Vinnan - 01.11.1984, Síða 6

Vinnan - 01.11.1984, Síða 6
Formenn Landssambandanna: Viðhoifín misjöfn Hér fara á eftir stutt viðtöl við formenn landssambandanna um stöðuna í samningamálunum. Flest landssamböndin hafa hafið samningaviðræður en engar niðurstöður liggja fyrir þegar Vinnan fer í prentun síðustu vikuna í ágúst. Björn Þórhallsson, formaður Landssambands verslunarmanna: — Staðan er óviss hjá okkur því að sum félögin innan okkar vébanda hafa sagt upp en önnur ekki. Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur, sem er fjölmennast, hefur ekki sagt upp samningnum, en hefur þó átt viðræður við vinnuveit- endur um breytingar á samningnum. Nokkur félaganna, sem sagt hafa upp, hafa haft með sér samráð í því skyni að samræma sína kröfugerð, en því er ekki lokið enn og sennilega munu þau leita eftir samningum við vinnuveitendur hvert á sínu svæði. Áformað er að halda stjórnarfund í landssambandinu seint í mánuðinum, og að honum loknum ætti að liggja ljós- ar fyrir hver staðan er hjá verslunar- mönnum. Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna: Hjá okkur hafa aðeins fjögur félög af tuttugu sagt upp samningum. Pau voru öll búin að því þegar sambandsstjórnin ályktaði að félögin ættu ekki að segja upp að svo stöddu. Forsenda þess að ekki var sagt upp er sú að í gamla kjarasamningnum okkar sem er til þriggja ára - frá júní 1982 til maí 1985 voru ákvæði um að taka upp viðræður um viðmiðun reiknitölu ákvæðisvinnu, starfsaldurshækkanir og röðun í launaflokka. Við vorum rétt að komast í gang með þessar umræður þegar taka þurfti afstöðu til þess hvort segja ætti upp samningum. Þar sem ekki var almenn samstaða innan ASI um það hvernig standa skyldi að kröfugerð, né um frágang krafna, ákváðum við að leggja aðal- áhersluna á þær viðræður sem voru komnar í gang. Okkar tími til þess að knýja á er núna um mánaðamótin ágúst-september. Annars hefðum við orðið að bíða fram að vordögum. Þess vegna vildum við ekki segja upp og láta danka, þá væri okkar tími liðinn. Það er langt frá því að við séum búnir að höndla nýjan samning eins og marg- ir hafa viljað meina í fjölmiðlunum - en við erum með viðræður í gangi. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands fslands: í samningi okkar frá því í febrúar-mars eru ákvæði um viðræður um launa- flokkaskipan, starfsaldurshækkanir og kostnaðarliði. Þessar viðræður hafa farið fram í sumar en engin niðurstaða fengist. Nær öll okkar félög hafa því sagt upp launaliðum samninganna. Við erum ekki búnir að ganga endanlega frá kröfugerðinni en mér sýnist lágmarkið vera að kaupmáttur verði sá sami og var í febrúar-mars. Það mundi þýða 7 prósent kauphækkun. Við viljum einnig fá endurskoðun á launaflokkaskipan okkar fólks og nánari viðræður um starfsaldurshækk- anir. Við höfum ekki hafið viðræður enn- þá en það verður vonandi fljótlega. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands: — Það er mat okkar í Sjómannasam- bandi íslands eftir för mína, og starfs- manns sambandsins, til félaga vítt og breitt um landið, að aðstaða til átaka 1. september sé ekki fyrir hendi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að kvótakerfið gerir stöðu sjómanna erfiða. Við getum ekki farið af stað með kröfugerð fyrr en við vitum hvaða heildaraflamörk verða 6 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.