Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 36

Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 36
Félag bifvélavirkja var eitt þeirra félaga, sem stóð að stofnun Málm- og skipasmiðasambands íslands fyrir 10 árum. Félagið á orlofshús í Ölfusborgum og hluta í húsi á Illugastöðum í Fnjóskadal. Félagið hefur haldið uppi fræðslu- starfsemi fyrir félaga sína, og síðan 1963 haldið framhaldsnámskeið, sem veita umsaminn kaupauka. Um þessa framkvæmd sér fræðslu- og skemmti- nefnd og hefur þessi starfsemi gefið góða raun. Á seinni árum hefur verið unnið að breytingum á námi bifvélavirkja, þannig að verklegt nám geti farið fram að mestu í Iðnskólanum. Verk- leg kennsla bifvélavirkja er nú hafin, með tilkomu verknámsskóla iðnaðar- ins, sem verður aukin á næstu árum. Fyrsti formaður félagsins var Eirík- ur Gröndal. Núverandi stjórn er þann- ig skipuð: Sigurgestur Guðjónsson for- maður, Guðmundur Hilmarsson vara- formaður, Einar Steindórsson ritari, Eyjólfur Tómasson gjaldkeri, Samson Jóhannesson varagjaldkeri, Björn Ind- riðason gjaldkeri styrktarsjóðs og Sig- urður Óskarsson meðstjórnandi. Skrifstofa félagsins er á Skólavörðu- stíg 16 í húsnæði sem félagið á ásamt fleiri verkalýðsfélögum. Starfsmaður félagsins er Guðmundur Hilmarsson. Félagsmenn eru nú 350. Verkalýðsfélag Stykkishólms 60 ára Elsta stéttarfélag í Vesturlandskjör- dæmi, Verkalýðsfélag Stykkishólms, á sextíu ára afmæli á þessu ári. Það var stofnað 1915 undir nafninu Verka- mannafélagið Framsókn, og er því eitt af elstu verkalýðsfélögum á land- inu. Fyrsti formaður félagsins var Baldvin Bárðdal, en helsti frumkvöð- ullinn að stofnun félagsins og virkasti forustumaður þess um langt skeið framan af var Guðmundur Jónsson frá Narfeyri, sem var félagsmaður frá stofnun og til 1943. Af tilefni þessa merkisafmælis hélt félagið málverkasýningu á verkum úr Listasafni ASÍ. Þá efndi félagið í sam- vinnu við MFA til námskeiðs um verkalýðsmál og hátíðarfundur var haldinn 1. maí, þar sem Stefán Ög- mundsson formaður MFA var meðal ræðumanna. Til hátíðarfundarins var boðið fyrrverandi formönnum og fleirum sem starfað hafa að verka- lýðsmálum. Af atburðum úr sögu félagsins má nefna að það stofnaði Kaupfélag Verkamanna í Stykkishólmi og rak það í nokkur ár. Þegar félagið var stofnað, tók það á leigu samkomu- húsið á staðnum undir tvo fundi í mánuði að vetri til og einn að sum- arlagi, og sýnir þetta hve félagslegur áhugi hefur verið mikill í Stykkis- hólmi á þeim tíma. Félagið gaf einnig út handskrifuð blöð, Baldur, sem kom út 1917—24 og Mána, sem kom út 1936—’43. Kemur fram í þessum blöðum og af fundargerðum, að mörg þau mál, sem fyrst voru reifuð á fund- um verkalýðsfélagsins eða í blöðun- um, voru síðar borin upp á hrepps- nefndarfundum. — Nú er Verkalýðs- fólag Stykkishólms aðili að Alþýðu- sambandinu, Verkamannasamband- inu, Sjómannasambandinu og meðeig- andi að Alþýðubankanum og Alþýðu- orlofi. Núverandi formaður félagsins er Einar Karlsson, en aðrir í stjórn eru Auður Bárðardóttir ritari, Jens Ósk- arsson gjaldkeri og Einar Ragnarsson meðstjórnandi. Félagsmenn eru nú um 240 talsins. Frá Stykkishólmi. LÖG um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot (Nr. 31 28. mars 1974). 1. gr. Ríkið ábyrgist samkvæmt lögum þessum greiðslu á launakröfum á hendur vinnu- veitanda, sem úrskurðaður hefur verið gjaldþrota. 2. gr. Ábyrgðin tekur til þeirra vinnulauna, sem forgangsréttur fylgir samkvæmt lögum nr. 3 12. apríl 1878, um skipti á dánarbú- um og félagsbúum o. fl. Sama gildir um bætur vegna riftunar eða uppsagnar á vinnusamningi svo og orlofsgreiðslur. Hafi launþegi krafist gjaldþrotaskipta vegna vanskila á greiðslum þeim, sem um ræðir í 1. málsgrein þessarar greinar, tek- ur ábyrgðin til alls nauðsvnlegs kostnaðar, sem honum er skylt að greiða í því sam- bandi. Launþegi, sem hlut á í fyrirtæki, sem hann vinnur hjá, getur þó ekki fengið greiðslu úr ríkissjóði á launum hjá því fyrirtæki samkvæmt lögum þessum. Sama á við um forstjóra fyrirtækis, þótt hann eigi ekki hlut í því, svo og þá, sem setið hafa í stjóm gjaldþrotafélags, eftir að fjár- hag þess tók verulega að halla. Ráðherra getur þó ákveðið með reglu- gerð, að 3. mgr. greinar þessarar taki ekki til þeirra, sem eiga aðeins óverulegan til- tekinn hlut í hlutafélagi eða fyrirtæki og fara ekki með umboð annarra hluthafa. Greiðsla samkvæmt grein þessari til 32 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.