Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 28
til, svo úr rætist. Anna: Þar sem verkalýðsforystan hef- ur viðurkennt að þjóðin eigi í efna- hagsvanda, og kjörunum eins og þau voru við lok samninganna í fyrra verði ekki náð nema í áföngum, þá finnst mér að verkalýðsfélögin innan Alþýðusambandsins verði að sætta sig við að samningar, sem gerðir verða, minnki launamismun innan raða launafólks. Þeir sem lægstlaunaðir eru, verða að geta lifað af laununum. Mér hefur virst að reynt hafi verið að ríghalda í þennan launamismun og hann frekar aukist með vísitölunni, eins og hún hefur virkað á undanförn- um árum, það er að segja þann tíma sem hún á annað borð „hefur verið í sambandi“. En talandi um láglaun og þá lægst- launuðu ,þá vil ég segja það, að fólki finnst slíkt tal hjá okkar mönnum í forystu hreyfingarinnar vera innantóm orð, samanber samningana í fyrra, þar sem talað var fjálglega um að rétta kjör þeirra lægstlaunuðu, en allir vita hvernig fór. Nú er talað svona, en fólk trúir því ekki lengur að reynd- in verði sú, að kjör láglaunafólks hækki, svo að sómi sé af fyrir alla aðila. Það er einmitt þess vegna m. a. sem fólk er hrætt við að fara í verk- fall, því það telur að árangur verði ekki sem erfiði. Jón: Mig langar til þess hér í lokin að koma því að, þar sem nú er al- þjóðlegt kvennaár, að konur innan Verkalýðsfélagsins hafa verið mjög virkar í félagsstarfinu. Konur hafa m. a. annast fjármálastjórn félagsins á undanförnum árum með mikilli prýði. Ingibjörg Magnúsdóttir hefur verið gjaldkeri síðan 1968 og Guðleif B. Andrésdóttir fjármálaritari. Ég tel að félagið þurfi ekki að kvíða framtíðinni, því ungt fólk hefur mjög sett svip sinn á starfsemina á síðustu árum, sem best má sjá, ef ald- ur stjórnarmeðlimanna er athugaður. Anna: Já, — það er kannski athyglis- vert við félagið okkar, að í níu manna stjórn og trúnaðarráði eru þrír karl- menn. Við erum þrjár sem skipum að- alstjórnina. Þetta er áreiðanlega sjald- gæft í blönduðu félagi, en þetta er eðlileg skipting miðað við félagsmenn. Eitt kunnasta lióð, sem sungið er af verkalýðssinnum er ..Ballaðan um Joe Hill". Joe Hill var af sænsku bergi brotinn, en fluttist snemma til Bandarikjanna þar sem hann tók virkan þátt í baráttu verkamanna um síðustu aldamót. Joe Hill notaði ein- mitt sjálfur Ijóðið og tónlistina til framdráttar málstað bandarískra verkamanna. Alfred Hays er höfundur Ijóðsins, sem er samið í kringum 1920, en Earl Robinson samdi lagið nokkrum árum seinna. Þetta lag og Ijóð hefur umfram annað haldið nafni Joe Hills á lofti allar götur síðan, og gert harin að nokkurs konar þjóðsagnahetju, sem barðist hetjulegri baráttu gegn afturhaldsöflunum. Joe Hill var myrtur 19. nóvem- ber árið 1915 af „þjónum réttvísinnar" í Salt Lake City, eftir að hafa setið í fangelsi um nokkurt skeið. Margir söngvarar, sem sungið hafa verkalýðssöngva og baráttuljóð hafa sungið Ijóðið um Joe Hill. Má þar nefna bandarísku söngkonuna Joan Baize og bandaríska söngvarann Joe Glazer, sem mörgum íselndingum er að góðu kunnur. Hann hefur heimsótt ísland tvo undanfarna vetur og haldið tónleika og komið fram í sjónvarpi. Á síðasta vetri söng hann í Reykjavík og ferðaðist jafnframt til isafjarðar og Akureyrar, þar sem hann söng á vinnustöðum við góðar undirtektir. JOE HILL Mig dreymdi í nótt, ég sá Joe Hill hinn sanna verkamann. En þú ert löngu látinn, Joe. Ég lifi, sagði hann. Ég lifi, sagði hann. í Salt Lake City, sagði ég, þar sátu auðsins menn og dæmdu þig að sínum sið. Þú sérð ég lifi enn. Þú sérð ég lifi enn. Sem lífsins björk svo beinn hann stóð og bliki úr augum sló. Þeir skutu mig, sagði hann, skutu mig, en skot er ekki nóg. En skot er ekki nóg. Frá íslandi til Asíu, frá afdal fram á svið, þeir berjast fyrir betri tíð, ég berst við þeirra hlið. Ég berst við þeirra hlið. Mig dreymdi í nótt, ég sá Joe Hill, hinn sanna verkamann. En þú ert löngu látinn, Joe. Ég lifi, sagði hann. Þýðing Einars Braga. Ég lifi, sagði hann. 24 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.