Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 39
Umsjón með starfinu hafa Auður
Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og
Hilmar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is).
Framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök
björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Við stofnun félagsins urðu til ein stærstu
samtök sjálfboðaliða á Íslandi sem telja nú um
10 þúsund félaga. Starfsemin miðar að því að
koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og
verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur
sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu
sem degi, allt árið um kring.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarlegt
kynningarbréf og starfsferilsskrá þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sem hefur
áhuga, getu og drifkraft til að leiða daglegan rekstur félagsins.
Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á frumkvæði, lausnamiðað
viðhorf og ríka samskiptahæfni.
Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar og starfar náið með henni.
Helstu verkefni:
• Daglegur rekstur og stjórnun skrifstofu og umsjón með starfsemi félagsins.
• Mannauðsmál.
• Upplýsingagjöf og samskipti við samstarfsaðila.
• Stefnumótun og frumkvæði að þróun félagsins.
• Ábyrgð á samningagerð og fasteignum félagsins.
• Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
• Skipulagning markaðsstarfs félagsins.
• Undirbúningur stjórnarfunda og gagnaöflun.
• Önnur verkefni í samráði við stjórn.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Framhaldsmenntun er kostur eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi.
• Leiðtogahæfni og framúrskarandi færni í samskiptum.
• Frumkvæði, metnaður og árangursdrift.
• Reynsla af stjórnunarstarfi og rekstri.
• Reynsla af stefnumótunarvinnu og áætlanagerð.
• Reynsla og/eða þekking á sjálfboðastarfi er æskileg.
• Hæfni í tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Við hvetjum hæfileikaríkt fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.
www.akranes.is
Laust starf verkefnastjóra
- samþætt þjónusta og barnvænt sveitarfélag
Helstu verkefni og ábyrgð
• Stýrir stefnumótun og innleiðingu á samþættri
þjónustu við börn og foreldra
• Stýrir innleiðingu á verkefninu Barnvænt sveitarfélag
• Vinnur að samþættingu þjónustustofnana í nærumhverfi
barna og fjölskyldna
• Stýrir vinnu þvert á fagsvið Akraneskaupstaðar
• Ráðgjöf og þverfagleg teymisvinna
Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið
og upplýsingar um umsagnaraðila. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veita Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttinda-
sviðs og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs í síma 433-1000.
Nánari upplýsingar má finna á www.akranes.is/lausstorf
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis-
og/eða menntavísinda
• Þekking og reynsla af vinnu einstaklingsmála í þjónustu við
börn og fjölskyldur
• Reynsla af vinnu við þróunarverkefni eða innleiðingu á
breytingum á vinnustað æskileg
• Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
• Framúrskarandi leiðtoga og samskiptahæfni
• Framsýni, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
• Gott vald á íslensku ásamt hæfni í tjáningu í ræðu og riti
• Hreint sakavottorð
Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra til að stýra stefnumótun og innleiðingu á
samþættri þjónustu við börn og foreldra og verkefninu Barnvænt sveitarfélag. Um 100%
starf til tveggja ára er að ræða. Starf verkefnastjóra mun taka mið af lögum um samþættingu
þjónustu í þágu farsældar barna.
Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega 7500 íbúa. Mikil áhersla er lögð
á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Sveitarfélagið er meðal stærstu vinnu-
veitenda á Akranesi og starfa hjá bænum um 600 manns.