Vinnan - 01.05.2010, Síða 11

Vinnan - 01.05.2010, Síða 11
reisninni. Launafólkfærði sínarfórnirog frestaði umsömdum launahækkunum til að leggja sitt að mörkum inn í sáttina. Því miður hef ég upplifað það svo að launamenn séu þeir einu sem standa við sinn hluta sáttarinn- ar. Það gengur auðvitað ekki." FH: „Ég iít svo á að við séum búin að framlengja kreppuna að a.m.k. um ár með sundurlyndi stjórnarflokkanna og síðan stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér virðist sumir stjórnmálamenn ekki gera sér grein fyrir ástandinu þegar þeir reyna að slá póli- tískar keilur sjálfum sér til framdráttar. Síðan má ekki gleyma því að þetta verkefni að reisa heilt samfélag við bæði fjárhagslega og ekki síður siðferðilega er stærra en nokkurt þing hefur staðið frammi fyrir og engar hliðstæður eða fyrirmyndir að leita í. Því leita alþingismenn í smáatriðin sem þeir ráða við. Mér blöskrar einnig málflutningur manna sem stóðu í miðjum hrunadansinum á þingi og tala nú eins og þeir séu nýkomnirfrá tunglinu og nánast eins og gestir hér. Þeir eru svo hvítþvegnir af hörmungunum." HÞS: „Ég tel að ASÍ hafi á vissan hátt misst af tækifæri til að taka forystu í endurmati á gildum í þjóðfélaginu með því að ganga ekki fram fyrir skjöldu hálfum mánuði eftir hrun. T.d. var tillögum okkar um að ASÍ krefðist lögreglurannsókna, með húsleitum og til- heyrandi, á aðdraganda bankahrunsins tekið fálega og þær svæfðar í nefnd. Við vitum öll framhaldið og að lögregla hér og erlendis hefur staðið í umfangsmiklum aðgerðum vegna þessara hluta. Ég tel aðfélagsleg hreyfing launafólks eins og Alþýðusamband- ið er, eigi nú að taka afgerandi forystu í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Það getur verið sársaukafullt fyrir samtök sem eru„þverpólitísk" en nú verðum við að hafa kjark til að ganga fram fyrir skjöldu og fylgja eftir félagslegum markmiðum verkalýðsbaráttunnar. Enduruppbygging samfélagsins verður ekki án aðkomu launafólks og við verðum að nýta samtakamátt okkar mun betur en við höfum gert og fara að setja skilyrði en ekki alltaf að leita sátta við alla hagsmunaðila. Það er kominn tími á að laun verkafólks verði ekki afgangsstærð í samfélaginu heldur sett í forgang. Ég vil líka koma að málefnum okkar á lands- byggðinni en í samdrætti eins og nú gengur yfir, kemur aðstöðumunur barna launafólks til menntunar enn betur í Ijós en hingað til. Því miður er nokkuð um að unglingar hrekist úr námi vegna efnahagsaðstæðna foreldra - þar sem um langan veg er að fara og dýrt að búa fjarriforeldrum." FH: „Ég tel líka ábyrgð þessara lærðu sérfræðinga vera mjög mikla. Þar á ég við stéttir eins og lögfræðinga og endurskoð- enda. Þeirra leiðsögn hefur verið þannig ■ VINNAN ■ I I VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.