Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Side 27

Vinnan - 25.10.1979, Side 27
ið var á ráðstefnu frjálsra verkalýðsfélaga í Caracas, Venezuela, að bjóða þessu stríðs- hrjáða landi umfangsraikla aðstoð. Markmið viðræðnanna í Nicaragua var að kanna á hvern hátt annan ASFV og aðildar- félög þess geta aðstoðað við þróun styrks lýð- ræðiskerfis í Nicaragua. Ráðstefnan í Caracas, sem haldin var af Al- þýðusambandi Venezuela, ASFV og svæða- samtökum innan þess í Suður- og Norður- Ameríku, fagnaði sigri alþýðunnar í Nicara- gua í baráttunni gegn stjórn Somoza. Eink- unnarorð ráðstefnunnar voru: „Til frelsis og lýðræðis" og hvatti hún til „ákveðinna og markvissra, sameiginlegra aðgerða, til að gera verkalýð Nicaragua kleift að leggja fram sinn eðlilega skerf til grundvöllunar lýðræðis og til stjórnmálalegrar, efnahagslegrar og félags- legrar enduruppbyggingar Nicaragua." Á ráðstefnunni kom saman nefnd sú er Al- þjóðasambandið hefur skipað til verndar mannréttindum og réttindum verkalýðsfélaga í Suður-Ameríku. Á fundi sínum ákvað nefnd- in að herða á aðgerðum verkalýðsfélaga gegn stjórn Pinochet í Chile. Hvatti nefndin aðild- arfélög ASFV og Alþjóða vinnumálastofnun- ina til þess að „skipuleggja sérstakar aðgerð- ir, þar á meðal viðskiptabann, vikuna 9.-16. september 1979. Yrðu þessar aðgerðir fyrsta skrefið í stuðningi við alþýðu Chile, í baráttu hennar fyrir frelsi, lýðræði, mannréttindum og fullum rétti verkalýðsfélaga“. Hverju aðildar- sambandi ASFV var í sjálfsvald sett að á- kveða og skipuleggja sínar aðgerðir, miðað við stöðu sína og tækifæri. 1 lokayfirlýsingu ráðstefnunnar segir að verkalýðshreyfing Suður-Ameríku verði að skapa og styrkja „lýðræðislega vitund" í þess- um heimshluta. „Verkalýðurinn má ekki vera ópólitískur og takmarka sig við efnahagslega hagsmunabaráttu, því fremst verkefna hans er að byggja kerfi stjórnmálalegs frelsis ... sem grundvöll fyrir umbótum á aðstæðum verka- lýðsins til lífs og vinnu.“ Kersten, aðalritari, vék að þessu atriði í ávarpi sínu á ráðstefnunni, er hann sagði: Verkalýðshreyfing sem er hlutlaus í stjórnmál- um og sem beitir sér einvörðungu við efna- hagsleg vandamál, er hvergi nægjanleg nema í þeim þjóðfélögum þar sem lýðræðisleg stjórn stendur á sterkum grunni og þar sem frelsi allra einstaklinga til félagamyndunar er viðurkennt í raun.“ Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá verkalýðs- hreyfingum allra landa Suður-Ameríku, að Kúbu og Haiti undanteknum, svo og frá mörg- um Evrópuríkjum og frá Kanada. AFRÍKA: Habib Achour og átta télagar hans náðaðir Eins og sagt hefur verið frá í Vinnunni (sjá síðasta tbl.) var Habib Achour, aðalritari al- þýðusambandsins í Túnis, dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu á síðasta ári. Sakargiftir voru þær að hann hefði átt þátt í eins dags verk- falli, sem gert var í Túnis 26. janúar á síðasta ári. Verkfallið var fyllilega löglegt, en meðan á því stóð brutust óeirðir sem kostuðu 51 mann lífið, auk þess sem 325 slösuðust. Þess- ar óeirðir voru síðan notaðar íil að dæma Achour og fjölda félaga hans til fangelsisvistar fyrir „aðgerðir gegn ríkinu". Dómarnir yfir Habib Achour og félögum hans í verkalýðshreyfingunni í Túnis hafa valdið gífurlegri reiði um heim allan og mót- mælum hefur rignt yfir Bourguiba, forseta landsins, þar sem þess hefur verið krafist að þeir félagarnir yrðu látnir lausir. Þessi barátta alþjóðlegrar verkalýðshreyf- ingar hefur nú borið árangur. Þann 3. ágúst síðastliðinn náðaði Bourguiba forseti Habib Achour og átta aðra félaga hans, ónafn- greinda. LYKKJULOK er á dósunum. Þú opnar það með einu handtaki, hitar kornið og berð fram með steikinni öllum til óblandinnar ánægju. Svona auðvelt er það. VINNAN 25

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.