Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 24
Síðasta árið hafa tíu nem-endur af erlendum upp-runa tekið þátt í nýju verk-efni í Háskóla Íslands þar sem þeim er veittur stuðn-ingur í framhaldsskóla til að undirbúa sig fyrir háskólanám. Nemendur hittast þrisvar í mánuði og fá öll sinn eigin mentor, eða leið- beinanda. „Það snýst um að styðja fram- haldsskólanemendur með innflytj- endabakgrunn til háskólanáms. Við viljum stuðla að því að fjölbreyttari nemendahópur komi í háskólann og styðja við nemendur með inn- f lytjendabakgrunn,“ segir Rakel Ósk Reynisdóttir, fjölmenningar- fulltrúi Háskóla Íslands. Hún segir að verkefnið sé liður í jafnréttisáætlun skólans og taki til- lit til hærra hlutfalls innflytjenda í samfélaginu en, árið 2020 voru erlendir ríkisborgarar 13,5 prósent mannfjölda á Íslandi samkvæmt Hagstofu Íslands. „Þetta snýst í raun um jafnrétti. Jafna möguleika til náms og sam- félagsþátttöku og atvinnulífs,“ segir Rakel Ósk. Þær Salvör Ísberg, verkfræðinemi, og Sunneva Líf Albertsdóttir hafa báðar verið leiðbeinendur í Spretti síðasta árið og sjá fram á að halda áfram þeirri þátttöku og jafnvel taka að sér f leiri nemendur í einu. „Við vorum valin inn í verkefnið þannig að við myndum passa vel við einn nemanda. Að áhugamál pössuðu saman. Eitthvað sem við áttum sameiginlegt. Við sjáum svo um samverustund einu sinni í mánuði þar sem við gerum eitt- hvað skemmtilegt. Þau fá yfirleitt að velja, krakkarnir og það er þá ekki eitthvað sem tengist náminu,“ segir Sunneva Líf. Vilja vera jákvæðar fyrimyndir Ungmennin mæta í málstofur þar sem þau fá stuðning með námið. Reglulega eru heimavinnuhópar þar sem þau mæta með það sem þau eru að læra hverju sinni og þurfa aðstoð með. „Við styðjum þau félagslega og þetta snýst að miklu leyti um að vera góð fyrirmynd,“ segir Sunn- eva Líf. Rakel Ósk tekur undir þetta og segir að það að vera jákvæð fyrir- mynd sé í raun stór hluti af verk- efninu. „Þau sjá að mentorunum gengur vel í skólanum, í félagslífi og þannig sýna þau nemendunum hvað gæti orðið.“ Spurðar um hvernig verkefni þær leysi með ungmennunum segja þær að þau séu allskyns. Salvör tekur dæmi um að einn nemandinn hafi mætt með stærðfræðidæmi og að stundum komi þau með ritgerðir. Þær hafi tekið eftir því og heyrt hjá börnunum að þeim finnist stundum óþægilegt að þurfa að leita til kenn- arans með dæmi eða námsefni sem þá vantar aðstoð með, fyrir framan hina nemendurna. Þá sé gott að geta leitað utan skólans til mentorsins. „Flestir muna eftir því í mennta- skóla að hafa fengið mömmu eða pabba til að lesa yfir ritgerð en þarna ertu með nemendur þar sem foreldrar þeirra tala kannski ekki íslensku reglulega og þá er gott að einhver annar geti lesið yfir,“ segir Salvör. Rakel Ósk segir að foreldrar allra þeirra sem taka þátt séu af erlendu bergi brotnir, að mörg þeirra eigi í vandræðum með íslensku, hafi ekki gengið í háskóla og hafi takmarkaða reynslu af íslenska skólakerfinu. Því geti þau oft ekki aðstoðað börnin sín með heimavinnuna. „Þess vegna finnst þeim gott að geta komið til okkar,“ segir Rakel Ósk. Aðeins 22 prósent útskrifast Hluti af verkefninu eru menningar- legir viðburðir og er því reglulega farið á söfn og leikhús og annað slíkt. Þær segja misjafnt hversu mikla reynslu ungmennin hafa af slíku. Alveg eins og er með önnur ungmenni. „Þetta snýst líka um að hvetja þau og styðja, bæði náms- og félagslega,“ segir Rakel Ósk. Spurðar af hverju þær sóttu um að vera mentorar segir Sunneva Líf að hún hafi áður verið mentor í sál- fræðinni, sem hún er að læra, og svo hafi hún farið út sem skiptinemi til Hollands og upplifað sig pínulítið utangátta en að það hafi hjálpað mikið að vera með mentor sem skildi menninguna. „Mér fannst mikilvægt að leggja mig fram um að gefa til baka og hjálpa öðrum. Mér þykir verkefnið líka mjög mikilvægt. Af þeim nem- endum af erlendum uppruna sem hófu nám í menntaskóla árið 2010 útskrifuðust aðeins um 22 prósent samkvæmt tölum frá 2017. Þetta er svo lágt hlutfall,“ segir Sunneva Líf. Salvör hefur áður verið sjálf- boðaliði fyrir Rauða krossinn þar sem hún sinnti heimanámsaðstoð fyrir bæði íslensk börn og börn af erlendum uppruna. „Foreldrarnir eru oft ekki með menntun. Ungmennin ætla sér kannski bara að klára grunnskóla og finna sér svo vinnu. Þau sjá bara ekkert annað. Þannig að mig lang- aði að hafa áhrif á það. Auk þess sé ég alveg að í verkfræðinni er hópur- inn mjög einsleitur og því þarf að breyta,“ segir Salvör. Þær telja allar að það gagnist öllu samfélaginu ef atvinnumarkaður- inn er fjölbreyttari og starfsstétt- irnar sem þar eru. Leita að 20 nýjum nemendum Nú er verið að leita að 20 nýjum nemendum til að hefja þátttöku næsta haust og taka þátt næstu þrjú árin. Ekki var hægt að taka inn alla sem vildu síðast en þá voru aðeins teknir inn tíu nemendur. Reynt er að passa í pörun á nem- endum og mentorum að þau eigi sér einhver sameiginleg áhuga- mál. Salvör og Sunneva Líf segja báðar að það hafi auðveldað þeim vinnuna í upphafi en telja þó að þær gætu líklega fundið eitthvað til að tala um þótt ekki hefði eins mikið verið lagt í pörun. Spurðar um áhrif verkefnisins á ungmennin sjálf segja þær þau margvísleg, bæði náms- og félagsleg. „Mér f innst ég sjá á þeim að þeim finnist þetta skemmtilegt og að þau séu opnari fyrir frekara námi og öðrum möguleikum. Þau sjái annað fyrir sér en þegar þau byrjuðu,“ segir Sunneva Líf. Þær segja að þær telji að þetta hafi líka opnað fyrir þeim hvers konar nám er gott að fara í. Margir hafi verið einbeittir á hefðbundnar greinar eins og lögfræði en svo núna líti þau einnig til verkfræð- innar eða annarra raungreina. „Þau fá nýjar hugmyndir og opna hugann. Þetta er svolítið eins og bekkur og þau kynnast því líka vel innbyrðis. Sum eru orðin vinir,“ segir Rakel Ósk. Nemendur sem taka þátt eru studdir bæði félagslega og fjár- hagslega. Þau geta sótt um sem eru í 10. bekk, ætla í framhaldsskóla næsta haust, hafa gaman af námi, eru með innf lytjenda- eða f lótta- mannsbakgrunn eða koma úr fjöl- skyldu þar sem fáir eða enginn er með háskólamenntun. Nánari upp- lýsingar er að finna á hi.is/sprettur. Tuttugu nemendur verða valin til að taka þátt í fjögur ár, þar af þrjú í framhaldsskóla og svo fyrsta árið í háskólanum. Kynjaskipting verður alveg jöfn. lovisa@frettabladid.is Þetta snýst í raun um jafnrétti Í Spretti í HÍ fá framhaldsskólanemendur af erlendum uppruna stuðning til að undirbúa þau fyrir háskólanám. Þau fá öll sinn eigin mentor sem aðstoðar þau við heimavinnu og annað sem þau þarfnast aðstoðar við. Á myndinni eru þær Salvör Ísberg, verkfræðinemi og mentor, Rakel Ósk Reynisdóttir, fjölmenningarfulltrúi HÍ og Sunneva Líf Albertsdóttir, sálfræðinemi, sem er mentor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞETTA SNÝST LÍKA UM AÐ HVETJA ÞAU OG STYÐJA, BÆÐI NÁMS- OG FÉLAGS- LEGA. Rakel ósk 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.