellingar vinanna í Friends. En er þá Sigurður Ingi Ross? Passar Lilja
Dögg í sæti Rachel? Hver og einn verður að finna út úr því segir Willum Þór sem gæti verið Joey. Eða Chandler?
Vinirnir eru bara sex í þáttunum en í Framsókn eru þau átta með Líneik Önnu og varaþingmanninn Þórarinn Inga
hvort á sínum kantinum. Þau gætu til dæmis verið ígildi hinnar raddsterku Janice og kaffibarþjónsins Gunther.
Allir vildu Rachel kveðið hafa en er hún Lilja? Eða Monica eða jafnvel
Phoebe sem gerði garðinn frægan með laginu um daunilla köttinn?
Willum Þór Þórsson
9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð