Fréttablaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 20
Rætt var við Sonju Rut Aðalsteinsdóttur, sérfræðing í viðskiptaþróun, og Óskar
Örn Ingvarsson, forstöðumann
hugbúnaðarþróunar hjá TM.
„Í tryggingunum veitum við
margvíslega þjónustu og þar ber
helst að nefna tvennt. Annars
vegar aðstoðum við einstaklinga
og fyrirtæki við að tryggja sig rétt,
og á þetta bæði við þegar einstakl
ingar og fyrirtæki eru að koma í
viðskipti til okkar og einnig þegar
og ef breytingar verða á högum
fólks og fyrirtækja. Hins vegar
felst þjónustan okkar í að aðstoða
viðskiptavini þegar á reynir þegar
kemur til tjóns. Þetta er oft átakan
legt og því mikilvægt að vera til
staðar og veita þjónustuna hratt og
örugglega,“ útskýrir Sonja.
Viðskiptavinir TM eru einstakl
ingar á öllum aldri og fyrirtæki af
öllum stærðum og gerðum og það
ríkir mikill metnaður hjá fyrirtæk
inu til að þróa lausnir sem mæta
þörfum og kröfum viðskiptavina.
„Framtíðarsýn TM er skýr þegar
kemur að þjónustu til okkar við
skiptavina. Þjónusta okkar er veitt
þar sem viðskiptavinurinn þarf á
henni að halda og þegar hann þarf
á henni að halda. Þetta getum við
vegna framþróunar á stafrænni
þjónustu síðustu þrjú árin.“
Einfalt og sveigjanlegt
Óskar segir þrjú mikilvægustu
atriðin sem snúi að stafrænum
tryggingum vera gagnsæi, vef
sala og sjálfvirkni. „Stafrænar
tryggingar fela fyrst og fremst í
sér gagnsæi til viðskiptavina þar
sem við birtum verð til viðskipta
vina strax sem er algjörlega nýtt
á íslenskum tryggingamarkaði.
Skýr verðstefna félagsins um að
verðleggja áhættuna sem fylgir
hverjum og einum einstakling eða
þeim hóp sem hann tilheyrir gerir
okkur kleift að birta verðið strax.
TM er fyrsta og eina trygginga
félagið sem getur boðið upp á
vefsölu trygginga, eins og flest
önnur fyrirtæki gera í dag, til þess
að mæta ört stækkandi hópi fólks
sem vill geta verslað og þjónustað
sig sjálft á vefnum hvar og hvenær
sem er.“
Óskar segir fólk gjarnan tengja
tryggingar við f lókna og torskilna
texta. Markmiðið með vefsölunni
sé að gera tryggingar skiljanlegri
með skýrri og stuttri fram
setningu á texta í þeim tilgangi að
auka skiljanleika og gagnsæi. Öll
hönnun og þróun hefur miðast að
því að viðskiptavinir geti fengið
skýrar upplýsingar um innihald
og verð á tryggingum hjá TM.
„Á vef félagsins geta einstakl
ingar skráð sig inn með rafrænum
skilríkjum og fengið aðstoð hjá
rafrænum ráðgjafa TM sem leiðir
viðkomandi í gegnum kaup á
tryggingum á einfaldan máta og
sinnir þannig þeirri nákvæmu
ráðgjöf sem strangur lagarammi
um sölu trygginga gerir kröfur
um. Rafrænn ráðgjafi sér svo til
þess að viðkomandi geti sérsniðið
tryggingarnar að þeirra þörfum
í ferlinu. Það má segja að í fyrsta
sinn í sögu íslenskra trygginga
félaga geta viðskiptavinir séð
verð fyrir sínar tryggingar strax
og gengið frá kaupum hvar og hve
nær sem þeim hentar. Það er því
engin þörf á að stressa sig á opn
unartímum eða mæta á staðinn.“
Lægra verð með sjálfvirkni
Sonja Rut segir stafrænar trygg
ingaþjónustu fela í sér sjálfvirkni
sem skili sér meðal annars í lægra
verði. „Í f lestum tilfellum vef
sölunnar kemur mannshöndin
hvergi nálægt afgreiðslunni þar
sem útgáfa, uppsögn hjá öðru
félagi og annað sem þarf að gera er
allt orðið sjálfvirkt. Þess ber þá að
geta að verðið í vefsölunni er alltaf
besta verðið en vegna þeirrar
sjálfvirkni og hagræðingar sem
næst með þessari stafrænu sölu
leið getum við boðið lægra verð
þar en gengur og gerist í öðrum
söluleiðum.“
Allt þetta miði að því að bæta
þjónustu við viðskiptavini TM.
„Stafræn tryggingaþjónusta felur
meðal annars í sér sjálfsafgreiðslu
sem þýðir að viðskiptavinir TM
geti sinnt allri þjónustu á raf
rænan hátt hvar og hvenær sem er,
og svo að starfsfólk TM geti þjón
ustað viðskiptavini á rafrænan
máta, allt með það fyrir augum
að auðvelda líf viðskiptavina
okkar og bæta þjónustu. Í dag
vilja viðskiptavinir í meira magni
geta fengið alla þjónustu hratt og
örugglega þar sem þeir eru og það
er okkar leiðarljós þegar kemur að
þróun á okkar stafrænu trygg
ingaþjónustu.“
Sonja Rut segir að með TM app
inu geti viðskiptavinir stundað
sjálfsafgreiðslu á einfaldan hátt en
þar er að finna allar upplýsingar
um tryggingarnar samankomnar
á einum stað. „Þar geta viðskipta
vinir fengið góða yfirsýn yfir
tryggingar, tilkynnt tjón og fengið
bætur samstundis, hafa aðgang að
rafrænu ferðakorti sem hingað
til hefur verið plastkort, geta
skráð sig í pappírslaus viðskipti,
valið greiðsluleið og uppfært sam
skiptaupplýsingar og ýmislegt
annað sem áður þurfti að fram
kvæma með símtali til TM eða
jafnvel að gera sér ferð til að ganga
frá,“ segir hún.
„Við sjáum fram á að Appið
verði okkar aðalsamskiptaleið við
viðskiptavini þegar fram í sækir,
til dæmis að viðskiptavinir geti
tilkynnt allt tjón í gegnum appið
og fengið þau afgreidd. Það er
mikil framþróun í gangi hjá okkur
og við erum sífellt að bæta við
f leiri tilkynningum í TM appið.
Tilkynningarnar leysa af hólmi
PDF skjöl sem í f lestum tilfellum
þurfti áður að skila undirrituðum
til TM á opnunartíma. Allt þetta
léttir líf viðskiptavina TM.“
Aukinn skýrleiki og skilvirkni með
stafrænni tryggingaþjónustu TM
Stafræn tryggingaþjónusta TM gerir viðskiptavinum kleift að nálgast allar upplýsingar um trygg-
ingar á einfaldan og fljótlegan hátt. TM-appið hefur reynst vel og sparar bæði tíma og fyrirhöfn.
Óskar Örn Ingvarsson og Sonja Rut Aðalsteinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
6 KYNNINGARBLAÐ 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 Þ R I ÐJ U DAG U RUPPLÝSINGATÆKNI
Ágúst Máni frétti fyrst af náminu á Ásbrú þegar hann sá auglýsingu á YouTube.
Hann hugsaði strax að þetta væri
námið fyrir hann.
„Það var svolítið fyndið að ég var
nýbúinn að horfa á þætti á Netflix
sem heita Video Game High School
(á íslensku: Tölvuleikjamennta
skólinn). Þá sé ég þessa auglýsingu
strax á eftir, um að það væri
kominn tölvuleikjamenntaskóli á
Íslandi. Ég hugsaði strax: Já ég er að
fara í þetta nám,“ segir hann.
Ágúst Máni er á öðru ári í
náminu og er ótrúlega ánægður
með það að eigin sögn. „Við erum
fyrsti árgangurinn á þessari braut
og útskrifumst með stúdentspróf
í tölvuleikjagerð. Við eigum eitt
og hálft ár eftir af náminu en það
tekur þrjú ár,“ segir hann.
„Þetta er ótrúlega gott nám. Það
gefur manni hugmynd að því hvað
maður gæti viljað vinna við í fram
tíðinni tengt tölvuleikjum. Miðað
við hvað aðrir skólar hafa upp á
að bjóða þá finnst mér þessi sýna
manni svo miklu fleiri möguleika
um hvað er hægt að gera í framtíð
inni. Maður fær grunnþekkingu og
kunnáttu í svo mörgu. Við lærum
eiginlega um allt sem hægt er að
vinna við í tölvuleikjaheiminum.
Þú getur verið forritari, þrívíddar
teiknari og margt f leira.“
Ágúst Máni sér fyrir sér að hann
muni vinna við að skrifa sögur
Tölvuleikjaiðnaðurinn er stór
Ágúst Máni Jóelsson er á öðru ári á tölvuleikjabraut Menntaskólans á Ásbrú. Ágúst Máni frétti af
náminu á YouTube en hann dreymir um að vinna við að skrifa söguheim tölvuleikja í framtíðinni.
Ágúst Máni við
verkefnavinnu
í skólanum.
MYND/AÐSEND
Karakter sem nemandi mótaði
úr leir við verkefni í gerð þrívíðra
karaktera á haustmisserinu. Nemandi í þrívíddarteikningu.
fyrir tölvuleiki og skapa heiminn
í tölvuleikjum í framtíðinni en í
skólanum fá nemendurnir tæki
færi til að búa til leiki og skapa
söguheim.
„Við getum gert alls kyns til
raunir til að búa til söguþræði og
umhverfi og höfum fengið margar
flottar hugmyndir,“ segir hann.
Fær innsýn í svo margt
Aðspurður að því hvort eitthvað í
náminu hafi komið honum á óvart
og hafi vakið sérstakan áhuga
hans svarar hann að námið hafi í
raun vakið áhuga hans á öllu sem
tengist því að búa til tölvuleiki.
„Maður fær svo mikla innsýn í
allt í tölvuleikjaiðnaðinum. Það
eru margar brautir sem hægt er að
fara innan þessa heims. Þetta er
allt mjög fjölbreytt og áhugavert,“
segir Ágúst Máni.
Ágúst Máni segir að góður andi
ríki í skólanum og að allir krakk
arnir séu miklir vinir.
„Það er mjög mikið af hópverk
efnum svo við kynnumst hvert
öðru mjög vel og við kynnumst
áhugamálum hvers annars. Við
erum að búa til tölvuleiki saman
svo við tengjumst öll mjög vel,“
segir hann.
„Ég mæli eindregið með þessu
námi. Þetta er fyrir alla, hvort sem
þú spilar tölvuleiki eða ekki. Þetta
er öðruvísi nám sem hentar öllum.
Þú þarft ekki að vera einhver
svaka dúx í grunnskóla. Öllum
getur gengið vel í þessu námi af
því fólkið í skólanum vill virkilega
að þú náir því og allir vilja hjálpa
þér. Þótt það sé auðvitað sett mikil
ábyrgð á þig. En þó þú þurfir að
taka ábyrgð á náminu þínu þá eru
verkefnin svo skemmtilegt. Þau ýta
virkilega undir að þú skapir eitt
hvað flott.“
Þegar Ágúst Máni er spurður
hvort hann sjái þá ekki eftir að
hafa farið í námið segir hann hlæj
andi. „Nei alls ekki, þetta er án vafa
besti menntaskólinn á Íslandi.“