Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 44
B reskir og íslenskir fjöl-miðlar hafa f jallað um um nýtilkominn íslenskan ríkisborgara-rétt tónlistarmannsins Damons Albarn, sem
hann fékk nú fyrir stuttu.
Þegar saga okkar Íslendinga í
þessum málaf lokki er skoðuð er
nokkuð ljóst að þegar óskað er
eftir ríkisborgararétti, þá skiptir
máli hvort þú ert Jón eða séra Jón.
Í f lestum tilfellum ratar það ekki
í f jölmiðla þegar einstaklingur
fær íslenskan ríkisborgararétt en
stundum vekur það heimsathygli,
líkt og í tilfelli Bobbys Fischer árið
2005. Handboltakappinn Róbert
Julian Duran ona varð þjóðhetja
eftir magnaða frammistöðu sína
með íslenska landsliðinu, en hann
fékk ríkisborgararétt árið 1996. Ída
Jónasdóttir sigraði hug og hjörtu
landsmanna þegar hún sýndi okkur
hvernig það er að lifa í núinu og
prófa nýja hluti, þrátt fyrir að vera
á tíræðisaldri. Hún fékk íslenskan
ríkisborgararétt að nýju árið 2019
og bauð öllum Íslendingum í partí.
Einleikspíanistinn Ashkenazy
fékk íslenskt ríkisfang árið 1972
eftir að hafa neitað að snúa aftur
til Sovétríkjanna frá London með
eiginkonu sinni, píanóleikaranum
Þórunni Jóhannsdóttur.
steingerdur@frettabladid.is
Velkomnir
ríkisborgarar
Tónlistarmaðurinn Damon Albarn fagnar
íslenskum ríkisborgararétti sem hann fékk
á dögunum. Hann tilheyrir nú hópi þekktra
útlendinga sem þurftu engan undirskriftar-
lista til að fá ríkisborgararétt. Bobby Fischer
er líklega sá eftirminnilegasti í seinni tíð en
ýmsir leynast í klúbbi nýrra Íslendinga.
Bobby Fischer
Einn besti skákmaður allra tíma, alþjóðlegi meistar-
inn Bobby Fischer, fékk íslenskan ríkisborgararétt
árið 2005. Þetta gerðist í kjölfar þess að hann var
handtekinn í Japan fyrir að vera í raun án ríkisfangs.
Hann hafði búið í Japan um skeið og var handtekinn
á flugvellinum þegar hann var á leið sinni til Manilla á
Filippseyjum. Bandarískt vegabréf hans var gert
ógilt árið 2003 vegna handtökuskipunar sem gefin
var út á hann fyrir að hafa áður brotið gegn settum
höftum gegn Júgóslavíu. Fischer vildi forðast að
vera framseldur til Bandaríkjanna og sendi því ríkis-
stjórn Íslands bréf þar sem hann óskar eftir ríkis-
borgararétti. Hann átti sterk tengsl við landið eftir
að hafa unnið heimsmeistaratitilinn í skák hér á
landi gegn Boris Spassky árið 1972. Hér eignaðist
hann góðan vin í lögregluþjóninum Sæmundi Páls-
syni, betur þekktum sem Sæmi Rokk. Hann starfaði
sem lífvörður Fischers á meðan hann var hér á landi.
Fyrst um sinn voru íslensk stjórnvöld treg til að
veita honum ríkisborgararétt en með milligöngu
skákmeistarans Williams Lombardy ákvað Alþingi
að veita Bobby sérstaka undanþágu. Hann bjó hér
á landi til dánardags, árið 2008, og er grafinn við
Laugardælakirkju sem er rétt fyrir utan Selfoss.
Damon Albarn
Forsprakki hljómsveit-
anna Blur og Gorillaz fékk
íslenskan ríkisborgararétt nú á
dögunum. Albarn, sem fæddist
í London 1968, hefur lengi haft
sterk tengsl við landið. Hann
kom hingað fyrst árið 1996. Í
viðtali við The Guardian árið
2012 sagðist hann hafa endur-
tekið dreymt draum um svartar
strendur í æsku. Einn daginn hafi
hann fyrir tilviljun séð sjónvarps-
þátt um landið. „Þannig að ég tók
næstu vél þangað. Ég var bara
einn og þekkti engan. Ég fór á
Laugaveginn, þar sem barirnir
eru.“ Fimmta plata Blur var tekin
upp hérlendis. Damon heillaðist
af landi og þjóð og hefur átt
hús í Grafarvoginum um nokk-
urt skeið. Páll Magnússon hitti
tónlistarmanninn í Alþingis-
húsinu í mars í fyrra og sagðist
í Facebook-færslu ekki hafa séð
betur en að Albarn væri að sækja
um ríkisborgararétt, sem honum
var veittur janúar. Getgátur eru
um að það að tónlistarmaðurinn
hafi loks látið slag standa núna
tengist á einhvern hátt Brexit,
auðvitað er þó ekki hægt að stað-
hæfa neitt um það.
Ída Jónasdóttir Herman
Ída Jónasdóttir Herman fæddist vissulega á Íslandi,
árið 1925, en þegar hún var ung kynntist hún
bandarískum hermanni, Delbert Herman. Þau voru
trúlofuð aðeins 48 klukkustundum eftir að hafa
kynnst. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að fá
leyfi til að giftast bandarískum hermanni og missti
íslenska ríkisborgararéttinn sinn í kjölfarið vegna
þágildandi laga. Ída vakti fyrst athygli hér á landi
fyrir mikla ævintýramennsku þrátt fyrir að vera á
tíræðisaldri og RÚV gerði heimildarmyndina Aldrei
of seint um hana. Hún fór í ísklifur og svifvængja-
flug þegar hún var 93 ára gömul. Ída endurheimti
íslenskan ríkisborgararétt sinn í júní 2019. Mánuði
síðar sótti hún landið heim og hélt veislu á Hress-
ingarskálanum til að fagna áfanganum. Ída lýsti því
yfir að öllum væri boðið að koma að fagna með
henni. Ída lést í október sama ár, þá 94 ára að aldri.
Róbert Julian Duranona
Handboltakappinn Roberto Julian Duranona fædd-
ist á Kúbu árið 1965. Hann vakti fyrst athygli fyrir
hæfni sína í íþróttinni á heimsmeistaramótinu í
Sviss árið 1986. Duranona sagði á sínum tíma að
handboltinn hafi ekki hafa verið sérstaklega vinsæl
íþrótt á Kúbu. Hann kynntist Íslendingnum Andrési
Péturssyni síðar í Tékkóslóvakíu og tókst á með
þeim góður vinskapur. Andrés bað Duranona að láta
sig vita hefði hann áhuga á að spila annars staðar
en á Kúbu. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2001
sagðist Duranona ekki hafa talið sig geta fram-
fleytt sér á íþróttinni einni saman þar í landi, þar
sem lítið var um atvinnumennsku. Haustið 1994 var
kúbanska liðið statt í Argentínu í æfingabúðum. Þá
ákvað Duranona að láta sig hverfa úr landsliðs-
hópnum. Vegna pólitísks landslags á Kúbu á þessum
tíma varð Duranona í raun án ríkisfangs í kjölfarið.
Honum bauðst að fara ýmist til spænsks félagsliðs
eða KA á Akureyri, sem hann þáði. Árið 1996 fékk
hann svo íslenskan ríkisborgararétt og spilaði heilt
yfir um sextíu leiki fyrir íslenska landsliðið.
Vladimir Ashkenazy
Einleikspíanistinn og hljómsveitastjórnandinn
Vladimir Ashkenazy fæddist í Gorkíj í Rússlandi
árið 1937. Árið 1961 kvæntist hann hinni íslensku
Þórunni Jóhannsdóttur en þau kynntust þegar hún
var við nám við Moscow Conservatory. Til að þau
gætu gifst þurfti Þórunn að afsala sér íslenskum
ríkisborgararétti sínum og formlega lýsa því yfir
að hún vildi búa í Sovétríkjunum. Ashkenazy var
lengi meinað að ferðast út til vestursins en fékk
það svo í gegn að fá heimsækja tengdaforeldra
sína, foreldra Þórunnar, í London, þar sem þau voru
búsett. Í kjölfarið neituðu hjónin að snúa aftur til
Sovétríkjanna, en Nikita Kruschev skrifaði um málið
í ævisögu sinni. Árið 1968 ákváðu þau að flytja til
Íslands. Ashkenazy fékk svo íslenskan ríkisborgara-
rétt árið 1972 og vakti það heimsathygli, enda einn
fremsti hljómsveitastjórnandi í heiminum. Hann
stóð meðal annars að stofnun Listahátíðar Reykja-
víkur árið 1970. Hjónin fluttu árið 1978 til Sviss og
búa þar enn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MYND/LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS
9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ