Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 18
EDVARD
MUNCH
Vinnan birtir nú í fyrsta sinn eftir-
prentanir verka eftir þekkta myndlist-
armenn á Norðurlöndum. Það er
dönsk stofnun, sem hefur látið gera
eftirprentanirnar og dreift þeim síðan
til verkalýðsblaða og tímarita í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og
á Islandi.
Sakir þess hve vel er vandað til
prentunar myndanna, skal mönnum
bent á að þær má losa auðveldlega úr
blaðinu og hengja upp á vegg til prýð-
is.
Myndunum fylgja skýringar á norð-
urlandamálum, ritaðar af sérfræðing-
um. Samt þykir okkur hæfa að segja
í örfáum orðum frá frumverkunum og
höfundum þeirra.
í þessu blaði er fjallað um norska
málarann Edvard Munch — einn
þekktasta myndlistarmann Norður-
ianda bæði fyrr og síðar. Munch fædd-
ist í Osló árið 1863. Faðir hans var
læknir, sem ferðaðist um veröldina
ungur að árum, m. a. sem skipslæknir,
en settist að lokum að í einu fátækari
hverfa höfuðborgar Noregs og tók ó-
gjarnan greiðslu af sjúklingum sínum.
Af þessum sökum var oft þröngt í
búi hjá fjölskyldunni, sem óx hratt og
taldi brátt sjö manns. Lára móðir Ed-
vards dó þegar hann var aðeins fimm
ára og elsta systirin lést einnig úr
brjóstveiki nokkrum árum seinna.
Önnur systir hans átti við geðræn
vandamál að stríða. Það var því ekki
að undra að æska Edvards og systkina
hans væri harla dapurleg. Faðir þeirra
hafði verið vanur að segja þeim sögur
og heimatilbúin ævintýri þegar fjöl-
skyldan safnaðist saman. En nú gekk
hann um þungbúinn, lokaði sig inni
og sökkti sér niður í lestur biblíunnar.
Edvard Munch byrjaði snemma að
teikna og mála. Það var móðursystir
hans sem kom því til leiðar að hann
fékk að innritast í málaraskóla og
helga sig því eina starfi, sem hann
hafði áhuga á að sinna. Munch var
tæplega kominn af unglingsárum þeg-
ar hann lenti í hópi stjórnleysingja og
listamanna, sem hafði aðsetur á
Grand Café í hjarta Oslóborgar. Ó-
krýndur konungur hópsins var rithöf-
undurinn og heimspekingurinn Fíans
Jæger. Flann ritaði nokkrar bækur,
sem þóttu svo djarfar að þær voru
gerðar upptækar af lögreglunni og
Iiöfundurinn var hnepptur í fangelsi.
Jæger og félagar hans réðust gegn
öllum borgaralegum dyggðum. Krist-
in trú var eitur í þeirra beinum og
hjónabandið næsta úralt stofnun. FIóp-
urinn setti sér tíu boðorð með nýrri
hljóðan orðanna. Hið fyrsta var: Þú
skalt ekki heiðra föður þinn og móð-
ur; fjórða: Þú skalt pípa á Björn-
stjerne Björnsson og tíunda: Þú skalt
fremja sjálfsmorð. Sagt var um Ed-
vard Munch að hann hafi átt miklu
betra með að tileinka sér lífsskoðun
hópsins en framkomu hans. Og nú fór
hann reyndar að gefa meiri gaum að
málaralistinni og taka þátt i sýning-
um. Myndir hans vöktu hvarvetna at-
hygli en flestir hneyksluðust á þeim,
töldu þær grófar og fremur lýsa sora
mannlífsins en fegurð þess. Meira að
segia náfrændi Munchs, sem var sjálf-
ur málari, sagði um myndina Sjúka
barnið: Þú málar eins og svín, Ed-
vard. Að þú skulir geta fengið af þér
að teikna hendurnar svona, eins og
klossa! Það geta ekki allir málað trjá-
greinar og kvisti, svaraði Munch. En
það voru aðrir starfsbræður hans sem
skildu snemma að hér var óvenjulegur
málari kominn fram á sjónarsviðið.
Einn þeirra var Christian Krogh, ann-
ar Erik Werenskiold. Þessir tveir
studdu Munch með ráðum og dáð,
þótt hann hefði fátt gott að segja um
verk þeirra. Þeir skrifuðu hlýlega um
verk hans og útveguðu honum styrki
til utanlandsferða. Fyrst þeirra var
Parísarferðin 1885 sem stóð í þrjár
vikur. Margar aðrar fylgdu í kjölfarið.
Frægust var ferðin til Berlínar 1892.
Munch hafði verið boðið að sýna
myndir hjá Listamannasamtökum í
Berlín. Þangað hélt hann með rösk-
lega fimmtíu verk í farangrinum. En
sýningunni hafði varla verið hleypt af
stokkunum þegar skriffinnar dagblað-
anna og ýmsir hinna íhaldssamari
listamanna tóku að krefjast þess að
henni yrði lokað þegar í stað vegna
siðspillandi áhrifa listaverkanna. Sýn-
ingunni var lokað. Þetta olli hinu
mesta hneyksli og nafn Munchs barst
út um alla Evrópu. Munch kunni að
færa sér þetta hneyksli í nyt en það
var að ýmsu leyti sigur hans.
En hvað var það, sem olli slíku um-
róti í listrænum efnum í Berlín
skömmu fyrir aldamótin síðustu og
„bitnaði“ á þessum norræna málara?
Ný listastefna var í fæðingu. Hún
nefnist Ekspressjónismi. Tæplega
verður gerð grein fyrir henni með ör-
fáum orðum eða setningum. Kannski
má fyrst og fremst benda á mikilvægi
sálarlífslýsinga og hið hreina táknmál
litanna.
Edvard Munch lifði sín bestu ár frá
því um 1913 til 1930. Þá sóttust fjöl-
margir einstaklingar, sýningarsalir og
listasöfn víðsvegar um heiminn eftir
verkum hans. En smám saman dró
hann sig inn í skel sína og lokaði sig
inni í bústað sínum að Ekely, utan við
Osló. Hann var mjög afkastamikill og
einskorðaði sig hvorki við sérstakar
aðferðir né efni. Munch andaðist árið
1944.
VINNAN BIRTIR
EFTIRPRENTANIR
NORRÆNNA
MYNDLISTARMANNA
18 VINNAN