Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 64
 8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RVETRARSPORT Öll helstu merkin á einum stað Íþróttavöruverslun SPORT24 Miðhrauni 2 Garðabæ Fylgdu okkur á Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-17 Sunnudaga 13-17 SPORT24 Sundaborg 1 Reykjavík Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Sunnudaga Lokað Sími 553 0700 NÆG BÍLASTÆÐI Það BORGAR sig að líta við hjá okkur ! SPORT24 OUTLET Smáratorg Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-17 Sunnudaga 13-17 SPORT24 Miðhrauni 2 Garðabæ Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-17 Sunnudaga 13-17 SPORT24 Reykjanesbæ Opið Virka daga 11 – 18 Laugadaga 11 – 16 Sunnudaga Lokað Sími 553 0700 NÆG BÍLASTÆÐI Vetrarbros eru falleg og verða enn breiðari þegar nýbakaðar banana- múffur bjóðast. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Eftir tápmikla útivist í vetrar-ríkinu er ómissandi að taka hvíld og næra sig á orkumiklu nesti. Þá gleður að finna sæta bita innan um það holla í nestiskörf- unni. Múffur kæta munn og maga, þær geta verið næringarmiklar og klikka ekki með heitu súkkulaði. Hér er uppskrift að æðislegum bananamúffum með súkkulaði- bitum. Bananar eru orkumiklir, stútfullir af fjörefnum og tilvaldir í múffurnar. Lostætar banana- og súkkulaðimúffur 3 vel þroskaðir bananar 2 bollar hveiti 2 ¼ tsk. lyftiduft 1 tsk. gróft sjávarsalt ¼ tsk. kanill ¾ bolli púðursykur 113 g ósaltað smjör, bráðið 1 stórt egg ¼ bolli mjólk 1 bolli súkkulaðidropar, eða saxað súkkulaði Hitið ofn í 180 °C. Blandið saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti í skál. Stappið bananana og hrærið saman við egg, sykur, smjör og mjólk í annarri skál. Bætið bananablöndunni við þurrefnin og hrærið vel saman. Bætið síðast súkkulaðinu saman við deigið. Setjið í sirka tólf múffuform og bakið í um 20 mínútur við 180 °C. Gómsætur og hollur vetrarorkubiti Vladimir Myshkin reynir að verja netið í leik Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna 1980 þar sem síðarnefndir sigruðu 4-3. Leikurinn var kallaður Kraftaverk á ís. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í sígildri kvikmynd frá árinu 1992 er staðreyndin hins vegar sú að Íslendingar eru almennt ekki mikil íshokkíþjóð. Þessi gamalgróna vetraríþrótt er þó þrælskemmtileg og nýtur mikilla vinsælda í Kan- ada, Bandaríkjunum og Rússlandi. Hérna eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um hokkí. 1) Sagt er að á heydögum hokkís hafi stundum verið notaður frosinn kúaskítur en í dag er pökkurinn frystur fyrir leiki til að koma í veg fyrir að hann skoppi á svellinu. 2) Hokkíliðið Pittsburgh Pengu- ins var eitt sinn með lifandi mörgæs sem lukkudýr og hlaut dýrið nafnið Slapshot Pete. 3) Árið 1924 vann lið Montreal Stanley-bikarinn og þegar liðið var á leið í veislu til að fagna sigrinum með bikarinn í skottinu gerðist það óhapp að það sprakk dekk. Bikarinn var tekinn úr skottinu þegar varadekkið var sótt og fór það ekki betur en svo að bikarinn gleymdist í snjóskafli. Síðar um kvöldið áttuðu þeir sig á mis- tökunum og sneru við að sækja bikarinn, sem til allrar lukku var enn á sínum stað. 4)  Fyrsti íshokkíleikurinn í NHL deildinni sem haldinn var utandyra var í Las Vegas árið 1991. Í þriðja hluta leiksins gerðist dálítið óvænt þegar hundruð engisprettna flykkt- ust á svæðið – og svellið þar sem þær skoppuðu um á ísnum. Leikmenn greindu einnig frá því að svartar f lugur hefðu safnast á svellið á síðustu fimm mínútum leiksins. Þetta atvik hefur verið nefnt: „Innrás engi- sprettanna“ . 5) Ef báðir tveggja markvarða íshokkíliðs slasast í leik kveða reglurnar á um að hver sem er megi ganga í þeirra stað, jafnvel einhver úr áhorfendahópnum. 6) Enginn er fullkominn og á það einnig við um þá sem sjá um að grafa í Stanley-bikarinn en þar hafa ýmsar villur ratað í gegn- um árin. Má þar nefna Boston sem „Bqstqn“ og Toronto Maple Leafs sem „Leaes“. 7) Draumur íshokkímannsins er vitaskuld Stanley-bikarinn en venjan er sú að allir liðsmenn sigurliðsins fá að hafa bikarinn til sinna umráða í einn dag. Skapast hefur ákveðin hefð þar sem leikmenn nýta tæki- færið og fylla bikarinn af alls kyns góðgæti sem svo er borðað með stæl. Meðal matar sem hefur ratað í bikarinn má nefna morgunkorn, kjúklingavængi, ís, kjötbollur og auðvitað hið sígilda „poutine“, en ekki hvað. Lifandi lukkudýr, engisprettur og pökkur úr mykju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.