Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.05.1975, Blaðsíða 7
Ályktun kjaramála- ráðstefnu ASÍ Að fengnum upplýsingum 9-manna samninganefndar ASf um gang samninga- viðræðna við samtök atvinnurekenda og við ríkisstjórnina, svo og að kannaðri þró- un verðlagsmála frá því er ráðstefna verkalýðssamtakanna var haldin 30. nóv. — 1. des. sl., ályktar kjaramálaráðstefna ASÍ eftirfarandi: l.Frá því er ráðstefnan var haldin, um mánaðarmótin nóv./des. sl., hefur óða- verðbólgan geisað fram af meiri hraða og tilfinnanlegar fyrir alþýðuheimilin en nokkru sinni áður. Sú kjararýrnun sem þá var metin sem 12—23% lækkun kaup- máttar, hefur vaxið á þeim 3 mánuðum, sem síðan eru liðnir, yfir 30 stig í fram- færsluvísitölu og fullvíst er, að á næstu dögum og vikum mun hún enn vaxa um a. m. k. 20 stig. Skerðing kaupmáttar, ef ekki er að gert, yrði 1. maí nk. 30— 40% og þyrfti kaupgjald þá að hækka um 50—60% til þess að náð yrði þeim kaupmætti, sem samið var um í febrúar 1974. Þessi geigvænlega þróun kjaramála hefur orðið án þess að stjórnvöld hafi gert minnstu tilraun til að spyrna við landinu, grundvallarmarkmið þeirra og annarra skyldra félagsmálahreyf- inga, baráttu verkalýðssamtakanna fyrir bættum lífskjörum fólksins, um hagsmunasamtök atvinnurekenda og um almenna þjóðfélagsfræði og meg- inatriði íslenskrar félagsmálalöggjafar. Ennfremur skal kenna almennar fundarreglur og fundarstjórn og bók- hald og fjárgæslu verkalýðsfélaga og sjóða þeirra. Leggja skal áherslu á að þjálfa nemendur í að setja hugsanir sínar skipulega fram í ræðu og riti og gera þá færa um að taka að sér fé- lagsleg leiðbeinenda- og kennslustörf auk annarra trúnaðar- og forystu- starfa í þágu verkalýðshreyfingarinn- ar. Auk þess veiti skólinn leiðsögn í tungumálum, listum og öðrum efnum cftir því sem henta þykir. 3. gr. — Fræðsla fer fram í formi námskeiða og skal námsefni og náms- fótum, og að verulegu leyti fyrir þeirra tilverknað. Gengið hefur verið fellt um 20%, lagðir hafa verið á ýmsir sérskattar, söluskattur verið hækkaður um 1% og heimilaðar stórfelldar hækkanir á fjöl- mörgum vörum og almennri þjónustu, sem ekkert heimili getur án verið, svo sem rafmagni, hitaveitu, afnotum út- varps og sjónvarps, svo fá dæmi séu nefnd. Vxsitala framfærslukostnaðar stóð hinn 1. febrúar í 372 stigum á móti 297 stigum 1. ágúst sl., og nú er vitað um miklar hækkanir viðkvæmustu neyslu- vara, svo sem búvara, og stórfelldra al- mennra hækkana vegna gengisfellingar- innar, sem nú mun leggjast með ofur- þunga á framfærslukostnað næstu daga og vikur. Framfærslukostnaður heimil- anna mun því, án mótaðgerða, hækka um 10—11% a.m.k. á næstu 2 mánuðum. Á sama tíma fer atvinna minnkandi og veldur stórfelldum tekjumissi heimila láglaunafólksins, en stöðvun útlánaaukn- inga viðskiptabanka, aukin bindiskylda þeirra í Seðlabankanum og samdráttar- stefna ríkisvaldsins í heild, ógnar nú skrá samin í samræmi við þá tilhög- un. Starfið fer fram í fyrirlestrum, umræðu- og starfshópum eða á ann- an hátt, sem best þykir henta. Námskeið eða önnur starfsemi skól- ans fer fram í húsakynnum hans, eða annars staðar í hinum ýmsu landshlut- um eftir því sem þörf krefur og henta þykir. 4. gr. — Stjórn Menningar- og fræðslusamtaka alþýðu er jafnframt skólastjórn Félagsmálaskóla alþýðu. Hún ræður skóilastjóra, kennslukrafta og annað starfslið. 5. gr. — Kostnað við rekstur skól- ans ber Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, að því leyti sem fjárveit- ingar frá því opinbera nægja ekki. 6. gr. — Reglugerð þessi öðlast gildi, þegar hún hefur verið staðfest af miðstjórn ASÍ og Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. alvarlega því atvinnuöryggi sem vinnu- stéttirnar hafa þrátt fyrir allt búið við síðustu árin. Af þessum sökum öllum stefnir óðfluga að neyðarástandi meðal alls þorra verkalýðsstéttarinnar. 2. Þessi ógnvekjandi þróun kjaramála er af stjórnvöldum skýrð með versnandi við- skiptakjörum, sem vissulega verður ekki synjað fyrir að eiga hér nokkra sök, en þó hvergi nærri nema að hluta. Orsak- anna er ekki síður að leita í algeru and- varaleysi þeirra og samtaka atvinnurek- enda til að verja í nokkru hag verka- lýðsstéttarinnar. Ráðstefnan lýsir því sök á hendur þessum aðilum, og fordæmir ábyrgðarleysi þeirra og andstöðu gegn réttmætum og óhjákvæmilegum kröfum verkalýðsstéttarinnar um launahækkanir, sparnað í opinberum rekstri og skatta- lækkanir til þeirra, sem komnir eru í þrot með lífskjör sín og afkomu. 3. Ráðstefnan telur að atvinnurekendum og ríkisstjórn hafi af verkalýðssamtök- unum, nú um eins árs skeið, verið sýnt mikið langlundargeð, og gefin fyllstu tækifæri til að koma í framkvæmd ráð- stöfunum í þá átt að mæta áföllum þjóð- arheildarinnar með því m. a. að vinna að réttlátari skiptareglum þjóðartekna, og verja þannig rétt þeirra og kjör, sem verst eru settir, en sú stefna er hin eina sem á rétt á sér þegar minna er til skipta en áður. En nú hefur sannast að hvorki atvinnurekendur né stjórnvöld, hafa notað tímann til slíkrar stefnumót- unar, heldur til þess að ráðast í sífellu á garðinn þar sem hann er lægstur, og vega æ ofan í æ í hinn sama knértmn, og að nota áföll þjóðarbúsins sem tylli- ástæðu til að skerða almenn lífskjör stórum freklegar en efni og ástæður hafa gefið tilefni til. Þessari reynslu ríkari, lýsir ráðstefnan því nú yfir, að langlundargeð verkalýðs- samtakanna er þrotið, og að þau muni nú beita áhrifum sínum af alefli til að sameina alla verkalýðshreyfinguna til allsherjarátaks, til þess að rétta hlut lág- launastéttanna, og knýja fram nýja kjarasamninga. Skorar ráðstefnan því á öll verkalýðsfélög innan ASÍ að afla nú þegar heimilda til verkfallsboðunar, og vera viðbúin að beita þeim heimildum, ef atvinnurekendur og ríkisstjórn opna ekki á næstu dögum möguleika á kjara- samningum, sem, miðað við allar að- stæður, gætu talist viðunandi til bráða- birgða. I því ótrygga og óvissa efnahags- ásandi, sem nú ríkir telur ráðstefnan ekki koma til greina að festa samninga um kaup og kjör nema til mjög skamms tíma, heldur verði nú að stefna að settu marki um að ná fram í áföngum kaup- mættinum, eins og hann var eftir síðustu samninga, og verði hvert tækifæri notað til þess. Ráðstefnunni er ljóst að árangur fyrsta áfangans kann að marka mjög þá, sem síðar verður að ná, og heitir því á alla verkalýðshreyfinguna að mynda nú þá órjúfandi fylkingu, sem til þarf, að hann verði sem stærstur og árangursríkastur. VINNAN 7

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.