Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 34
AFMÆLISFRÉTTIR Fyrsti samningur sem gerður var vegna verkafólks náðist ekki fyrr en 19. júní 1925 og gilti sá samningur fram á næsta ár. Þó tekist hafi að ná samningum, átti félagið í harðri bar- áttu við atvinnurekendur á Akranesi. Ein af kröfum atvinnurekenda var sú, að félagið segði sig úr Alþýðusam- bandinu. Um þetta segir í greininni: „Fundarmenn töldu þetta lævíst bragð, gert í þeim tilgangi að sundra félaginu, og samþykktu að gefa út taxta, annan fyrir sjómenn og hinn fyrir verkafólk. — Fundarmenn hétu því að standa fast að því, sem þeir höfðu samið og samþykkt að gera, þ. e. að ráða sig eftir þeim taxta sem samþykktur var á fundinum. Samt sem áður náði þessi taxti ekki fram að ganga vegna harðrar mótstöðu at- vinnurekenda, og virðist sem félags- menn hafi átt í vök að verjast, og fé- lagið staðið höllum fæti, enda var at- vinna stopul, og allmargir sjómenn og verkamenn stóðu enn utan við félag- ið, og samtakamátturinn því ekki nægilega traustur. Á fundi félagsins 1. des. 1924, er samþykkt tillaga um að fólagið segi sig úr Alþýðusambandinu, gegn því að atvinnurekendur gangi að óhögg- uðum þeim skilmálum, sem félagið setti fram með taxta sínum 22. nóv- ember. Þessi samþykkt var gerð eftir ítarlegar viðræður við þáverandi for- seta ASÍ, Jón Baldvinsson, en hann hafði hvað eftir annað átt viðræður við atvinnurekendur og reynt að fá þá til að semja við verkalýðsfélagið, en atvinnurekendur voru ósveigjanlegir í garð þess. Verkalýðsfélagið gekk á ný í Alþýðusambandið 1927.“ Skömmu eftir 1930 voru stofnaðar deildir innan félagsins. Þannig var kvennadeild, sjómannadeild og verka- mannadeild stofnaðar 1931, vélstjóra- deild 1936 og bílstjóradeild 1939. 1 áðurnefndri grein Guðmundar Kr. Ól- afssonar segir orðrétt: „Deildirnar hafa allar skilað miklu starfi, að vísu misjafnlega miklu, og að mörgu leyti hefur þetta skipulag í verkalýðsmálum gefið góða raun á Akranesi. Þess skal getið að bílstjóradeildin hætti að starfa þegar Vörubílastöð Akraness var stofnuð. Sameiginlega mynda deildirnar og varastjórnir þeirra, á- samt stjórn aðallfélagsins og varastjórn þess, trúnaðarmannaráð, sem er mjög svo þýðingarmikið og traust form í fé- lagsstarfseminni, þar sem mörg mál eru rædd og undirbúin áður en þau eru lögð fyrir félagsfundi. Næstum allan starfstíma félagsins, eða frá árinu 1925, en þá baðst Sæ- mundur Friðriksson undan endurkosn- ingu sem formaður, til 1937, hafði Sveinbjörn Oddsson verið aðalforystu- maður félagsins ,og sá brimbrjótur, sem stærstu öldurnar brotnuðu á. Ber öllum saman um að enginn maður hafi sýnt jafnmikla fórnfýsi sem hann, og enginn sýnt jafn mikinn baráttu- vilja. Að öllum öðrum ólöstuðum megi því segja, að hann hafi leitt fé- lagið fram til sigurs, eftir harða og erfiða baráttu, enda var komist svo að orði um starf Sveinbjarnar fyrir fé- lagið: „Þar sem Sveinbjörn er, þar er Verkalýðsfólagið, og þar sem Verka- lýðsfélagið er, þar er Sveinbjörn.“ Þá er í ritinu viðtal við núverandi formann Verkalýðsfélags Akraness, Skúla Þórðarson, en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 1966. í viðtalinu kemur fram að starfsemi félagsins í dag er mikil og fjölbreytt. Skúli segir: „I fyrsta lagi er þátttaka í öllum mögulegum samningum er það kemur að, en það er deildarskipt og hver deild á samningslegan rétt um sín sér- mál. Getur af þessu leitt ,að samtímis fari fram samningar tveggja eða fleiri deilda. Er því augljóst, að í þetta fer oft mikill tími og þá ekki minnst í að móta þær kröfur, er settar eru fram hverju sinni og uppi eru á öllum tím- um. Fleyrst hefur að þessir samningar séu þungir í vöfum og taki langan tíma og tek ég undir það af heilum hug, en það þarf mikið átak til að brjóta þær hefðbundnu venjur, er skapast hafa, og vart á færi eins fé- iags. Innheimta til sjóða félagsins er oft seinleg og tímafrek, þar sem margir af okkar viðsemjendum eru skuJd- seigir og fer oft í það mikill tími. Það væri hægt að halda svona áfram, en ég læt þetta nægja um þetta atriði, en vil taka það fram, að svona starf færir manni hvor tveggja í senn ánægju með það sem vel tekst og svo leiðindi þeg- ar illa gengur. Kemur þá í hugann af hverju er maður að þessu og detta mér þá stundum í hug orð Sigríks er hann sagði (Sigríkur Sigríksson var einn af stofnendum og formaður sjó- mannadeildar um árabil. Vinnan); „Það fær enginn þakkir fyrir að starfa fyrir verkalýðinn“, og ef maður þolir ekki skammirnar er eins gott að hætta. Þá kemur það upp í hugann, sem gefur starfinu mest gildi, en það er að hjálpa þeim er minna mega sín eftir því sem kostur er, og gerir þetta starf jafn persónulegt og raun ber vitni, og er þakklæti þeirra ómetanlegt í starfinu." Auk Skúla eiga nú sæti í stjórn Verkalýðsfélags Akraness þau Bjarn- fríður Leósdóttir, Garðar Halldórsson, Herdís Ólafsdóttir, Guðmundur Kr. Ólafsson og Sigrún Clausen. Sjómannafélag Hafnarfjarðar 50 ára Sjómannafólag Hafnarfjarðar var stofnað 23. október 1924, og er því nær jafngamalt Verkalýðsfélagi Akra- ness. I tilefni afmælisins fór stjórnin þess á leit við Ólaf L. Kristjánsson fyrrverandi skólastjóra, að hann ritaði sögu félagsins. Rit þetta er nú komið út og er þar ítarlega rakin saga sam- taka hafnfirskra sjómanna, allt frá stofnun Bárunnar nr. 2, síðan Háseta- félags Hafnarfjarðar, sem voru forver- ar Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Sjó- mannafélag Reykjavíkur átti drjúgan þátt í stofnun félagsins, sem má m. a. sjá á því að Sigurjón Á. Ólafsson var einn þeirra manna sem hafði forgöngu fyrir stofnun félagsins, en hann var lengi formaður Sjómannafól. Reykja- víkur. Reyndin varð sú að fyrstu mán- uðina var félagið deild í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur og nefndist þá Hafn- arfjarðardeild Sjómannafélags Reykja- 30 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.