Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 13
virkt lýðræði í landinu. Það hefði komið í ljós í nágrannalöndum okkar, bæði Noregi og Svíþjóð, en til þessara landa sækir skólinn einkum fyrirmynd sína, að námshringjastarf, sem þar er geysimikið, hefði ýtt undir alla al- menna umræðu um málefni þjóðfé- lagsins, fólk tæki afstöðu til mála, sem verið er að fást við á hverjum tíma, og yrði þannig virkari þjóðfé- lagsþegnar. Sigurður kvaðst álíta að hið sama gæti gerst hér og benti á hversu þýðingarmikil slík umræða gæti verið. Nægði þar að benda á um- hverfismálin. Tr. Þ. A. Tilkynning frá MFA Vegna nauðsynlegs undirbúnings eru þau verkalýðsfélög, sem hug hafa á að efna til fræðslustarfs næsta vetur í samstarfi við MFA, beðin að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. Menningar- og íræðslusamband alþýðu Áskrifendur athugið Þeir áskrifendur VINNUNNAR, sem hafa fengið senda gíróseðla vegna áskriftargjalda 1974 og ekki enn sent greiðslu, eru vinsamlegast beðnir að gera það sem allra fyrst. Ritncfndin 17120 Áskriftarsími VINNUNNAR er 17120. ODDUR STERKI Oddur Sigurgeirsson — Oddur sterki af Skaganum — varð ekki aðeins þjóðsagna- persóna i lifanda Iífi, heldur hlaut hann einn- ig sess í bókmenntum okkar með Rímum af Oddi sterka eftir örn Arnarson. Oddur var fæddur á Akranesi 29. október 1879 og lést 7. maí 1953. i grein sem Sigurjón Á. Ólafsson ritaði um Odd látinn segir hann m.a.: „Með hon- um er til moldar hniginn sérstæður maður, sem sett hefur mikinn svip á bæinn undan- farna áratugi og raunar flestir landsmenn könnuðust við." Oddur stundaði sjó lengi fram eftir ævi og þótti dugmikill og samviskusamur til allra verka bæði á sjó og landi. Talið er að hann hafi í æsku hlotið höfuðhögg, sem lamaði heyrn hans og „gerði hann að ýmsu leyti sérkennilegan frá öðrum mönnum". Oddur var hið mesta tryggðatröll vinum sínum. Hann átti örar tilfinningar, frábært minni og glöggt auga. Oddur tók sérstöku ástfóstri við stéttarfélag sitt, Sjómannafélag Reykja- víkur og gaf því árið 1947 fjársjóð, sem renna skyldi til dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Sjóður þessi var ósmár á þeirri tíð: Kr. 40.721,23 og skyldu menn úr Sjómanna- félagi Reykjavikur hljóta styrk úr honum til dvalar á heimili aldraðra sjómanna. Áður hafði Oddur fært félaginu tvær stórgjafir. Sjómannafélagið endurgalt Oddi umhyggju hans á ýmsa lund og siðast með því að sjá um og kosta útför hans og reisa honum bautastein. Oddur fylgdist jafnan vel með átökum stéttanna í þjóðfélaginu og átti verkalýður- inn og samtök hans hug hans óskiptan. Á myndinni sem Vinnan birtir nú í þættinum Frá liðnum dögum, sést Oddur bera merki í kröfugöngu 1. maí. Stefán Jónsson alþm. færði ASÍ þessa mynd. Ekki er vitað frá hvaða ári hún er en ljóst er að myndin er allgömul. Ef einhver af lesendum Vinnunnar kynni að greina okkur frá aldri atburða, væri vel þegið að hann léti ritnefnd blaðsins vita. FRÁ LIÐNUM DÖGUM VINNAN 13

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.