Vinnan - 25.10.1979, Qupperneq 24
hans hjá CCOO, Marcelini Camacho, er
UCD nú að þokast lengra og lengra til
hægri, en því hefur löngum verið haldið
fram, að innan þess flokks finni hægri
jafnaðarmenn sitt helsta athvarf.
Sem sönnun fyrir þessu benda þeir
félagar á frumvarp til nýrrar vinnulög-
gjafar, sem lagt hefur verið fram. Upp-
haflega var verkalýðshreyfingunni heit-
ið að hún fengi að hafa hönd í bagga
með samningu frumvarpsins, en það
loforð var svikið. Það voru einungis
embættismenn stjórnarinnar sem fengu
að koma nálægt samningu þess.
Lögin kveða á um 44 stunda vinnu-
viku og þau gefa fyrirtækjum mjög
frjálsar hendur með að fækka starfs-
fólki með „endurskipulagningu“. Cama-
cho og Redondo kveða jafnvel svo fast
að orði, að kalla þetta frumvarp bæði
miðaldalegt og frankóískt (þ. e. í anda
Frankós).
— Lögin beinlínis kalla á árekstra
við verkafólkið, því það mun ekki sætta
sig við þau, fullyrti Camacho þegar
frumvarpið var lagt fram.
Baráttuandinn 1. maí sl. var augljós
sönnun þess, hve vel samstarf samband-
anna tveggja hefur heppnast. I Madrid
einni fengu þau, ásamt nokkrum smærri
samböndum, um hálfa milljón manna í
kröfugöngu sína.
Þetta var í þriðja sinn sem 1. maí var
raunverulega minnst, eftir að verkafólk
hafði um árabil verið undir járnhæl
Frankóstjórnarinnar og orðið að taka
þátt í hátíðarhöldum kirkjunnar, „1.
maí vegna heilags Jósefs, verkamanns-
ins“, eins og það var kallað.
Göturnar voru í ár sem haf af fagn-
andi fólki, en bæði ræður dagsins og
slagorðin voru af alvarlegra taginu. Efni
þeirra var hægra ofbeldið, sem sífellt
krefst fleiri mannslífa, og atvinnuleysið;
„hið raunverulega hryðjuverk“, eins og
eitt slagorðið hljómaði. - Hversu alvar-
legt það er má sjá á því að nú eru rúm-
lega ein og hálf milljón manna atvinnu-
laus á Spáni og sú tala hækkar um
25.000 í hverjum mánuði.
(Byggt á LO-blaðinu; -hm.)
Fyrst börðust þeir gegn fasismanum, svo voru
þeir fangelsaðir undir einrœðisstjórn. Nú berj-
ast þeir á nýjan leik. Blaðamaður danska LO-
blaðsins tók mynd af þessum áttrœðu öldung-
um þar sem þeir voru að líma upp 1. maí-
veggblöð.
22 VINNAN