Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 6
Aðeins foreldrar á Íslandi og á Möltu telja hópa á Facebook vera góða aðferð til að eiga í samskiptum við aðra foreldra. REYKJAVÍK SAMFOK, Samtök for- eldra grunnskólabarna í Reykjavík, hafa óskað eftir fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar til að ræða ástand húsnæðis Foss- vogsskóla og líðan barna sem finna enn fyrir myglueinkennum þrátt fyrir að búið sé að ráðast í umfangs- miklar framkvæmdir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru tekin sýni um mánaðamótin nóvember/ desember í fyrra, voru svo f leiri sýni tekin síðar í desember sem send voru í tegundagreiningu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ. NÍ hefur lokið greiningu en niður- stöðurnar verða ekki gerðar opin- berar fyrr en Verkís skilar skýrslu til Reykjavíkurborgar, verður það gert á næstunni. Sigríður Björk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri SAMFOK, segir þetta ferli taka of langan tíma. Veik börn séu í skólanum og það liggi fyrir að veikindin megi rekja til myglu í hús- næðinu. Eitt barn er nú þegar f lutt úr hverfinu og farið úr skólanum vegna mygluvandans. „Við erum komin á þann stað að börn eru farin að fela einkenni sín fyrir foreldrum vegna þess að þau eru hrædd um að þurfa að skipta um skóla.“ Fram kom í yfirlýsingu Reykja- víkurborgar sem send var í des- ember í kjölfar fyrirspurna Frétta- blaðsins að starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs og annað starfsfólk borgarinnar sem hefur komið að málefnum Fossvogsskóla hafi ætíð hlustað á bæði foreldra og foreldra- ráð skólans og tekið fullt mark á þeim athugasemdum og ábend- ingum sem komið hafa fram. „Hús- næðið hefur allt verið tekið í gegn og komið í veg fyrir rakavandamál,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigríður segir mikið vantraust í garð borgarinnar. „Það vantar málsvara barnanna í kerfinu, þess vegna er svo mikilvægt að hægt sé að leita til okkar. Það á ekki að vera þannig að foreldrarnir, sem hafa staðið sig gríðarlega vel í þessu máli, séu einir að berjast við kerfið.“ Ragnheiður Davíðsdóttir, for- maður SAMFOK og áheyrnar- fulltrúi foreldra barna í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að hún hafi óskað eftir því að málið verið sett á dagskrá ráðsins sem fyrst. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að það sé gott sam- starf milli okkar, skólans, foreldra, radda barnanna og sviðsins. Þetta sé alvöru samstarf og gert af góðum hug þannig að enginn bakki í vörn, heldur að þetta sé lagað þannig að ekkert barn finni fyrir einkennum í húsnæðinu,“ segir Ragnheiður. Sigríður segir augljóst að mál Fossvogsskóla verði ekki það síð- asta sem komi upp. „Okkur hafa borist frásagnir af rakaskemmdum og grun um myglu frá fleiri skólum í borginni en málin eru viðkvæm og fólk forðast að ræða þau,“ segir hún. Nota þurfi reynsluna af hvað hafi gengið vel og hvað fór úrskeiðis í til- felli Fossvogsskóla til að sambærileg máli fari ekki sömu leið. „Það er til- viljanakennt hvernig staðið er að þessu, Kársnesskóli var rifinn, farið var í viðgerðir á Fossvogsskóla en enn eru börn veik,“ segir Sigríður. „Stóra málið er fjármagn til að ferli sé til staðar, hvergi í kerfinu verði árekstrar við opinbera aðila eða verktaka sem trúi ekki á tilvist myglu. Ef borgin getur ekki tryggt að engin skaðleg mygla sé í skóla- húsnæði þá verður ríkið að grípa inn í.“ Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins munu leggja fram tillögu í skóla- og frístundaráði í dag um að leitað verði að myglu í nokkrum grunn- skólum: Breiðagerðisskóla, Réttar- holtsskóla, Hvassaleitisskóla, Álfta- mýrarskóla og Laugarlækjarskóla. „Við viljum að ástand grunnskóla Reykjavíkur sé tekið út og foreldrar upplýstir um ástand húsnæðisins,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi. arib@frettabladid.is Reyna að fela myglueinkenni SAMFOK hafa óskað eftir fundi með skóla- og frístundasviði vegna myglueinkenna barna í Fossvogs- skóla. Framkvæmdastjóri samtakanna segir dæmi um að börn feli einkennin fyrir foreldrum sínum. Skólanum var lokað að hluta til vorið 2019 eftir að mygla fannst í húsnæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meira á frettabladid.is Okkur hafa borist frásagnir af raka- skemmdum og grun um myglu frá fleiri skólum í borginni en málin eru viðkvæm og fólk forðast að ræða þau. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri SAMFOK SAMFÉLAG Rúmlega helmingur for- eldra taldi það áskorun að samræma vinnu við skólastarf barna sinna í faraldrinum. Almennt voru foreldrar jákvæðir í garð fjarkennslu í skólum en stór hluti taldi þó að skólar þyrftu að bæta sig í fjarkennslunni. Var þekkingarleysi eða skortur á búnaði helsta áskorunin fyrir foreldra. Þetta kemur fram í niðurstöðum samevrópsku foreldrakönnunar- innar, Digital Citizenship Educa- tion Survey, 21.000 foreldrar svör- uðu könnuninni, þar á meðal 280 á Íslandi. Þá nefndu foreldrar það mikla áskorun að ná jafnvægi milli skjá- tíma barna og hreyfingar. Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, segir skjátíma ungmenna hafa farið úr bönd- unum í faraldrinum. „Það var mikil vitundarvakning varðandi skjátíma ungmenna fyrir faraldurinn, hann fór alveg úr böndunum í faraldr- inum og er það mjög skiljanlegt. Næsta áskorun er að ná jafnvæginu til baka,“ segir hún. Foreldrar voru beðnir um að telja upp reglur á heimilinu. Algengustu reglurnar í tengslum við netnotkun voru að eyða aldrei peningum foreldra án leyfis, leita til þeirra þegar ung- mennin sjá eitthvað ógnvænlegt og að virða samskiptareglur. Flestir foreldrar hafa rætt við börnin sín um neteinelti, en fáir voru með reglur um skjátíma. Foreldrar yngri barna eru dug- legri að kynna sér efnið sem börnin nota á netinu. Var það áberandi í niðurstöðunum að um 13 ára aldur slaka foreldrar verulega á eftirliti og afskiptum af netnotkun ungl- inganna. „Við erum mörg orðin alveg ónæm fyrir aldursviðmiðum en eins og í öðrum hlutum uppeld- isins er mikilvægt að slaka á þegar börn verða unglingar en alls ekki sleppa tökunum. Við þurfum að vera meðvituð um það sem ungling- arnir eru að gera á netinu, setja heil- brigð mörk og veita þeim aðhald,“ segir Hildur. Foreldrar á Íslandi eru í þriðja sæti í Evrópu um að það helsta sem þau geri með barni sínu á netinu sé að eiga í samskiptum. Ísland er svo í efsta sæti þegar kemur að því að horfa á myndbönd á netinu. – ab Skjátími ungmenna fór úr böndunum í kórónaveirufaraldrinum Meira á frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Fyrst að ástandið var orðið svona þá erum við sátt við að það sé einhver rekstraraðili kom- inn,“ segir Matthildur Ásmundar- dóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar, um þá lausn að Vigdísarholt ohf., sem þegar rekur hjúkrunarheimilin Sunnuhlíð í Kópavogi og Seltjörn á Seltjarnarnesi, taki við rekstri Skjólgarðs. Lang varandi viðræður hafa verið í gangi milli Hornafjarðar og f leiri sveitarfélaga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar um rekstur sveitarfélaganna á hjúkrunarheimilum. Málið hefur snúist um fjármögnun hjúkrunar- heimilanna sem sveitarfélögin hafa rekið með samningi við Sjúkra- tryggingar. „Þetta er vanfjármagnaður rekst- ur,“ segir Matthildur. Í Skjólgarði til dæmis hafi rekstrarhallinn numið 130 milljónum króna í fyrra. Það sé ekki verjandi að leggja slíkan kostn- að á útsvarsgreiðendur í Hornafirði þegar hann eigi lögum samkvæmt að greiðast af ríkinu. Aðspurð kveðst Matthildur ekki hafa neina sérstaka ástæðu til að ætla að þjónustan í Skjólgarði verði lakari en nú sé þegar Vigdísarholt tekur við rekstrinum. „En það er náttúrlega hættan, ef f járhags- ramminn verður sá sem hann hefur verið, að ekki verði hjá því komist að það verði einhver þjónustu- skerðing. Við hræðumst það að sjálfsögðu,“ segir hún. Aðspurð um þá um það bil fimm- tíu starfsmenn sem vinna í Skjól- garði segir bæjarstjórinn að rétt- indi þeirra séu tryggð í gegn um lög um aðilaskipti. Fólkið haldi því vinnunni. – gar Opinbert hlutafélag tekur við rekstri Skjólgarðs á Hornafirði Skjólgarður, hjúkrunarheimilið á Höfn í Hornarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Í dag eru tvö ár liðin frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Jón Þröstur var í fríi í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Sást hann síðast á öryggismyndavélum á gangi frá hótelinu þar sem hann dvaldi. „Málið er á forræði írsku lögregl- unnar og erum við í samskiptum við þá vegna málsins. Það er ekkert nýtt til að greina frá á þessu stigi,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Fjölskylda Jóns Þrastar lagði sig alla fram til að vekja athygli á mál- inu á Írlandi en þrátt fyrir mikla leit er ekkert vitað um afdrif hans. Fjöl- skyldan hefur nú dregið sig í hlé og vildi ekki veita viðtal. – la Tvö ár frá hvarfi Jóns Þrastar B A N DA R Í K I N L ög ma n nat ey m i Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, svaraði ákærum um embættisbrot í starfi með því að lýsa yfir sakleysi forsetans fyrrverandi. Réttarhöld yfir honum hefjast í kvöld eftir að hann var kærður fyrir embættisbrot í annað sinn. Trump mun ekki bera vitni í málinu. Trump er sakaður um að eiga sök á óeirðunum við þinghúsið í Washington, meðal annars með því að hvetja til of beldis á fundi með stuðningsmönnum sínum. Fimm manns létust í óeirðunum, þar á meðal einn lögreglumaður og þingmenn og starfsfólk þinghússins þurftu að flýja í öruggt skjól. Í málsvörn Trumps kemur fram að skipulag óeirðanna hafi farið fram nokkrum dögum áður en ekki eftir ræðuhöld Trumps. Þá sé Trump ekki lengur forseti heldur almennur borgari og því sé ekki hægt að sækja hann til saka fyrir embættisbrot. Þess í stað séu fulltrúar demókrata að nýta sér voðaverkin til að koma höggi á Trump. – kpt Segja Trump ekki ábyrgan Donald Trump, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.