Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Dísa segir hlæjandi að nú orðið hafi hún mjög gaman af því að hafa fínt í kringum sig en
það hafi ekki alltaf verið þannig.
„Ég er farin að vilja hafa meiri
liti og ég held mig ekki við einn stíl
heldur blanda ég mörgum saman.
Ég er með gothic stíl inni hjá mér,
60‘s, 70‘s og bara alls konar. Ég hef
til dæmis verið að gera upp tvo
gamla stóla og gamlan skáp. Þetta
er allt út sitthvorri áttinni en ég
hef þetta saman. Mér finnst það
bara fínt. Á ganginum hjá mér er
til dæmis 60‘s veggfóður og gamall
símastóll, svo kemurðu inn í stofu
og þar er satanískt gothic vegg-
fóður og svo kemurðu lengra inn í
stofu og þar er allt grænt og útbíað í
plöntum,“ segir hún.
Dísa hefur aðeins verið að gera
upp gömul húsgögn undanfarið
en hún segist ekki hafa gert það
lengi. „Ég bjó í svo rosalega lítilli
íbúð. En það eru meira en tíu ár
síðan ég flutti þaðan samt. En fyrir
svona fimmtán árum þá keypti ég
alveg eldgamalt veggfóður í Fríðu
frænku. Það er brúnt 60‘s veggfóð-
ur. Ég sat á því eins og eggi í hreiðri
og beið eftir því að tíma að nota
það. Eftir að ég flutti úr litlu íbúð-
inni þá bjó ég alltaf í leiguhúsnæði
og ég tímdi ekki nota veggfóðrið í
leiguhúsnæði. En núna er ég komin
með öruggt húsnæði svo ég tímdi
loksins að nota það. Þá ákvað ég að
fara að gera fínt,“ segir hún.
Hún setti veggfóðrið upp í íbúð-
inni og fór að mála og gera upp
húsgögn.
„Ég átti rókokkóstól sem var
með fullkomnu efni til að mála.
Málningin síaðist alveg inn í efnið
og það varð alveg kolbikasvart. Það
var búið að mála grindina á honum
hvíta og það hafði farið aðeins
inn á efnið svo hann var rosalega
ljótur. Ég lakkaði grindina svarta
og málaði efnið svart það kom mjög
vel út. Ég hef keypt mikið af mjög
ódýrum húsgögnum eða fengið
gefins sem ég hef gert upp. Ég hef til
dæmis fengið gefins náttborðsskáp
sem var orðin myglaður og leit út
eins og hann hefði staðið í fjósi í
mörg ár. En ég lagaði hann, málaði
og setti á hann gamalt veggfóður.
Nú er ég ekkert vel efnuð svo maður
reddar sér svona. Ég nýti mér
mikið nytjamarkaði, antík-síður og
gefins-síður til að finna húsgögn.
Fólk er oft að gefa mjög flotta hluti
sem hægt er að nýta vel,“ segir Dísa.
Sker út í bein og horn
Dísa er með alls kyns skraut og
listaverk á veggjunum bæði eftir
sjálfa sig og aðra. Þar hanga meðal
annars útskornar höfuðkúpur af
dýrum, sem hún hefur sjálf skorið
út en á Facebook síðunni Skrapari
Heimis og Njarðar og á Instagram
síðunni Skrapari_heimis_og_njar-
dar má skoða verk eftir hana.
„Ég kaupi hausana eða fæ þá gef-
ins. Um daginn fékk ég til dæmis
sjálfdauðan hrút gefins og ég hef
verið að hreinsa hann. Ég sker út í
hauskúpurnar og líka út í bein og
horn. Það eru tveir geitahausar á
veggnum hjá mér sem ég skar út og
setti ljós inn í þá. Það kemur mjög
vel út uppi á vegg,“ segir Dísa.
„En svo fíla ég líka að hafa lista-
verk uppi á vegg eftir aðra. Ég er
t.d. með nokkur eftir Hrafnsunnu.
Hún kallar sig Hrafn-Sunna á
Facebook. Stóra málverkið af ánni
er eftir hana en hún er með brjálað
flottan stíl. Ég á fjögur verk eftir
hana.“
Dísa segist nota mikið af því
sem hún sker út í gjafir. „Ég hef líka
verið að selja eitthvað en ég er mest
að þessu fyrir sjálfa mig. En ég á
samt orðið miklu meira en ég hef
pláss fyrir svo ef fólk vill kaupa þá
er nóg til.“
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Dísa sker út í horn og bein og býr til úr því alls kyns listaverk. Hún gefur verkin oft í gjafir en hefur líka selt nokkur.
Veggfóðrið keypti Dísa í Fríðu frænku. Hún tímdi ekki að setja það upp í
leiguíbúð og beið því í mörg ár eftir öruggu húsnæði til að geta notað það.
Rókokkóstólana gerði Dísa upp og málaði. Blái skápurinn var náttborð sem
var illa farið. Amma Dísu átti borðið en Dísa gerði það upp og málaði það.
Goth stíll setur svip á þetta horn í stofu Dísu. Málverkið The belly og the
beast er eftir listakonuna Hrafnsunnu sem er í miklu uppáhaldi hjá Dísu.
Litirnir í þessu fallega fjólubláa og svarta baðherbergi setja svip á rýmið.
Hér sést græna hornið í stofunni þar sem plönturnar og dagsbirtan njóta sín.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Þ R I ÐJ U DAG U R