Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Qupperneq 15

Vinnan - 25.10.1979, Qupperneq 15
kristilegt hugarfar hans og lífsvenjur allar hljóti að vera eins og hver önnur sending af himnum ofan fyrir aðra - og fáfróðari - kynstofna. Og þá um leið, að umgengnisreglur hvíta mannsins við náttúruna hljóti að vera eðlilegir, — þótt nú á síðari árum séu augu manna að opnast fyrir því að sá hvíti hefði betur fylgt fordæmi frumbyggja í þeim efn- um. Fyrir nokkrum árum (1973) var hald- inn í Kaupmannahöfn „Ráðstefna íbúa á norðurhveli jarðar“, þar sem eskimóar frá Grænlandi, Kanada og Alaska, ásamt sömum (löppum) frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð ræddu vandamál sín og sam- starfsmöguleika. I svona húsnœði var búið til skamms tíma víða á Grænlandi, og mun raunar þekkjast enn. I þessu jarðhúsi, sem við skoðuðum í Qaqortoq, bjuggu 16 manns. Húsnæðið saman- stendur af einu herbergi og forstofu. Það eru þeir Helgi Guðmundsson og Lars-Erik Ej- björnsson frá Svíþjóð,sem sitja á öðru tveggja rúmstæða sem þarna voru. Sama ár var síðan stofnað World Counsil of Indigenous People (Heims- ráð frumbyggja mætti kalla það á ís- lensku) - WCIP. I ráðinu eru aðilar frá mörgum heimshlutum, 23 löndum og eru samtökin í forsvari fyrir 42 millj ónir manna. WCIP hefur sótt um aðild að Efnahags- og framfarastofnun Samein- uðu þjóðanna sem samtök án þjóðernis. Samtökin hafa skrifstofu í Kaupmanna- höfn og gefa út ýmis kynningarrit og bæklinga. Onnur samtök frumbyggja sem eski- móar á Grænlandi eiga aðild að eru Inuit Circumpolar Conference (ICC), sem stofnuð voru 1977. Þetta eru sam- tök eskimóa á Grænlandi, í Alaska og Kanada, en þeir eru samtals um 100 þúsund talsins. ICC hefur sótt um inn- göngu í WCIP og hefur auk þess haft samstarf við sama í Skandinavíu, án þess að það samstarf byggi á neinum skipulögðum samtökum. Þeir Hans Pavia Rosing og Kristian Poulsen hafa báðir tekið þátt í starfi og stofnun þessara samtaka og skýrðu okk- ur frá haráttumálum þeirra, sérstaklega þó ICC. Má sem dæmi um baráttumál ICC nefna: - Verndun og stjómun á nýtingu nátt- úruauðlinda. - Verndun tungu eskimóa. — Aukin samskipti eskimóa. — Samvinna eskimóa og íbúa þeirra landa sem þeir búa í. — Ferðafrelsi eskimóa í öllum löndum. - Að þróa pólitíska hugmyndafræði sem hentar norðurhveli jarðar. I umræðum kom m. a. fram hjá þeim Hans Pavia og Kristian, að eskimóar á Grænlandi hafa lengi mátt una við að þröngvað væri upp á þá dansk-evrópsku lífsformi og hugsunarhætti. „Við verð- um að rækta okkar eigið lífsform og hugsunarhátt. Eg er hlynntur heima- stjórninni, en hún er aðeins eitt skref á leiðinni til fulls sjálfstæðis,“ sagði Kristian. Hans Pavia sagði, að eskimóar hefðu enga hugmyndafræði í evrópskri merk- ingu þess orðs. En „hugmyndafræði“ þeirra stendur samt nokkuð nærri sósía- lisma. Eskimóahreyfingin hefur ekki bundið sig í fjötra hugmyndafræðinn- ar, heldur reynt að líta raunhæft á hlut- VINNAN 13

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.