Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 22

Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 22
Á því móti fá aðeins atvinnumenn þátttökurétt og enginn Íslendingur hafði náð í atvinnumennsku. „Þarna fór ég aftur í einhvers konar þráhyggju og langaði að sanna að ég gæti orðið best í heiminum.“ Hvað var dómarinn að hugsa? Margrét hafði haldið sér á beinu brautinni í tvö og hálft ár en var þó alltaf, eins og hún orðar það, með svipuna á bakinu og fannst hún sífellt eiga að gera betur. „Það var alltaf einhver keppandi sem mér fannst f lottari en ég. Ég var heimsmeistari í að líta vel út en skoðaði myndir eftir keppni og fannst til dæmis rassinn minn ekki nógu flottur og hugsaði: „Hvað var dómarinn eiginlega að hugsa að leyfa mér að vera í fyrsta sæti?““ Margrét hefur lengi haldið úti vinsælum Instagram reikningi og var með í kringum 100 þúsund fylgj­ endur. Hún segir niðurrifið oft hafa komið til vegna neikvæðra ummæla þar. „Þó svo að flestar athugasemdir hafi verið á jákvæðu nótunum er erfitt fyrir manneskju með brotna sjálfsmynd að taka þessar neikvæðu ekki inn á sig.“ Eftir heimsmeistaramótið var Margréti boðið að gerast atvinnu­ maður á vegum alþjóðlegu fitness samtakanna IFBB sem meðal annars Arnold Schwarzenegger keppti fyrir. „Ég var svo stolt af mér að ná svona langt.“ Fljótlega fór Margrét þó að merkja breytingar á fitness heiminum. „Mér fannst ekki lengur áhersla á þetta heilbrigða útlit sem hafði heillað mig. Ég þurfti að passa mig virkilega á því að bæta ekki á mig of miklum vöðvamassa. Ég fór að verða hrædd við að lyfta en var þó staðráðin í að halda mínu striki og hélt mig við sama matarplan.“ Það var svo í undirbúningi fyrir Arnold Classic, en það er stærsta mót í heimi þar sem Margrét var í fyrsta sinn að keppa sem atvinnu­ maður, ein af fimmtán útvöldum konum, að Margrét sá ekki árangur erfiðis síns. Hún lækkaði ekki í fituprósentu og orðar það sjálf svo að þá hafi losnað einhver skrúfa. „Ég sagðist tilbúin að leggja meira á mig, taka brennsluæfingar og vigta matinn minn enda lá mikið við. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki stigið á svið með flottustu konum í heimi, sjálf spikfeit,“ segir Margrét og hneykslast á eigin þankagangi. „Ég fór að taka brennsluæfingar alla morgna sem ég hafði aldrei gert, lyfti á daginn, taldi hverja hitaein­ ingu og borðaði minna en þjálfarinn sagði mér að gera.“ Þróaði með sér aðra átröskun Þarna þróaði Margrét með sér aðra tegund átröskunar sem nefnist orthor exia. „Það snýst um að hafa fullkomna stjórn á mataræði þínu. Orthorexiu er hægt að f lokka á marga vegu en snýst um þessa stjórn. Ég vissi ekki að ég væri haldin átröskun, ég hélt bara að þetta væri norm.“ Á þessum tíma hætti Margrét að hitta fjölskyldu og vini en skrifaði það alltaf á keppnirnar og fólk sýndi því skilning. „Ég forðaðist matarboð og afmæl­ isveislur en síðustu árin var ég líka bara orðin svo svöng og þreytt. Þegar líkaminn er í lengi í svelti ástandi fer hann að kalla meira og meira á mat. Þetta kallast ofsa­ hungur eða „extreme hunger.“ Ég upplifði þetta oft um helgar þegar ég mátti fá mér svindlmáltíð sem breyttist svo í algjört stjórnleysi og þróaði þannig með mér búlimíu og kastaði þá annað hvort upp eða refsaði mér með erfiðri æfingu.“ Þessu segir Margrét hafa fylgt mikil skömm, enda hún atvinnumann­ eskja í íþróttum sem hefði átt að hafa stjórn. „Ég hélt að allir aðrir keppendur væru með þetta á hreinu og ég væri ein svona veikgeðja en nú þegar ég hef opnað mig um þetta á Instag­ ram hafa fjölmargir fitness kepp­ endur haft samband við mig og sagst hafa upplifað nákvæmlega það sama. Hætti á blæðingum Í kringum 2016 var ég upp á mitt versta, tók brennsluæfingar kvölds og morgna og borðaði lítið sem ekk­ ert. Ef ég kleip í magann á mér var það eins og að klípa í handarbakið á einhverjum öðrum. Ég leyfði mér ekkert að hækka í fituprósentu og fór ekki á blæðingar í tvö og hálft ár. Ég trúði því að ég gæti ekki eignast börn, ég hafði aldrei notað getn­ aðarvarnir en þó aldrei orðið ólétt svo ég hafði ekki teljandi áhyggjur af því að blæðingarnar hættu. Ég sannfærði mig um að ég vildi hvort eð er ekki verða ólétt því það myndi eyðileggja líkama minn og hafði hugsað mér að ættleiða. Árið 2017 var Margrét ákveðin í að hætta keppni, því þó hún nyti þess alltaf að keppa var hún orðin þreytt og fann ekki sömu löngun og áður, en eftir að hún sigraði keppni í Prag komst hún inn á Ms. Olympia og ákvað að það yrði síð­ asta keppnin. Hún keppti í fjórum öðrum keppnum í undirbúningi og þrátt fyrir sífellt lægri fituprósentu var henni alltaf sagt að hún þyrfti að vera skornari. „Á keppnisferðalögum gekk ég í marga klukkutíma á dag og borðaði aðeins tófú og kirsuberjatómata í hvert einasta mál.“ Á barmi hjartastopps Margrét hunsaði merki líkamans um að ekki væri allt með felldu og þegar hún upplifði mikla vöðva­ kippi og náladofa var hún viss um að hún þjáðist af B­12 skorti þar sem hún var vegan. „Ég var mjög slöpp og upplifði skyndilega alla liti rosalega skæra og hafði þjáðst af hjartsláttartrufl­ unum í svolítinn tíma.“ Margrét bað um B­12 sprautu á heilsugæslunni en var send í blóð­ prufu sem leiddi í ljós að hún var með lífshættulega lágt kalíum í blóði. „Læknirinn sagðist vita um sjúkl­ inga með meira kalíum í blóði sem hefðu fengið hjartastopp. Þarna átt­ aði ég mig á því að í öll þessi ár hafi ég verið á barmi þess að fá hjarta­ stopp.“ Þetta var henni ákveðið áfall. „Mig langaði nefnilega aldrei til að deyja, mig langaði bara að vera ógeðslega grönn.“ Eftir að hún hætti keppni fór Mar­ grét að huga betur að líkama sínum og meðal annars þeirri staðreynd að hún hafði ekki farið á blæðingar í tvö og hálft ár. „Mig langaði ekki að fórna heilsu minni fyrir einhvern bikar. Það fyrsta sem ég gerði var að viður­ kenna að ég hefði enga stjórn lengur og ákvað að þiggja alla þá aðstoð sem mér byðist. Fyrsta markmið mitt var að komast aftur á blæðingar. Það var margra mánaða bið á Hvíta band­ inu en ég var ákveðin að vera ekki í stjórnleysi þangað til ég kæmist að. Ég fór á ákveðna 12 spora fundi og horfði mikið á myndbönd af stelpum sem voru að segja frá sínum bata sem hjálpuðu mér mikið. Ég þyngdist mjög mikið á stuttum tíma en reyndi að fókusera ekki á það og treysta því að líkaminn sæi um að ná jafnvægi.“ Þegar Margrét komst að hjá Hvíta bandinu hafði hún náð ákveðnum bata en var enn föst í vissum ramma um leyfilegar fæðutegundir. „Þar var mér kennt að stíga inn í óttann við vissar fæðutegundir og læra að borða eitthvað sem ég hafði aldrei leyft mér en þó langað í.“ Hélt hún gæti ekki eignast börn Margrét stofnaði í framhaldi stuðn­ ingshóp sem hittist einu sinni í viku. „Þar tjáðum við okkur og sögðum frá sigrum okkar. Með því að ein­ beita mér að því að vera til staðar fyrir aðra fór ég að hætta að pæla svona mikið í sjálfri mér. Ég fór að vera til staðar fyrir fjölskyldu mína og er að reyna að bæta þeim upp öll þessi ár sem ég var í mínu bulli. Nú er ég dóttir, systir, vinkona og kærasta. Ég er til staðar, áður var ég aldrei til staðar. Margrét kynntist sambýlismanni sínum og barnsföður, Ingimari Elí­ assyni, árið 2018. „Hann sagði að honum hefði strax fundist ég fal­ legasta kona sem hann hefði séð. Ég var steinhissa enda hafði ég aldrei verið þyngri.“ Ingimar átti eitt barn fyrir og Margrét var fljót að segja honum að líklega gæti hún aldrei eignast börn. „Ég byrjaði aftur á blæðingum sumarið 2018 og í byrjun var tíða­ hringurinn óreglulegur en eftir nokkra mánuði var ég farin að upplifa miklar skapsveiflur sem ég skildi ekki og Ingimar hvatti mig til að taka óléttuprufu,“ Margrét var viss um að það væri óþarft en tók loks próf til að róa kærastann. Niðurstaðan kom sannarlega á óvart, jákvætt óléttupróf og sam­ bandið aðeins sex mánaða gamalt. „Sambandið hafði ekkert verið rosa­ lega alvarlegt en varð þarna skyndi­ lega mjög alvarlegt,“ segir Margrét og hlær. Hún segir aldrei annað hafa komið til greina en að eiga barnið. „Ég vissi ekki annað en þetta væri mögulega kraftaverk enda hafði ég aldrei orðið ólétt áður.“ Margrét hafði strax samband við sálfræðing Hvíta bandsins þar sem hún sótti vikuleg viðtöl á með­ göngunni. Meðgangan gekk vel og sonurinn Elías Dagur kom í heiminn í janúar á síðasta ári. Tilkoma hans styrkti samband Margrétar við líkama sinn. „Ég man eftir að hafa litið í spegil eftir að hann fæddist og horft á tóma bumbuna og línuna á maganum og upplifað þessa miklu ást á líkama mínum – sem fætt hafði barn.“ Lokaði Instagram reikningnum Margrét lokaði instagram reikningn­ um sínum á þessum tíma. „Ég þurfti að fá að syrgja gömlu Möggu, ég er ekki lengur hún.“ Það hafði tekið á hana að sjá fylgjendum fækka eftir að hún hætti keppni. „Auðvitað átti þetta ekki að hafa áhrif á mig en þegar 100 manns hverfa á einum degi hefur það undarleg áhrif.“ Margrét ákvað því að prófa að loka reikningnum um skeið en opnaði hann nýverið á öðrum forsendum. „Mér finnst ég líka vita meira hver ég er og mér hefur tekist að f letta blaðsíðunni yfir í næsta kafla, ég átti svo erfitt með það áður. Það er gaman að fylgjast með konum af öllum stærðum og gerðum birta myndir af sér og hvetja til jákvæðrar líkamsímyndar,“ segir hún að lokum. Ef grunur er um átröskun er mikil- vægt að leita til fagaðila svo sem heimilislæknis. Hann metur þá hvort ástæða sé til að senda beiðni til átröskunarteymis Landspítalans. Heimasíða teymisins er: https:// www.land s pitali .i s/sjuklingar- adstandendur/teymi-/atroskunar- teymi-landspitala/ Margrét birti þessar tvær myndir saman á Instagram. Á þeirri vinstra megin er hún langt leidd af átröskun og segir í myndatexta að hún hafi aldrei verið sátt við þann líkama. Hægri myndin er ný og segist hún fyrst nú ekki velta sér upp úr því hvernig hún líti út, svo lengi sem hún hugsi vel um líkama sinn muni hún líta út eins og hún eigi að gera. Margrét var sannfærð um að hún gæti ekki eignast börn eftir að hún hafði ekki farið á blæðingar í tvö og hálft ár vegna átröskunar. Elías Dagur er því sannarlega draumabarn en hann er nýorðinn eins árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MIG LANGAÐI NEFNILEGA ALDREI TIL AÐ DEYJA, MIG LANGAÐI BARA AÐ VERA ÓGEÐSLEGA GRÖNN. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.