Vinnan - 01.11.1984, Síða 10

Vinnan - 01.11.1984, Síða 10
Frá 11. þingi SBM Nokkrir vaskir félagsmenn í Trésmiðafélagi Reykjavíkur. „Og þetta gerist meðan ísland er talið sjötta auðugasta landið44 í ályktun um kjaramál er rakinn ferill ríkisstjórnarinnar og að- gerðir hennar í garð launþega. “Afleiðingar þessara laga (bráðabirgðalaganna) eru stór- felldari skerðing kjara en áður hefur þekkst og er nú svo komið að laun á íslandi eru lægri en dæmi eru um í norður Evrópu, og telst ísland nú til láglauna- landa. Eitt skýrasta dæmi um stefnu ríkisstjórnarinnar eru ummæli einstakra ráðherra um ísland sem láglaunasvæði - Singapore norðursins. Og þetta gerist þrátt fyrir að ísland sé talið sjötta auðugasta land veraldar.“ Síðar í ályktuninni segir: „11. þing SBM hvetur stjórnir aðildar- félaga sambandsins til þess að efna nú þegar til umræðufunda í félögunum um stöðu kjaramála og hugsanlegar að- gerðir í ljósi þeirrar umræðu, sem fram hefur farið á þinginu. Tími til ákvarðanatöku er naumur, ef nota á fyrsta samningslegan rétt til þess að koma fram nauðsynlegum kjaraleiðréttingum, sem er 1. septem- ber. Samstaða innan Alþýðusambands- Umræður um skipulagsmál á þingi MSÍ mörkuðust nokkuð af þeim umræðum sem átt hafa sér stað um breytingar á skipulagi ASÍ. Hæst ber í skipulagsmáium hvernig tryggja megi öllum byggingarmönnum fé- lagsaðild. Þá var rætt um stöðu iðnnema. Þaö kom fram í umræðu um skipulagsmál „að það ætti að vera yfirlýst meginstefna SBM að allir í byggingariðnaði verði í sama sambandi, faglærðir, ófaglærðir og iðn- nemar. Slíkt samband þyrfti ekki að vera deildaskipt, en starfsvettvangur yrði að vera fyrir einstaka hagsmunahopa, svo sem fag- ins um kröfugerð og aðgerðir, svo og samvinna við önnur samtök launafólks, um að knýja slíkar kröfur fram, er höf- uðnauðsyn og forsenda þess að árangur náist í þeirri baráttu. Ljóst má vera að eigi slík barátta að skila árangri verður launafólk að vera reiðubúið til harðra átaka.“ greinar, iðnnema og ófaglærðra (úr greinar- gerð starfshóps 2 um skipulagsmál SBM) Tekjur Sambands byggingarmanna námu kr. 1.334 þúsárið 1983. Sambandið greiddi rúml. 338 þúsund í skatta til ASÍ. Hagnaður varð kr. 977 krónur á árinu. í fjárhagsáætlun fyrir 1984 er gert ráð fyrir að 1965 félags- menn aðildarfélaganna borgi til SBM kr. 830 hver. Félagsaðild allra 10 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.