Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 31
er hins vegar algeng þegar kemur
að tengingum og hún getur verið
tímafrek og dýr. En við getum
allt og ef við fylgjum ekki hinum
stöðugu hræringum í vefheim-
inum getum við alveg eins pakkað
saman og lokað.“
Spennandi nýjungar
í kortunum
Hún segir fjölmargar spennandi
nýjungar í kortunum. „Ein mest
spennandi nýja varan okkar er
WooCommerce viðbót eða Plugin
sem við smíðuðum við Dokobit
en sú viðbót gefur Wordpress og
WooCommerce vefsíðum tækifæri
til rafrænna auðkenninga og raf-
rænnar undirritunar. Samstarfsað-
ili okkar er Dokobit en þeir eru
með allar vottanir og gæðastaðla
samkvæmt EU reglugerðum og
eru rafrænar undirritanir Dokobit
löglega bindandi og hafa rétt-
aráhrif alls staðar í Evrópu,“ segir
hún og bendir á að fasteignasalar
hafi til dæmis tekið upp þessa
aðferð í sínu starfi. „Þeir spara
þannig bæði eigin tíma og tíma
viðskiptavina með því að senda
kauptilboð og samninga rafrænt
til aðila.“ Félagsstofnun Stúdenta
nýtir tæknina einnig en í dag bjóða
Stúdentagarðar og leikskólar FS
upp á rafræna undirritun húsa-
leigusamninga og dvalarsamninga
á leikskólunum.
Næturhamur slegið í gegn
Sigríður bendir á að vefurinn sé í
stöðugri þróun og það viðmót sem
notendur búist við sé síbreytilegt.
„Fyrir fáum árum þótti það mjög
góð viðbót að vefsíður aðlöguðust
snjalltækjum sérstaklega, en í
dag kemur ekki annað til greina
að smíða vefsíðu sem „skalanleg“
er á öll tæki. Notendur búast við
þannig svörun,“ segir hún. Sem
annað dæmi um aðlögun nefnir
hún einnig næturham eða „dark
mode“ sem dregur úr skaðlegum
áhrifum tölvu- og snjalltækjanotk-
unar á svefn. „Í kjölfar umræðu
um ljósmengun og slæm áhrif ljóss
á nætusvefn, og eftir því sem við
notum internetið meira og meira, á
öllum tímum dags hafa stýrikerfi á
síðustu misserum bætt við nætur-
ham, þannig að viðmótið sé þægi-
legra fyrir augun ef að notandi er
að nota tæki seint á kvöldin eða í
myrkri. Þetta hefur slegið í gegn og
notendur eru strax farnir að búast
við því að smáforrit og vefsíður
fari eftir stillingum í tækjunum
þeirra,“ segir hún og bætir við:
„Næturhamur hentar einnig vel
þeim sem búa við sjónskerðingu,
lesblindu eða annað sem hefur
áhrif á lestur í tölvum eða snjall-
tækjum.“
Netheimur leggur ríka áherslu
á að viðhalda háu þjónustustigi
og góðu og einföldu aðgengi að
þjónustunni. „Við sem vinnum
í þessum geira verðum alltaf að
muna að við erum að búa til vörur
og upplifanir fyrir almenning, og
þess vegna verðum við að leggja
mikla áherslu á aðgengismál.“
Öryggi snjalltækja – Sophos
Netheimur á marga góða sam-
starfsaðila og má þar nefnda
Sophos Security en þeir bjóða upp
á öryggislausnir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki og brenna fyrir barátt-
unni gegn netárásum og nú er
herjað á öll tæki. „Sophos Intercept
X for Mobile er til að mynda frítt
í síma og er hægt að nálgast bæði
í App Store og Google Play,“ segir
Sigríður. „ Við hvetjum alla til að
verja tækin sín því það er gríðar-
legt tjón að missa allt sitt í hendur
stórtækra netþjófa og svo ekki sé
minnst á kostnaðarsamt.“
Nánari upplýsingar um Netheim
má finna á www.netheimur.is
Ein mest spenn-
andi nýja varan
okkar er WooCommerce
viðbót eða Plugin sem
við smíðuðum við Doko-
bit.
Sigríður Sigmarsdóttir
Netheimur hefur frá upphafi verið í eigu Ellerts Kr. Stefánssonar og Guðmundar Inga Hjartarsonar. Hér eru Ellert og Sigríður á skrifstofunni.
Netheimar sinna alhliða upplýsingatækniþjónustu fyrir fyrirtæki, allt frá tölvuuppsetningum og tengingum við prentara til hýsinga, vefsíðugerðar og
Business Central bókhaldslausna. Netheimur leggur ríka áherslu á að viðhalda háu þjónustustigi og góðu og einföldu aðgengi að þjónustunni.
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 UPPLÝSINGATÆKNI