Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 25
í nokkrum vafa um að þeir lífeyris-
sjóðir, sem enn standa utan sambands-
ins, eiga eftir að endurskoða fyrri á-
kvörðun sína, þegar rekstur sam-
bandsins er kominn í fastar skorður.
Hér er fyrst og fremst um að ræða
þjónustustofnun fyrir sjóðfélagana,
sem skerðir á engan hátt sjálfstæði
sjóðanna, heldur veitir þeim upplýs-
ingar og aðstoð eftir því, sem tök eru
á. Enginn sjóður hefur í rauninni efni
á því að standa utan sambandsins til
frambúðar.
— Hver verða brýnustu verkefni
sambandsins á næstu mánuðum?
Samband almennra lífeyrissjóða
mun opna skrifstofu að Klapparstíg
27, Reykjavík, í júlí eða ágústmánuði
nk. Fram að þeim tíma hefur sam-
bandið aðsetur hjá Lífeyrissjóði Dags-
brúnar og Framsóknar að Laugavegi
77, Reykjavík. Tíminn fram á haust
mun væntanlega verða notaður meira
eða minna til þess að kynnast rekstri
sjóðanna. Ég tel sérstaka ástæðu að
hafa gott og náið samstarf við for-
stöðumenn sjóðanna og sjóðstjórnir.
Það er í rauninni frumskilyrði þess að
góður árangur náist, svo hægt verði
að koma á samræmdri skipulagningu
lífeyrissjóðanna. Ég tel sérstaka á-
stæðu að huga vel að þeim fyrstu
sporum, sem tekin verða og flana
ekki að neinu, heldur undirbúa allar
aðgerðir rækilega. Áður hefur verið
greint frá helstu verkefnum sambands-
ins og að undirbúningi þeirra er nú
unnið. Þótt sambandið sé fyrst og
fremst þjónustustofnun er það eitt
meginverkefni þess að vinna að sam-
eiginlegum hagsmunamálum lífeyris-
sjóðanna. Hlutverk lífeyrissjóðanna er
að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi
mökum þeirra og börnum lífeyri. Það
er hins vegar kunnugra en frá þurfi að
segja, að eignir sjóðanna hafa rýrnað
gífurlega í óðaverðbólgu síðustu ára.
Aðstöðumunur þeirra sjóðfélaga, sem
eru í óverðtryggðum sjóðum og þeirra,
sem eru í sjóðum, sem njóta verð-
trygginga er geysilegur og í rauninni
óþolandi til frambúðar. Um heildar-
lausn þessara mála eru þó skiptar
skoðanir. Allir virðast þó vera sam-
mála um að allir eigi að njóta sam-
bærilegs lífeyris, miðað við þau rétt-
indi, sem sjóðfélagar hafa áunnið sér.
Um leiðir að þessu marki eru þó
skiptar skoðanir, eins og áður segir.
Vorið 1973 skipaði fjármálaráðherra
11 manna nefnd til þess að fjalla um
„framtíðarskipan á ávöxtun fjár hf-
eyrissjóða með hliðsjón af þörfum
þjóðfélagsins fyrir fé til verklegra
framkvæmda og því markmiði sjóð-
anna að tryggja lífeyrisþegum lífeyri,
sem sé í samræmi við ríkjandi kaup-
gjald á hverjum tíma“. í nefndinni
eiga m. a. sæti Eðvarð Sigurðsson og
Jón H. Bergs. Nefndin hefur enn ekki
lokið störfum, en Ijóst er þó að svo
verður innan tíðar. Á stjórnarfundi
Sambands almennra lífeyrissjóða 20.
febrúar sl. benti Björn Jónsson á, að
hann teldi rétt ríkisvaldsins vafasam-
an til að setja á laggirnar starfsnefnd
til að ráðslaga um meðferð fjármuna
þeirra lífeyrissjóða, sem samningsaðil-
ar vinnumarkaðarins hefðu komið á
stofn með frjálsum samningum.
Nú hefur verið sett á stofn nefnd á
vegum Sambands almennra lífeyris-
sjóða, sem hefur það verkefni að taka
til sjálfstæðrar athugunar, hvaða leiðir
séu færastar til að verðtryggja lífeyris-
sjóðina. Verðtrygging lífeyris er því
brýnasta verkefni sambandsins.
— Nú er notaður sérstakur stigaút-
reikningur til þess að finna grundvöll
lífeyrisréttinda. Er hér ekki um flókið
kerfi að ræða?
Það er rétt að sjóðir innan Sam-
bands almennra hfeyrissjóða nota sér-
stakan stigaútreikning. Hjá flestum
sjóðum innan sambandsins er miðað
við 2. taxta Dagsbrúnar og fulla
starfsaldurshækkun, en þó nota nokkr-
ir sjóðir önnur grundvallarlaun. Þó
sumir sjóðir noti ekki sama grund-
Eignir lífeyrissjóðanna hafa
rýrnað gífurlega í
óðaverðbólgu síðustu ára
Ég er ekki í nokkrum vafa
um, að þeir lífeyrissjóðir,
sem standa utan sambandsins,
eigi eftir að endurskoða
fyrri afstöðu sína.
völlinn við útreikning stiga, -— ég vil
segja því miður, •— þá er markmið
stigaútreikningsms það sama.
Eins og kunnugt er nota flestir sjóð-
ir utan sambandsins þá reglu að líf-
eyrir fari eftir meðallaunum 5 eða 10
síðustu starfsáranna. Sú regla veitir
meiri rétt miðað við iðgjaldagreiðslur
þeim starfsmönnum, sem fá verulegar
flokkahækkanir síðustu starfsárin, en
hinum sem taka laun samkvæmt sama
launaflokki allan starfstíma sinn.
Stigaútreikningurinn er hins vegar
þannig, að áunnin réttindi fara eftir
verðgildi iðgjaldanna, eins og það var,
þegar þau voru innt af hendi. Kostir
þessa stigakerfis eru margir og má til
að mynda nefna, að ekki á að skapast
misræmi í réttindum, þótt innan líf-
eyrissjóðsins hafi menn jafnar tekjur
yfir ævina, stöðugt hækkandi tekjur
eða tekjur, sem verða hæstar á miðri
starfsævi, en fara síðan lækkandi síð-
ustu starfsárin. Um þá spurningu,
hvort hér sé um flókið kerfi að ræða,
þá er því til að svara, að að svo er
ekki, en æskilegt væri þó að sjóðirnir
notuðu sömu grundvallarlaunin við
stigaútreikninginn.
— Er nokkuð að lokum, sem þú
vilt koma á framfæri?
Ég vil aðeins undirstrika það, sem
ég hef áður sagt, að brýnasta verkefni
SAL er að finna leiðir til að verð-
tryggja lífeyrinn. Af öðrum brýnum
verkefnum má nefna reglurnar um
réttindaflutning milli sjóðanna. Það
er nauðsynlegt að draga sem frekast
er unnt, úr óþarfa réttindaflutningi
milli sjóðanna. Um þetta eru ákveðn-
ar reglur í samskiptareglum sjóðanna,
sem ekki hefur enn verið farið eftir
og mun sambandið beita sér fyrir því
að sjóðirnir fari eftir þessum reglum.
Þá er sérstök ástæða að veita sjóðun-
um aðstoð við útreikning lífeyris og
þá ekki síst við útreikning lífeyris
aldraðra félaga í stéttarfélögum, skv.
lögum nr. 63/1971, en framkvæmd
þessara laga er vægast sagt mjög flók-
in.
Samband almennra lífeyrissjóða
mun veita sjóðunum aðstoð við trygg-
ingafræðileg efni og er þess að vænta
að tryggingafræðileg athugun á fjár-
hag sjóðanna 1970—1974 liggi fyrir
í haust, en Guðjón Hansen, trygginga-
fræðingur, vinnur nú að þeirri athug-
un fyrir sambandið.
VINNAN 21