Fréttablaðið - 09.02.2021, Side 18
Advania býður upp á vef-lausnina Signet til að undir-rita skjöl rafrænt á þægi-
legan og einfaldan hátt.
„Okkar markmið er að spara
fólki sporin, þannig að það þurfi
ekki að flakka á milli staða til að
undirrita umsóknir, eyðublöð og
samninga,“ segir Atli Örn Egilsson,
sölusérfræðingur hjá Advania.
Signet gerir fyrirtækjum kleift
að veita viðskiptavinum sínum
betri þjónustu og flýta fyrir ferlinu
við að ganga frá undirskriftum á
skjölum.
„Við sjáum til dæmis stéttar-
félög nota Signet í miklum mæli
til að undirrita umsóknir um
styrki en áður þurfti fólk að mæta
á staðinn og fylla út umsókn
sem er núna hægt að skila inn
í símanum,“ segir Atli. „Á sama
tíma hjálpar Signet fyrirtækjum
að vera umhverfisvænni með því
að minnka útprentun og spara
ferðir á mill staða eingöngu til að
undirrita.“
Rafrænar undirritanir eru þægi-
legar í notkun og auðvelda bæði
rekstraraðilum og viðskiptavinum
lífið á sama tíma.
„Advania veitir alhliða þjónustu
í upplýsingatækni og er eitt stærsta
fyrirtækið sinnar tegundar á
Íslandi. Fyrirtækið er einnig hluti
af norrænni samsteypu og er með
starfsstöðvar á öllum Norður-
löndunum,“ segir Atli. „Fyrirtækið
getur séð um alhliða upplýsinga-
tæknirekstur og leggur mikið
upp úr góðri þjónustu við við-
skiptavini. Starfsfólk Advania býr
einnig yfir gríðarlegri reynslu en
fyrirtækið býr að því að hafa verið
til síðan á fyrri hluta 20. aldar og
reynslan veitir okkur sérstöðu.
Advania býður upp á fjölmargar
lausnir fyrir fólk og fyrirtæki og
Signet rafrænar undirritanir er
gríðarlega spennandi lausn sem
hefur virkilega nýst viðskipta-
vinum vel,“ segir Atli.
„Signet virkar þannig að þú setur
inn skjöl sem á að undirrita, velur
viðtakendur sem þurfa að skrifa
undir og sendir þau svo út. Þá fá
allir tilkynningu og geta skráð sig
inn með rafrænum skilríkjum og
undirritað skjöl með fullgildum
rafrænum undirritunum heima í
sófa,“ útskýrir Atli. „Það þarf því
ekki að koma á staðinn, hittast
eða bíða eftir að einhver komi frá
útlöndum til að klára málin.“
Sparar spor og eykur öryggi
Signet hefur verið í smíðum hjá
okkur frá árinu 2008 og við erum
ávallt að bæta við lausnina til að
mæta þörfum viðskiptavina enn
betur,“ segir Atli. „Bráðlega verður
til dæmis þeim möguleika bætt við
að geta sent mörg skjöl í einu þegar
það þarf margar undirritanir á
pakka af skjölum, vegna þess að
viðskiptavinir hafa óskað sérstak-
lega eftir þessu.
Signet er hannað af öryggissér-
fræðingum Advania. Mikil áhersla
er lögð á öryggi og notendur geta
treyst því að aðeins undirrit-
endur fái aðgang að skjölunum.
Aðgangur að Signet er varinn
með rafrænum skilríkjum og öll
samskipti eru dulkóðuð,“ útskýrir
Atli. „Undirritanir í Signet eru með
vottaðri tímasetningu og því þarf
fólk ekki að votta skjölin eins og
tíðkast hefur lengi.
Það að geta bara klárað umsókn
eða samþykkt eitthvað í símanum
er talið hluti af góðri þjónustu í
dag, þannig að þetta bætir upp-
lifun viðskiptavina,“ segir Atli.
„Fyrirtæki sækjast líka eftir þessu
til að stytta ferilinn við að fá sam-
þykki til að geta farið að vinna
verkin fyrr.“
Hentar öllum
gerðum reksturs
„Við sáum gríðarlega aukningu
í rafrænum undirritunum og
notkun á Signet á síðasta ári og
rafrænar undirritanir hjálpuðu
fyrirtækjum að láta viðskipti
halda áfram þrátt fyrir samkomu-
takmarkanir,“ segir Atli. „Flestir
hafa líka undirritað eitthvað í
gegnum Signet á einn eða annan
hátt, því þessi lausn nýtur mikilla
vinsælda hjá litlum og stórum
aðilum.
Eina forsendan fyrir því að nota
Signet er að vera með rafræn skil-
ríki hjá Auðkenni. Viðskiptavinir
okkar eru bæði stofnanir með yfir
1000 starfsmenn og einyrkjar, því
þetta hentar öllum gerðum fyrir-
tækja og reksturs,“ segir Atli. „Við
bjóðum upp á mjög gott verð og
það er mjög einfalt og f ljótlegt að
taka kerfið í notkun.“
Nánari upplýsingar um Signet er
að finna á heimasíðu Advania,
www.advania.is.
Signet sparar fólki sporin
Signet veflausnin frá Advania gerir fólki kleift að undirrita skjöl og samninga rafrænt. Þannig ein-
faldar Signet rekstur fyrirtækja, bætir þjónustu og minnkar kolefnisspor fyrirtækjanna.
Atli Örn Egilsson, sölusérfræðingur hjá Advania, segir að markmið Advania sé að spara fólki sporin þannig að það þurfi ekki að flakka um til að fá undirritanir á skjöl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við sjáum til
dæmis stéttarfélög
nota Signet í miklum
mæli til að undirrita
umsóknir um styrki en
áður þurfti fólk að mæta
á staðinn og fylla út
umsókn sem er núna
hægt að skila inn í sím-
anum.
Atli Örn Egilsson
4 KYNNINGARBLAÐ 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Þ R I ÐJ U DAG U RUPPLÝSINGATÆKNI