Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 24

Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 24
LÍFE YRISS J ÓÐIR greinargerð undirnefndarinnar og lagði þær fram á stofnfundi Sambands al- mennra lífeyrissjóða 12. júní 1973. Á stofnfundinum voru ennfremur lagðar fram tillögur undirnefndarinnar að samskiptareglum með það fyrir aug- um að þær hlytu afgreiðslu á fram- haldsstofnfundi sambandsins. Á fund- inum lýstu fulltrúar ASl og VSÍ því yfir, að þeir hefðu orðið sammála um að stofna Samband almennra lífeyris- sjóða á þeim grundvelli, sem undir- búningsnefndin lagði fyrir. Voru lög SAL samþykkt einróma. Tillögum að samskiptareglum, er lágu fyrir fundin- um frá undirnefnd, var hins vegar vís- að til nýkjörinnar stjórnar og fram- haldsstofnfundar til nánari athugunar. Á stofnfundinum voru eftirtaldir kjörnir í aðalstjórn: Frá ASÍ: Ámi Þormóðsson, Benedikt Davíðsson, Björgvin Sighvatsson, Björn Jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson, Óskar Hallgrímsson, Run- ólfur Pétursson, Skúli Þórðarson og Snorri Jónsson. Frá VSl: Eyjólfur ís- feld Eyjólfsson, Gísli Konráðsson, Gunnar Björnsson, Gunnar Guðjóns- son, Hjörtur Jónsson, Jón H. Bergs, Magnús Guðmundsson, Óttarr Möller, Pétur Böndal og Þórður Gröndal. Á framhaldsstofnfundi sambandsins, sem vikið verður að síðar, tóku Einar Ög- mundsson og Jón Helgason sæti Björns Jónssonar og Guðmundar H. Garðarssonar í stjórninni og Gunnar Friðriksson sæti Hjartar Jónssonar. Á stjórnarfundi SAL 16. ágúst 1973 var tekið fyrir álit sérstakrar undir- nefndar um samskiptareglur sjóðanna. I nefndinni áttu sæti Barði Friðriks- son, Björgvin Sighvatsson, Eðvarð Sig- urðsson og Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson. Miklar og almennar umræður urðu um álit undirnefndarinnar og voru framkomnar tillögur um samskipta- reglurnar samþykktar einróma sem tillögur stjórnar til framhaldsstofn- fundar. Á framhaldsstofnfundi 11. október 1973 voru síðan tillögur um sam- skiptareglurnar samþykktar með litl- um breytingum. Á fundinum var enn- fremur kosin ný stjórn fyrir samband- ið og hef ég áður skýrt frá þeirri breytingu, sem gerð var á stjórninni frá stofnfundi 12. júní 1973. Á fundi hinnar nýkjörnu stjórnar, sem haldinn var sama dag og framhaldsstofnfund- urinn, var síðan framkvæmdastjórn SAL kosin og eiga eftirtaldir menn sæti í henni: Eðvarð Sigurðsson, Gunnar Guðjónsson, Barði Friðriks- son, Benedikt Davíðsson, Gunnar Björnsson og Óskar Hallgrímsson. Það skal að lokum tekið fram að núverandi formaður stjórnar Sam- bands almennra lífeyrissjóða er Eð- varð Sigurðsson, en ritari stjórnarinn- ar er Gunnar Guðjónsson. Ég hef gerst helst til langorður að lýsa að- draganda að stofnun Sambands al- mennra lífeyrissjóða, en óg hef þó tal- ið rétt að gefa lesendum VINNUNN- AR greinargott yfirlit um aðdraganda sambandsins, ekki síst þar sem ég hef orðið var við að menn hafa furðað sig á því að rúm 4 ár liðu frá sam- komulagi aðila vinnumarkaðarins um stofnun lífeyrissjóða á félagsgrund- velli, þar til að Samband almennra líf- eyrissjóða var formlega stofnað. — Hvert er hlutverk Sambands al- mennra lífeyrissjóða? Hlutverki sambandsins er gerð ítar- leg skil í lögum þess, en þar segir í 3. grein: Sambandið rekur þjónustu- starfsemi fyrir lífeyrissjóðina. Hlut- verk stofnunarinnar er: a) Að safna a. m. k. árlega saman upplýsingum frá öllum aðildar- sjóðum sambandsins um innborg- uð iðgjöld, sundurliðuð eftir nafnnúmerum sjóðfélaga og halda þannig sameiginlega skrá um sjóðfélaga og áunnin réttindi sundurliðuð eftir lífeyrissjóðum. b) Að halda skrá um lánveitingar til sjóðfélaga og annarra lántak- enda með sama hætti og iðgjöld, sbr. a-lið. c) Að veita lífeyrissjóðum og sjóð- félögum upplýsingar, er þessa að- ila varðar, um iðgjaldagreiðslur og lánveitingar, sbr. a- og b-lið. Skal vottorð frá stofnuninni gilda sem sönnun fyrir áunnum rétt- indum. d) Að veita lífeyrissjóðum eftir því, sem tök eru á, sérfræðilega að- stoð við réttindaflutning, bók- hald, endurskoðun, lögfræðileg og tryggingafræðileg efni. e) Að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum lifeyrissjóða sambandsins, skýrslugerð og ann- arri þjónustu við lífeyrissjóði og sjóðfélaga, samkvæmt nánari á- kvörðun stjórnar stofnunarinnar og aðalfundar. — Hvernig er rekstur sambandsins fjármagnaður? Samkvæmt lögum sambandsins greiða lífeyrissjóðirnir árlegt gjald til þess. Árgjald er nú 0,5% af innborg- uðum heildariðgjöldum viðkomandi lífeyrissjóðs. Hins vegar er sennilegt að sá hundraðshluti, sem hér hefur verið nefndur, þarfnist endurskoðunar við, þegar rekstur sambandsins er kominn á einhvern rekspöl, enda er beinlínis gert ráð fyrir slíku í lögum þess. Eins og ég hef reyndar sagt áð- ur er stjórn SAL mjög fjölmenn. Að- alfund skal halda annað hvert ár og er þá kosin 20 manna stjóm til tveggja ára. Kosning fer þannig fram að fulltrúar ASÍ kjósa 10 menn í stjórn og VSÍ hina 10 stjórnarmenn- ina. Hvor aðili um sig kýs svo jafn- marga varamenn. I framkvæmda- stjórninni er þó, eins og áður segir, einungis 6 menn, þrír frá hvorum að- ila. — Nú standa nokkrir sjóðir utan sambandsins. Hverju sætir það? I sambandi almennra hfeyrissjóða eru nú 16 lífeyrissjóðir. Þessir sjóðir eru: Lífeyrissjóður Landssambands vöru- bifreiðastjóra, Lífeyrissjóður málm- og skipasmiða, Lífeyrissjóður Dags- brúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna, Lífeyrissjóður bygg- ingamanna, Lífeyrissjóður verksmiðju- fólks, Lífeyrissjóður verkalýðs- og sjó- mannafélaga á Suðurnesjum, Lífeyris- sjóður verkalýðsfélaga á Vesturlandi, Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Vest- fjörðum, Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði, Sauðárkróki, Lífeyrissjóð- ur verkalýðsfélaga við Eyjafjörð, Líf- eyrissjóður verkalýðsfélaga á Austur- landi, Lífeyrissjóður Rangæinga, Líf- eyrissjóður Nótar, félags netagerðar- fólks, Lífeyrissjóður ASB og BSÍ, Líf- eyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar. Fáeinir sjóðir standa utan við sam- bandið og munar þar mestu um Líf- eyrissjóð verslunarmanna. Ég er ekki 20 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.