Vinnan - 01.11.1984, Side 17

Vinnan - 01.11.1984, Side 17
'AÐBONAÐlJP ÖRYGGISMÍVL Hvað ofdrykkja kostar þjóðarbúið í heild, at- vinnuvegi, fyrirtæki og einstaklinga í beinhörðum peningum verður seint reiknað út. En víst er að þær tölur yrðu háar ef tekin væru inn í dæmið skert vinnuafköst, fjarvistir, sjúkrakostnaður, skemmdir o.fl. o.fl. Hvað ofdrykkjan kostar líf, heilsu, fjölskyldu, vellíðan og umgengni alla verð- ur auðvitað aldrei mælt í peningum. Ofdrykkja í okkar þjóðfélagi verður heldur ekki mæld í Hafnarstrætisrónum. Ofdrykkjumaðurinn í dag er vinnandi maður milli tvítugs og fertugs. Maður með Qölskyldu og tvö til þrjú börn. Maður sem drekkur án þess að hafa stjórn á drykkjunni — oft án þess að vilja horfast í augu við þessa staðreynd. Valkostir ofdrykkjumannsins: Farðu í meðferð á fullum launum, eða hættu störfum Fyrir rúmu ári tók til starfa á vegum SÁÁ sérstök starfs- mannaþjónusta sem í samráði við ASÍ og VSÍ veitir fyrirtækj- um ráðgjöf í sambandi við áfengisvandamál starsfólks. Haft var samband við um 80 fyrirtæki og undirtektir voru mjög góðar. Vegna skipulags- breytinga innan SÁÁ hefur þessi þjónusta legið niðri um tíma en á næstu dögum mun verða ráðinn til hennar sérstakur starfsmaður. SÁÁ, ASÍ og VSÍ hafa að undanförnu unnið að því að útbúa prógramm fyrir slíka ráðgjöf. Það felur í aðalatriðum í sér heimsókn á vinnustaðinn, þar sem starfsmaður SÁÁ flytur fyrirlestur, dreifir upplýsingum, sýnir fræðslu- mynd og svarar fyrirspurnum. Markmiðið er að fá sem flest fyrirtæki til þess að taka þátt í samstarfinu og útbúa um leið og vinna eftir prógrammi þar sem ofdrykkjumönnum er boðin hjálp við að komast í meðferð. Tveir valkostir Ofdrykkjumaðurinn fær oftast tvo kosti: hætta að drekka af sjálfsdáðum eða fara í meðferð. Ef hann velur að hætta að drekka af eigin krafti, en mis- tekst það, á hann um tvennt að velja: Fara í meðferð eða hætta störfum. Hingað til hafa nokkur stór fyrirtæki, m.a. ÍSAL, Flugleiðir og Strætisvagnar Reykjavíkur haft slík meðferðarpró- grömm og árangurinn hefur verið mjög góður. Flestir fara í meðferð hjá SÁÁ og sækja síðan reglulega fundi hjá AA-samtök- unum. Reynslan sýnir að fáir standast áfengislöngunina ef þeir ekki fylgja meðferðinni eftir með AA-fundum. VINNAN 17

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.