Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 18
ÉG HEF ÞRISVAR SINNUM ORÐIÐ ÁSTFANGINN Á ÆVINNI. SVO HEFUR MAÐUR AUÐVITAÐ ORÐIÐ SKOTINN, OG LOSTINN FARIÐ MEÐ MANN. Að elska er ákvörð-unartaka. Að segja v ið einhver n „ég elska þig“ er ákvörð-unartaka, og það sama á við þegar við hættum að elska. En að verða ást- fanginn – það er geðveikisástand.“ Svona lýsir Bubbi Morthens ást- inni fyrir manni sem stefnir á að fagna Valentínusardeginum ein- samall með upphitaðri máltíð og Kung Fu-mynd. „Að verða ástfanginn er líffræði- legt ástand sem þú ræður ekkert við þegar það kemur yfir þig,“ útskýrir Bubbi. „Það hafa verið gerðar rann- sóknir sem sýna fram á breytingu á heilanum þegar fólk lendir í að verða ástfangið og líkamsástandið verður annað. Nánast má líkja því við geðveikisástand. En það er erfitt að lýsa alsælunni sem fylgir því að verða ástfanginn.“ Þótt mannkynið hafi í aldanna rás reynt að lýsa ástinni með alls konar samlíkingum og frösum segir Bubbi að henni verði varla komið í orð. „Þegar maður verður ástfang- inn þá get ég svarið það að grænt verður grænna, fókusinn verður skarpari, þú sefur betur og verst af Ástin er aldrei gömul frétt Bubbi Morthens fagnar ástinni í streymi með sínum fimmtu árlegu Valentínusar- dagstónleikum. Hann segir að þótt það sé ákvörðunartaka að elska einhvern þá sé það geðveikisástand að verða ástfanginn. Bubbi Morthens heldur á morgun sína fimmtu Valentínusardagstónleika þar sem hann syngur bæði um klassíska ást og eins þegar ástarfleytan steypir á skeri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas@frettabladid.is öllu þá verðurðu algjörlega blindur á galla þess sem þú ert ástfanginn af.“ Örvadrífur Amors Rétt eins og geðheilbrigði fólks er misjafnt þá segir Bubbi ástina herja misjafnlega á fólk. „Það er fólk til sem er ástsjúkt – fólk sem er stöðugt að leita að ímynd sinni um ástina og hvað hún muni færa þeim. Þetta verður einhvers konar þráhyggja.“ Þá eru ekki allir jafn berskjaldaðir gegn örvadrífum Amors og það er ekkert víst að allir verði ástfangnir samkvæmt Bubba, sem þekkir ást- ina vel eftir ítarlega rannsóknar- vinnu sem og eigin reynslu. „Ég hef lengi stúderað þetta fyrir- bæri,“ segir hann. „Ég hef þrisvar sinnum orðið ástfanginn á ævinni. Svo hefur maður auðvitað orðið skotinn, og lostinn farið með mann. Og greddan!“ Kleinuhringir og sigin skata Þótt Bubbi firri sig allri ábyrgð þegar kemur að fyrirferð heilags Valentínusar í íslenskum samtíma hefur hann undanfarin ár staðið fyrir tónleikum á Valentínusardag. „Ég ákvað fyrir fimm árum síðan að það væri möguleiki á að taka Val- entínusardaginn út úr Ameríkunni og reyna að setja íslenskan stimpil á hann,“ segir hann. „Þar ætlaði ég bara að syngja ástarlög sem ég hef samið, bæði þessi klassísku eins og Það er gott að elska, en líka lög eins og Blindsker sem er ástarlag þótt það fjalli um að ástarfleytan steyti á skeri. Ég er ekki í þessum ramma að þetta sé sykurhúðaður kleinu- hringur. Það er líka sigin skata þarna,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum segir Bubbi um leið sögur um tilurð laganna ásamt sigrum sínum og skipsbrotum í ástarmálunum. „Ég vil segja bæði frá gleðinni sem fylgir því að upp- lifa ástina á besta veg og líka hyl- dýpinu sem fylgir því þegar manni finnst eins og ástin hafi kastað sér út fyrir borð,“ segir hann. „Mér finnst svo spennandi hvað það eru margir vinklar á ástinni. Ég held nefnilega að ástin geti aldrei orðið gömul frétt. Hún er endalaust að koma okkur á óvart.“ Flugsyndur í streyminu Þar sem f jarlægðar viðmið og fjöldatakmarkanir eru enn við lýði fara tónleikarnir í ár fram í beinni streymisútsendingu. Þetta eru aðrir stóru tónleikarnir sem Bubbi f lytur með þessum hætti, en hann hélt nýlega Þorláksmessutónleika í streymi. Hann segir fyrirkomulagið vera ákveðna kúnst. „Til að svona streymistónleikar verði góðir, og þá meina ég A plús, þá verður listamaðurinn sem er að f lytja lögin sín að fá einhverja svörun frá áhorfendum.“ Til að mæta þessari þörf hefur Bubbi um tuttugu og fimm manns úr hópi vel valinna vina og vandamanna hjá sér í salnum. „Ég er þannig gerður að um leið og ég fæ athygli og ég finn að það er fólk að fylgjast með mér, þá rís ég upp og verð allt annað,“ segir hann. „Ég vitna stundum í Muhammed Ali sem sagðist ekkert geta á æfingum en væri langbestur í hringnum. Fólkið heima finnur þá fyrir því að þetta er af holdi og blóði.“ Ásamt Bubba koma einnig fram Friðrik Dór, Jón Jónsson og GDRN, sem munu f lytja nokkur vel valin ástarlög. Verðandi Seltirningur Það eru breytingar fram undan hjá Bubba, sem hefur búið um dágóðan tíma í sveitadýrðinni í Kjós en flytur í vor ásamt eiginkonu sinni, Hrafn- hildi Hafsteinsdóttur, í þéttbýlið á Seltjarnarnesi. „Ég á mörg börn og þarfir þeirra breytast hægt og rólega,“ segir hann. „Ég hef verið að keyra að lágmarki hundrað kílómetra á dag og það kom að tímapunktinum að maður hugsar með sér að þetta hafi verið geggjaður tími en nú taki eitthvað frábært við.“ Þótt miklar breytingar fylgi vissu- lega f lutningunum horfir Bubbi einungis fram á veginn. „Þótt við lifum bara einu sinni, þá lifum við mörgum lífum og erum marglaga. Við eigum mörg líf í þessu eina lífi. Það er svo fallegt að meira að segja ungt fólk á strax á unglingsárum annað líf en það sem var. Núna tekur þessi kaf li við og svo veit maður ekki neitt.“ Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum myndlykla Vodafone og Símans, en einnig er hægt að kaupa miða á streymið í gegnum tix.is. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.