Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 8
FÉLAGSMÁLASKÓLI
ALÞÝÐU
TEKUR
TIL STARFA
Stórum
ófanga
nóö
Þann 16. febrúar sl. var Félagsmálaskóli alþýðu settur í Ölfusborgum. Má
segja að þar með hafi áratuga langur draumur verkalýðshreyfingarinnar ræst,
þó af stað hafi verið farið í litlu, en engu að síður vísir að öðru stærra og
meira. Það er ekki vansalaust að íslensk verkalýðshreyfing skuli ekki fyrir löngu
hafa sett á stofn sérstakan verkalýðsskóla, þar sem meðlimir hreyfingarinnar
geti sótt sér alhliða þekkingu um sín eigin mál og það þjóðfélag, sem þeir búa
við. Að sjálfsögðu hefur alla tíð verið um meiri og minni fræðslu að ræða innan
vébanda verkalýðsfélaganna, en með samþykkt reglugerðar fyrir Félagsmála-
skólann á Sambandsstjórnarfundi ASÍ 29. og 30. nóv. 1974 er málið tekið föst-
um tökum. Strax í vetur var svo hafist handa um að útbúa kjarnahús það, sem
verið hefur í Ölfusborgum, þannig að þar gæti skólastarfið farið fram. Hall-
varður Guðlaugsson húsasmíðameistari og menn hans unnu þetta verk af svo
stakri prýði, að orð var á haft. Alþýðusambandið kostaði þetta verk, en húsið
er í eigu þess. Nú er ákjósanleg aðstaða til margs konar fræðslu- og félagsstarfs
í Ölfusborgum, er ekki var áður, og dugað getur um mörg ókomin ár. Nú er
þar góður salur fyrir fundi og ráðstefnur með tilheyrandi húsgögnum, auk mat-
stofu og eldhúss, búið fullkomnustu tækjum. Þó þetta verk hafi verið unnið nú,
er samt sem áður þörf fyrir veglegt kjarnahús í Ölfusborgum, eins og alltaf
hefur staðið til. Óskandi væri að það risi áður en langt um hður.
Nemendur og starfslið:
Sitjandi talið frá vinstri, Tryggvi Bene-
diktsson, Bolli B. Thoroddsen, Kristín
Hjálmarsdóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir,
Ester Jónsdóttir, Anna Sigurðardóttir,
Stefán Ögmundsson og Tryggvi Þór
Aðalsteinsson. Standandi talið f. v.:
Pétur Sigurðsson, Björgvin Hannesson,
Jóhannes Halldórsson, Hilmar Gunnarsson,
Gústaf Pálsson, Grétar Jónsson, Gísli
Sigurhansson, Helgi Guðbrandsson, Þor-
steinn Guðbrandsson, Pétur Siguroddsson,
Héðinn Þorsteinsson, Guðmundur Hall-
varðsson, Bolli A. Ólafsson, Grétar
Þorsteinsson, Eiríkur Ólafsson og Pétur
Hraunfjörð Pctursson.
8 VINNAN