Vinnan - 25.10.1979, Síða 17
Þess má geta hér, að 5 búfræðmemar
eru við stöðina. Nám þeirra tekur 3 ár
og er þriðja árið fólgið í námi við bú-
fræðiskóla á Islandi.
Narssaq er um 38 km frá Qaqortoq
og þangað komum við eftir nokkuð taf-
sama siglingu, því ísinn var orðinn mjög
mikill og þéttur. Kynjamyndir borgar-
ísjakanna eru vissulega tilkomumikil
sjón, en jafnframt þýddi þessi ís vitan-
lega aukna erfiðleika fyrir fiskimenn
þessa lands. Narssaq byggir einmitt á
fiskveiðum og fiskiðnaði, auk þess sem
þar er eina sláturhúsið á Suður-Græn-
landi. Einnig kom fram við viðræðum
við þau Agnethe Nielsen bæjarstjóra,
Torben Emil Vinge forseta bæjarstjórn-
ar og Ole Egede bæjarfulltrúa og for-
mann verkalýðsfélagsins á staðnum, að
þar er sútunarverksmiðja, skrautsteina-
slípun, silfursmíði, hótelrekstur, ali-
fuglarækt og minkarækt. — Ibúar í Nars-
saq eru um 2300.
Þá má geta þess, að í Kuma-fjalli,
skammt frá Narssaq, hefur staðið yfir
tilraunavinnsla á úrani sl. 20 ár og er
þeirri vinnslu stjórnað af íslenskum
verkfræðingi. Bæjarstjórninni er mjög
umhugað að vinnsla þessa verðmæta
málms hefjist þar fyrir alvöru og mun
að öllum líkindum óska eftir að fá ítök
í vinnslunni. Með tilliti til umsagna
pólitísku fulltrúanna um stefnu flokk-
annna í námuvinnslumálum, ættu menn
Tilraunastöð landbúnaðarins í Upernaviars-
suk. A efri myndinni segir Poul Bjerge (í
peysu) frá starfseminni, en á þeirri neðri sést
hluti gróðurreitanna.
ekki að verða hissa þegar það er upp-
lýst, að bæjarstjórnin í Narssaq saman-
stendur af 6 Atassuturum, einum Siumu-
tara og einum óflokksbundnum.
Nokkur húsnæðisskortur er í Narssaq.
Og það er dýrt að byggja. Svo dýrt að
jafnvel okkur Islendingunum blöskraði.
Það kostar rétt tæpar 30 milljónir ís-
lenskra króna að byggja 60 fermetra
hús á einni hæð úr timbri, klæ+t báru-
j árni.
Avataq frystihúsið
Eins og fyrr er sagt litum við inn á
tvo vinnustaði í Qaqortoq; sútunarverk-
smiðju og frystihús. Þær heimsóknir
verða ekki tíundaðar hér, en ég get ekki
látið hjá líða að minnast hér á eitt at-
riði, sem vakti athygli okkar Islending-
anna.
Eins og alkunna er hefur því löngum
verið haldið fram hérlendis, að það
þýddi ekki að fullvinna hér fisk til út-
flutnings í neytendaumbúðum, tilbúinn
til neyslu. Það sé svo óhagkvæmt. Betra
sé að eiga fabrikkur í útlöndum og
vinna þar hráefni sem kæmi héðan hálf-
unnið.
Á Grænlandi vita menn sennilega ekki
um þessa óhagkvæmni. Þess vegna fram-
leiðir Avataq frystihúsið þess konar
vöru, flytur hana á Evrópu- og Ameríku-
markað og gerir það gott. Ekki aðeins
fisk vel að merkja, heldur einnig hval-
buff og fleira. Umsvifin eru sífellt að
aukast og í ráði er að stækka húsnæðið
um helming, úr 600 fermetrum í 1100.
Séu menn með þær hugmyndir, að
hér byggi Grænlendingar á gömlum við-
skiptasamböndum, er hægt að upplýsa
það hér og nú, að fyrirtækið er aðeins
tæplega tólf ára gamalt. Það var upphaf-
lega einkafyrirtæki en átti að hætta
rekstri 1977 og var þá breytt um rekstr-
form að undirlagi sveitarfélagsins. Það
keypti húsið og nú er fyrirtækið rekið á
samvinnugrundvelli með þátttöku bæjar-
félagsins. Og það var raunar ekki fyrr
en eftir þessa breytingu á rekstrarform-
VINNAN 15