Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.11.1984, Blaðsíða 18
Byggt á reynslu Þegar starfsemi ráðgjafaþjónustunnar kemst í fullan gang verður leitast við að safna saman og byggja á reynslu þeirra innlendu fyrirtækja sem náð hafa best- um árangri. Sömuíeiðis verður tekið mið af langri reynslu fyrirtækja, verka- lýðsfélaga og hjálparstofnana í Banda- ríkjunum sem lengi hafa unnið gegn þessum vanda. Að slík ráðgjafaþjónusta og meðferð- arprógramm borgar sig peningalega er margsannað. Auk allra annarra já- kvæðra mannlegra hliða á málinu. Léleg lausn að reka úr starfi Gömlu leiðirnar - að lifa með vand- anum eða reka starfsmanninn- eru hvorug góðar. Að lifa með vandanum þýðir að at- vinnurekandi verður að þola rýrnandi afköst, mistök, fjarvistir, og annað tjón auk þess sem ástandið getur aðeins breyst á einn veg, þ.e. versnað. Að reka starsmann getur heldur ekki verið lausnin. Oft er um þjálfaðan og vanan starfskraft að ræða og það getur kostað fyrirtækið mikið fé að þjálfa upp mann í hans stað. Atvinnulaus drykkjumaður er þar að auki bæði sér og fjölskyldu sinni til auk- innar byrði svo og þjóðarbúinu öllu. Auk þess má líka búast við að drykkja aukist til muna ef manni er sagt upp störfum, því reynslan sýnir að stór hluti af sjálfsvirðingu mannsins er tengdur starfinu. 80—100 þúsund lifa við ofdrykkju- vandann Gerum ráð fyrir að á íslandi séu 20 þús. ofdrykkjumenn. Hver of- drykkjumaðuráaðjafnaði 2-3 börn og oftast maka. Það þýðir að milli 80 til 100 þúsund manns hafa daglega náin kynni af ofdrykkjuvandanum. Þar eru þó hvorki taldir með for- eldrar né vinnufélagar. Þótt talan væri helmingi lægri, er fjöldinn eftir sem áður 40-50 þús manns. • Á síðastlinum fimm árum hafa um 6.000 sjúklingar verið lagðir inn til meðferðar hjá SÁÁ. • Flestir ofdrykkjumenn eru vinnandi menn á aldrinum 20-40 ára. ÍSAL: Stórgróði að hjálpa ofdrykkjumönnum — Þad er ekkert vafamál að það er stórhagnaður að þvf fyrir fyrirtæki að hjálpa þeim starfs- mönnum sínum sem eiga við of- drykkju að stríða við að losna undan henni. Það segir Jakob R. Möiler, ráðu- nautur framkvæmdastjórnar ÍSAL. Frá því vorið 1979 hefur ÍSAL unnið markvisst að því að hjálpa þeim starfs- mönnum sínum sem berjast við of- drykkjuna. - Starfið hefur borið mjög góðan ár- angur hingað til. Eg þori ekki að nefna neinar tölur, en ég gæti trúað að um 75% þeirra sem farið hafa í meðferð á undanförnum fimm árum hafi staðið sig upp frá því. Margir fegnir - Vandamálið er oft að vita hverjir þurfa á slíkri hjálp að halda. Auðvitað kemur fyrr eða síðar að því aö sam- starfsmenn og yfirmenn sjá á starfs- manni að hann á við ofdrykkjuvanda- mál að stríða, en það er alltaf æskilegt að taka á vandanum áður en allt er komið í óefni. -Yfirleitt taka menn þessu vel. Margir eru fegnir. Þeir gera sér líka grein fyrir því að þetta er orðið alvar- Iegt vandamál þegar yfirmennirnir tala við þá um þetta. Þeir gera sér grein fyrir því að þetta getur verið síðasti séns, og vinnan er þeim mikils virði. ÍSAL hefur þann hátt á að starfsmönn- um er boðið upp á meðferð -einusinni- á fullu kaupi í 5-6 vikur, t.d. á meðferð- arstöð SAÁ. Síðan koma þeir aftur í sína vinnu. Borgar sig — Hingað til hefur þetta gengið mjög vel og þótt sumir hafi „dottið“ aftur hefur það yfirleitt verið mjög stutt og ekki alvarlegt. Þá vita menn líka hvert þeir eiga að snúa sér og hvar er hjálp að fá. Það er tiltölulega auðvelt að bjóða upp á slíka þjónustu í stórum fyrirtækj- um, en gæti sjálfsagt reynst erfiðara í fámennum fyrirtækjum. - En það er ekkert vafamál að þetta borgar sig fyrir fyrirtækið auk allra annarra jákvæðra mannlegra þátta. Því jafnvel þótt ofdrykkjumaður stundi vinnu sína þokkalega og vanti sjaldan er hann þó aldrei eins góður starfs- kraftur og hann væri annars. Hjálpin er til staða Fjórði hver sjúklingur sem fór til meðferðar að Sogni í Ölfusi 1980 hefur ekki snert áfengi síðan- í allt að þrjú og hálft ár. Þriðji hver hefur náð verulegum árangri í glímunni við Bakkus. 18 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.