Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 23
„VERÐTRYGGING LlFEYRISSJÓÐANNA ER BRÝNASTA VERKEFNIД — Hver voru tildrög að stofnun Sambands almennra Iífeyrissjóða? Tildrög að stofnun SAL má í raun- inni rekja aftur til ársins 1969. í kjarasamningi Alþýðusambands ís- lands og atvinnurekenda frá 19. maí 1969 var m. a. kveðið á um stofnun lífeyrissjóða á félagsgrundvelli og skyldu greiðslur til þeirra hefjast 1. janúar 1970. Á árinu 1969 var skipuð sérstök lífeyrissjóðsnefnd, sem skyldi hafa það verkefni að undirbúa stofn- un sjóðanna. 1 nefndina voru til- nefndir eftirtaldir menn: Frá ASL Eð- varð Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson og Óskar Hallgrímsson. Frá Vinnuveitendasambandi íslands: Benedikt Gröndal, Gunnar Guðjóns- son og Óttarr Möller. Nefndin lauk störfum í byrjun árs 1970. Eitt megin- verkefni nefndarinnar var að gera til- lögur um samræmda reglugerð, sem gilt gæti fyrir alla sjóðina. Fræðilegur ráðunautur nefndarinnar var Guðjón Hansen, tryggingafræðingur. 1. des- ember 1970 féllst fjármálaráðuneytið á þessa samræmdu reglugerð, sem líf- eyrissjóðsnefndin hafði þá þegar kom- ið á framfæri við lífeyrissjóðina. Á ráðstefnu Álþýðusambands ís- lands, sem haldin var 4. desember 1970 var samþykkt að kjósa 7 manna nefnd, sem m. a. skyldi hafa það verk- efni að vinna að athugun á samstarfi lífeyrissjóðanna og sameiginlegri stofnun fyrir þá sjóði, sem samkomu- lag var um 19. maí 1969. Á móti þess- um 7 fulltrúum ASÍ tilnefndi Vinnu- veitendasamband íslands 7 fulltrúa af sinni hálfu og var þessi 14 manna líf- eyrissjóðsnefnd, sem við tók af nefnd- VINNAN RÆÐIR VIÐ HRAFN MAGNÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRA SAMBANDSALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Á stjórnarfundi Sambands almennra lífeyrissjóða 20. febrúar sl. var Hrafn Magnússon ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins með atkvæðum allra viðstaddra stjórnarmanna. Hrafn Magnússon, sem um árabil var kennari við Samvinnuskólann að Bifröst og gegnt hefur störfum fram- kvæmdastjóra Starfsinannafélags ríkis- stofnana sl. tvö ár, tók að fullu við starfi framkvæmdastjóra Sambands al- mennra lífeyrissjóða (SAL) 1. maí sl. VINNAN ræddi fyrir skömmu við Hrafn um starfsemi sambandsins. inni, sem samið hafði reglugerðarfyr- irmyndina, þannig skipuð: Frá ASÍ: Björn Jónsson, Benedikt Davíðsson, Eðvarð Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson, Óskar Hallgrímsson, Skúli Þórðarson og Snorri Jónsson. Frá VSÍ: Barði Friðriksson, Björgvin Sigurðsson, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, Gunnar Guðjónsson, Jón H. Bergs, Óttarr Möller og Þórður Gröndal. I ársbyrjun 1973 tók Ólafur Jónsson sæti Björgvins Sigurðssonar í nefnd- inni. I febrúar 1972 fól lífeyrissjóðsnefnd- in 5 manna undirnefnd, þeim Bjarna Þórðarsyni, Guðjóni Hansen, Ingvari N. Pálssyni, Jóni R. Sigurjónssyni og Karli Benediktssyni að undirbúa upp- kast að reglum fyrir samband lífeyris- sjóða innan Alþýðusambands Islands og reglum um samskipti þeirra sjóða. í tillögum og greinargerð undirnefnd- arinnar frá 14. júlí 1972 var í fyrsta lagi fjallað um samband lífeyrissjóð- anna, í öðru lagi samskipti þeirra og í þriðja lagi þjónustu -og samstarfs- stofnun á vegum þeirra. Lífeyrissjóðs- nefndin fjaUaði rækilega um fyrst- nefnda og síðastnefnda þáttinn í VINNAN 19

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.