Vinnan - 25.10.1979, Page 20
Nokkrir fundarmanrm á ráðstejnu Lœknafélagsins um atvinnuheilbrigSismál.
(Mynd'r: Vinnan, -hm).
ing eru vandamál á mörgum vinnustöð-
um.
Á flestum iðju- og iönaðarvinnustöS-
um er unnið úr eða notuð við fram-
leiðslu ýmis hættuleg efni eða efnasam-
bönd, sem geta orsakað atvinnusjúk-
dóma.
Vinnuaðstöðu og vinnutilhögun er
víðast lítill gaumur gefinn. Röng vinnu-
aðstaða, einhæf störf og stöðug endur-
tekning sömu hreyfinga veldur líkam-
legu erfiði og sliti.
Starfsmannarými, þ. e. matar- og
kaffistofur, bað-, fataskipta- og snyrti-
aðstaða er víða ófullnægjandi eða jafn-
vel ekki fyrir hendi. Þar sem þessi að-
staða er fyrir hendi eru þrif víða ófull-
nægjandi og umgengni eftir því.
Alvarlegasta vandamál á vinnustöð-
um verkafólks í framleiðsluatvinnu-
greinunum er að mínum dómi mikil
óhreinindi í vinnusölum og á vinnu-
svæðum, sem koma m. a. frá ýmiss kon-
ar hráefnum sem notuö eru við fram-
leiðsluna og vinnuframkvæmdir.
Það virðist svo að verkafólk, verk-
stjórar og atvinnurekendur sætti sig við
óhreinindin og telji þau óhjákvæmileg,
og er því lítið gert til að fjarlægja þau.
Þar sem mikil óhreinindi myndast
þarf að sj álfsögðu meiri og betri hreins-
un heldur en annars staðar.
I flestum starfsgreinum framleiðslu-
atvinnuveganna er vinnutími verkafólks,
sem þar starfar að jafnaði, um 50 klst.
á viku, þ. e. um helmingur af vikulegum
vökutíma. Á vissum árstíma og við
tímabundin verkefni er vinnutími verka-
fólks í þessum starfsgreinum oft tals-
vert lengri, jafnvel sem nemur öllum
vökutíma þess.
I nokkrum starfsgreinum, svo sem
fiskiðnaöi og byggingaiðnaði, eru við-
höfð afkastahvetjandi launakerfi sem
leiða til aukins vinnuálags, umfram það
sem eðlilegt er.
Vinnuslys eru tíð og stafa m. a. af
ófrágengnu húsnæði og vanbúnaði á
vélum og vinnutækjum.
Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu
Oryggiseftirlits ríkisins, sem kom út á
sl. ári, voru tilkynnt 740 vinnuslys, þar
af 20 dauðaslys, til Öryggiseftirlits rík-
isins á árunum 1970-1977.
Vitað er að ekki er nærri alltaf til-
kynnt um vinnuslys til Öryggiseftirlits-
ins eða lögreglu. Fullnægjandi upplýs-
íngar um fjölda vinnuslysa liggja ekki
fyrir.
Slíkir dvalarstaðir eins og vinnustað-
ir framleiðsluatvinnugreinanna, sem hér
hefur lauslega verið lýst, eru ekki eftir-
sóknarverðir.
Til vanbúnaðar og slæmra hollustu-
hátta á mörgum vinnustöðum verka-
fólks og hins langa vinntíma má áreið-
anlega oft rekja orsakir heilsutjóns og
sj úkdóma.
Þeir aðilar sem átt hafa og eiga að
láta sig varða aðbúnaö, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum, hafa undan-
farin ár ýmist ekki valdið verkefninu
eða lítið sinnt þessu málefni og lagt
meiri áherslu á aðra þætti lífskjaranna.
Eftirlitsstofnanir þær sem samkvæmt
gildandi lögum eiga að gæta þess að lög-
um og reglugerðum um aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi á vinnustöðum sé
framfylgt, virðast ekki hafa ráðið við
það verkefni, m. a. vegna gallaðrar lög-
gjafar og fjárskorts.
Læknar hafa ekki almennt skipt sér
mikið af heilbrigðismálum vinnustaða,
og hafa veriö tregir til að úrskurða
hvort um vinnusjúkdóma væri að ræða,
sem rekja má til vinnuskilyrða eða holl-
ustuhátta á vinnustöðum.
Samtök launafólks hafa ekki rækt
sem skyldi aðbúnaðar- og heilsuvernd-
arþáttinn við uppbyggingu lífskjara
launafólks, og launafólk hefur sjálft ver-
ið áhugalítið fyrir aðbúnaði og heil-
brigðisástandi vinnustaða. ASeins ein-
stök verkalýðsfélög og sambönd hafa
boriö fram kröfur eða tillögur um úr-
bætur í þeim efnum.
En við gerð kjarasamninga í mars til
júní 1977, sólstöðusamninganna, lögðu
ASÍ og aðildarfélög þess fram tillögur
um úrbætur varðandi aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi á vinnustöðum
verkafólks.
I apríl 1977 varð samkomulag milli
ASÍ annars vegar og YSÍ og VMSS
hins vegar um að fara þess á leit við
ríkisstjórnina að löggjöf um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
yrði endurskoðað og að samið yrði
lagafrumvarp, sem gæti orðiö grund-
völlur verulegra umbóta í þeim efnum
og að framkvæmd yrði könnun á ástandi
aöbúnaðar, hollustuhátta og öryggis
vinnustaða.
Ríkisstjórnin varð við þessu erindi
aðila vinnumarkaðarins og skipaði í
september 1977 nefnd til að framkvæma
tilmæli þeirra. I nefndina voru skipað-
ir níu menn, ráðuneytisstjóri félags-
málaráðuneytisins, sem jafnframt var
formaður nefndarinnar, forstöðumaður
heilbrigðiseftirlits, öryggismálastjóri og
sex menn tilnefndir af aðilum vinnu-
markaðarins. Orn Bjarnason skólayfir-
18 VINNAN