Vinnan - 01.11.1984, Page 15

Vinnan - 01.11.1984, Page 15
lega tillitssamt við mig og þakklátt fyrir það sem maður gerir fyrir það. Tekurðu sumarfrí? — Já, ég fer út um miðjan ágúst með kór Hallgrímskirkju. Vinnurðu einhverja aukavinnu? — Nei, ég hef fastan vinnutíma frá 9 til 5. Heldurðu að þú getir sparað eitthvað af kaupinu fyrir veturinn? — Já, ég reyni að eyða því ekki jafn- óðum. Þeim leist strax vel á mig Nafn: Valur Bergsveinsson. Aldur: 16 ára. Skóli: Var í Hvassaleitisskóla, fer í Menntaskólann í Reykjavík. Starf: Vinnur í vídeóleigu og á Brod- way. Valur hvernig fékkstu vinnuna? - Ég fór í starfskynningu í Brodway og spurði um vinnu í leiðinni. Þeim leist strax vel á mig og réðu mig á stundinni. Svo gekk ég bara inn í vídeóleigu og bað um vinnu, eigandinn sagði mér að koma aftur þegar skólinn væri búinn, en sló engu föstu. Þegar ég kom aftur, fékk ég meira að segja að velja um vídeóleiguna og sprunguviðgerðir sem eigandinn hefur einnig með að gera. Hefurðu unnið áður á sumrin? — Já, í fyrra og hittifyrra vann ég í unglingavinnunni, bar út Vísi og mál- aði í aukavinnu og þar áður bar ég út Vikuna. Hvað færðu í kaup? - Ég fæ 85 kr. á tímann í vídeóleig- unni en 110 kr. á tímann í Broadway. Ertu ánægður með það? - Já, þetta er ágætt kaup, og ég held ég fái heldur meira en jafnaldrar mínir. Þorirðu að gera kröfur? — Ég er það ungur að ef ég segði eitthvað yrði mér sparkað. Tekurðu sumarfrí? — Já, ég fer til Þýskalands í sumar og það var ekkert mál að fá frí. Vinnurðu nokkra aukavinnu? — Já, ég tek aukavaktir í vídeóleig- unni. Hefurðu nokkur fríðindi í sambandi við vinnunna? — Já, ég fæ lánaðar spólur ókeypis. Nú vinnur þú á skemmtistað, hvernig er að vara alltaf að vinna þegar aðrir eru að skemmta sér? - Það er allt í lagi, þetta eru allt eldri krakkar. Það væri verra ef þeir væru á mínum aldri. Gaman að fá hrós Nafn: Ólöf Arnarsdóttir Aldur: 14 ára Skóli: Laugalækjarskóli Starf: Vinnur í fiski á Kirkjusandi Hvernig fékkstu vinnuna? — Ég sótti bara um, en ég fékk að vísu ekki vinnu fyrr en um miðjan júní. Varstu búin að leita lengi áður? - Nei, ekkert. Hefurðu unnið áður á sumrin? - Nei, krakkar fá ekki vinnu fyrr, ég hef bara verið að passa. Hvað færðu í kaup? - Égfæ 55,80 á tímann og útborgað vikulega, en ef ég vinn á laugardögum og alla daga til 7, nema á föstudögum, fæ ég tæpar 3.000,00 kr. fyrir vikuna. Vinnurðu mikla aukavinnu? - Já, alltaf þegar ég get. Finnst þér þetta sanngjarnt kaup? — Já, ég fæ heldur meira en aðrir á mínum aldri og mér finnst ég vera mjög heppin með vinnu. Hvernig finnst þér að vera í vinnu, er það öðruvísi en þú hafðir hugsað þér? — Nei, það er ekkert öðruvísi, það er gaman að vinna, maður lærir að fara með peninga og standa á eigin fótum. Þetta eru aðallega unglingar sem vinna þarna og það er mjög góður andi. Gömlu konurnar sem vinna á „Sandin- um“ eru alltaf að hrósa okkur stelp- unum. Er þetta erfið vinna? - Ég verð svolítið þreytt í fótunum og bakinu, en mér fannst miklu erfið- ara þegar ég var að passa, þá var ég frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin með tvö börn og sá um heimilið líka. Gætirðu hugsað þér að vinna í fiski alla ævi? - Nei þakka þér fyrir, ekki alla ævi, en þetta er allt í lagi-á sumrin á meðan maður er í skóla. Tekurðu sumarfrí? - Já, ég fer í Kerlingafjöll í sumar. Leggurðu fyrir til vetrarins? - Já, ogmérfinnstþaðekkerterfitt. Margir fengu vinnu seint Nafn: Guðný Jóna Guðnadóttir Aldur: 16 ára Skóli: Var í Árbæjarskóla, fer í Verslunarskóla íslands Starf: Vinnur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur Varstu búin að leita lengi að vinnu? VINNAN 15

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.