Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Ef Nígería er svo öruggur staður hefði Uhunoma þá lent í þeim aðstæðum sem hann gerði? Íslensk lög virðast þó hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnu- þátttöku eldri borgara. Það er hagkvæmt fyrir íslenskt samfélag ef sem flestir vinna og rannsóknir hafa sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Íslensk lög virðast þó hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnu­ þátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sé refsað fyrir atvinnuþátt­ töku í formi slíkra skerðinga. Árið 2017 birti FEB (Félag eldri borgara) greinar­ gerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnu­ tekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og það er vel hugsanlegt að ríkissjóður gæti haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Þrátt fyrir það hefur núverandi ríkisstjórn haldið því fram að afnám þessara skerðinga geti kostað ríkissjóð nokkra milljarða króna. Ef við gefum okkur að það sé rétt þá getum við samt sem áður leyft öldruðum að vinna án skerðinga með því að breyta forgangsröðinni á því hvernig við eyðum opinberum fjármunum. Þegar farið er yfir fjárlög núverandi ríkisstjórnar rekur maður augun í alls konar furðuleg forgangsmál; 160 milljónir fara í styrki til minkaeldis, 400 mill j­ ónum hefur verið veitt í rekstrarstuðning til fjölmiðla sem flestir eru í eigu ríkra auðmanna og RÚV kostar okkur fimm milljarða á hverju ári, auk þess að fá u.þ.b. tvo milljarða í auglýsingatekjur sem annars myndu dreifast á aðra fjölmiðla. Síðustu ár hefur ríkið greitt um fimm milljarða króna styrk til stjórnmálaflokka. Þótti flestum það nóg, en þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda tók hún þá ákvörðun að hækka styrki úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka um 127 prósent. Með réttum forgangi er hægt að afnema skerðingar á atvinnutekjur aldraðra núna strax. Eina sem vantar er vilji stjórnvalda. Afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksins Undanfarið ár hefur heimurinn minnkað. Áþekkar reglur hafa gilt um íbúa heimsins vegna heimsfaraldurs sem ekki fer í manngreinarálit og virðir ekki landamæri. Við erum einhvern veginn öll á sama báti, við upplifum öll skert lífsgæði og við bíðum öll eftir bólusetningu. Þessi erfiða staða hefur stuðlað að sameiningu mannkyns, eða hvað? Á sama tíma banka íslenskir lögregluþjónar upp á hjá Uhunoma Osayomore: Það á að senda hann aftur til Nígeríu, heimalandsins þar sem hann horfði upp á móður sína myrta, þar sem hann var beittur líkam­ legu ofbeldi og honum var nauðgað, þaðan sem hann var seldur mansali til Líbíu. Uhunoma er ekki nema 21 árs gamall en hefur þó á undanförnum fimm árum þurft að þola meira en flestir Íslendingar geta gert sér í hugarlund. Aðeins 16 ára gamall horfði hann upp á föður sinn myrða móður hans, sami faðir beitti hann harkalegu ofbeldi og systir hans lést af slysförum. Hann lenti í klóm þrælasala sem seldu hann til Líbíu þar sem hann bjó við ofbeldi og erfiðar aðstæður. Hann var látinn vinna á melónuakri og gista í fjárhúsi í sjö mánuði eða þar til hann flúði á fleka til Ítalíu. Ferðin þangað gekk brösuglega og sökk flekinn með þeim afleiðingum að nokkrir far­ þegar drukknuðu og Uhunoma var bjargað í land. Á Ítalíu hraktist hann á milli f lóttamannabúða í þrjú ár eða þar til hann komst fyrir tilviljun hingað til lands. Á Íslandi hefur hann þrifist vel og kynnst fjöl­ skyldu sem tekið hefur honum opnum örmum, jafnvel reynt að ættleiða hann sem ekki var mögulegt vegna aldurs. Hann býr hjá þeim og hefur sótt aðstoð vegna andlegra veikinda hér á landi, hann hefur eignast vini og fengið tilboð um atvinnu. En honum hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Ekki vegna þess að frásögn hans um óbærilegar aðstæður sé dregin í efa heldur þar sem álit hérlendra yfirvalda er það að í Nígeríu sé hann öruggur. Þurfi hann aðstoð geti hann sótt hana til gjörspilltrar lögreglunnar í heimalandinu og við andlegum veikindum sínum geti hann leitað til einna 300 geðlækna landsins sem sinna 200 milljónum íbúa. Uhunoma er skilgreindur sem fullorðinn ein­ hleypur karlmaður frá landi þar sem ekki ríkir stríð svo hann er í hópi þeirra sem ólíklegastir eru til að fá alþjóðlega vernd hér á landi. Sú regla er ekki tilkomin að ástæðulausu en ef við ætlum að standa við það að vera samfélag sem ber virðingu fyrir mannréttindum þá hreinlega verðum við að skoða tilfellin betur en aðeins sem tölfræði á blaði. Ef Nígería er svo öruggur staður hefði Uhunoma þá lent í þeim aðstæðum sem hann gerði? Uhunoma þekkir verstu hliðar mannlegrar tilveru – sýnum honum nú þær bestu. Uhunoma Osayomore Egill snýr aftur Egill Helgason sneri aftur í Silfrið á sunnudaginn eftir langa fjarveru og f lest bendir til þess að Egill hafi engu gleymt. Þáttinn hóf hann með stæl þegar hann atti saman Ólínu Þor- varðardóttur og Stefáni Einari Stefánssyni. Þótt ekki hafi soðið upp úr var slíkt hvergi nærri útilokað og spjallþættir fá varla betra fjörefni en tilfinningu áhorfenda fyrir því að allt geti gerst í beinni. Þá stimplaði aftur- genginn Egill sjálfan sig rækilega inn í með því að setja fókusinn á stöðu drengja í menntakerfinu og uppskar víða þakkir á sam- félagsmiðlum. Ónot og óþverri Agli var þó ekki aðeins tekið fagnandi á Facebook þar sem hann fékk einnig skammir í hatt- inn frá Einari Steingrímssyni stærðfræðingi þannig að allt er þá nokkurn veginn nákvæm- lega eins og það á að vera. Einari of bauð samtal Egils og Halldóru Þorsteinsdóttur, héraðsdómara og lektors, um hatursorðræðu netdólga þar sem Egill spurði hvort ekki þurfi að láta reyna meira á slíkt fyrir dómstólum. „Fína fólkið vill fá að hirta pöpulinn fyrir að tjá ljótar og vondar hugsanir,“ skrifaði Einar og sendi Agli pillu fyrir að boða hömlur á tjáningu hafandi „heilan þátt til að stjórna sam- félagsumræðunni.“ toti@frettabladid.is 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.