Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 10

Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 10
FRIEDMAN A BLAÐAMANNAFUNDI aukast í Chile og ísrael um þessar mundir. Hvað hafðið þér að segja um þetta? Milton Friedman: Ég hef eftirfarandi að segja um þetta: Ég hef lært það á minni löngu ævi, að það er miklu auðveldara að gefa góð ráð en að fá aðra til þess að fara eftir þeim. Þetta á ekki síst við um ísrael. Ég dvaldi þar um skeið fyrir sjö árum og gaf ísraelsmönnum ráð, sem voru að mínu mati mjög góð. En þeir hafa ekki farið eftir neinu þeirra. Ég ber þess vegna enga ábyrgð á því, sem þar hefur síðan gerst. Eða er við lækninn að sakast, ef hann mælir með til- teknu lyfi, en sjúklingurinn neitar að taka það? Við skulum svipast um annars staðar í heim- inum. Ég er þeirrar skoðunar, að peninga- magnskenningin hafi reynst mjög vel, þar sem hún hefur verið framkvæmd, tii dæmis í Japan frá 1973. Verðbólgan komst þar upp í um 25% árið 1973, en þá tóku Japanir að fylgja aðhaldsstefnu í peningamálum, þannig að vöxtur peningamagns í umferð hefur síðan verið jafn og hægur. Við þetta hjaðnaði verð- bólgan án þess að dregiö hafi úr hagvexti. Ef við lítum síðan á Bretland, þá megum við ekki missa sjónar á því, að peningamagnskenn- ingin er aðeins um eina stærð atvinnulífsins - vöxt peningamangs í umferð - og tengsl hennar við verðbólgu og aðrar hagstærðir. Breska stjórnin minnkaði mjög snögglega vöxt peningamagns, og við það dró einnig mjög snögglega úr verðbólgu. En einn meginkjarn- inn í peningamagnskenningunni er, að vöxtur peningamagns í umferð þurfi að vera jafn, til þess að verðlag sé stöðugt, en ekki ójafn og skrykkjóttur. Þetta gerðist í Japan, en hvorki í Bretlandi né Bandaríkjunum. í báðum þessum löndum dró að vísu úr vexti peningamagns, en með sveiflum upp og niður. Ég tel, að þetta hafi valdið ómældum skaða. En eftir stendur, að í ' báðum löndunum hefur tekist að draga úr verðbólgu. Því er síðan við að bæta, að í Bret- landi hafa menn haft tilhneigingu til þess að nota orðið „peningamagnskenningu" eða mónetarisma um ýmis óskyld mál. Meginvandi Breta er, að ríkið eyðir of miklu. Þar hefur mis- tekist að draga úr þessari eyðslu. En peninga- magnskenningin er ekki um það, heldur allt j annað. Við skulum að lokum snúa okkur að Chile. Það er athyglisvert, að í grannríkjunum Chile og Argentínu er glímt við mikla erfiðleika. En erfiðleikar Argentínumanna eru miklu alvar- legri. Chilemönnum tókst þrátt fyrir allt að koma verðbólgunni úr um 400% í um 0-10%, en nú er hún að aukast í um 10-15%. Argen- tínumönnum tókst þettaekki. Þeirkeppa nú við ísraelsmenn um heimsmetið í verðbólgu. ( Chile var hagvöxtur síðan mjög ör í um fjögur ár eftir að verðbólgan hjaðnaði eða um 7-8% á ári. Ekkert sambærilegt hefur gerst í Argen- tínu. Ég hef samt sem áður ekki heyrt neina fréttamenn minnast á ástæðuna til þess, að Argentínumönnum hefur farnast svo miklu verr en Chilemönnum, en hún er sú, að þeir hafaekkifylgtaðhaldsstefnu í peningamálum. Sannleikurinn er sá, að Chilemenn gerðu mikil mistök í hagstjórn fyrir fjórum eða fimm árum. Þeir festu pesóinn við bandaríkjadal í í „Markaðskerfið er mikilvirkasta tœkið, sem enn hefur fundist til þess að breyta fátœklingum í efnafólk. “ staðinn fyrir að leyfa honum að fljóta. Síðan gerðist tvennt í einu. Annað var, að gengi bandaríkjadals hækkaði verulega, en hitt, að verð á kopar, sem er ein aðalútflutningsvara þeirra, lækkaði. íslendingum dettur líklega ekki í hug að kenna peningamagnssinnum um það, að aflabrestur hefur orðið á miðunum. Og ég er viss um, að stefna Chilemanna í pen- ingamálum hefur engu valdið heldur um verð- lækkunina á kopar. ( Chile var fyrst fyigt aðhaldsstefnu í peningamálum, sem reyndist mjög vel, því að verðbólgan hjaðnaði og þjóð- artekjur jukust, en siðan gerðu Chilemenn þau mistök að festa gjaldmiðil sinn við bandaríkja- dal. Ef þeir hefðu ekki gert það, heldur ieyft gengi hans að lækka miðað við bandaríkjadal, eins og aðrar þjóðir gerðu, þá hefðu þeir ekki orðið fyrir öllum þessum áföllum. Mig langar til að bæta við nokkrum orðum um ástandið í þessum tveimur grannríkjum, sem bæði hafa lengi verið einræðisríki. Lýð- ræði komst nýlega á aftur í Argentínu. En það á ekki eftir að verða langlíft nema Argentínu- menn taki þá stefnu að minnka verðbólguna, sem hrjáð hefur atvinnulífið. Ástandið í Chile er athyglisvert, því að þar rekst eitt skipulag á annað - annars vegar einræðisstjórn hersins, hins vegar einkaframtak á markaði. Herstjórn er skipulögð að ofan og niður. Herforinginn gefur liðsforingjum skipanir og þeir síðan undirmönnum sínum. En markaðurinn er skipulagður að neðan og upp. Neytandinn fer með valdið, því að framleiðandinn er háður vöruvali hans, þótthannkunniaðlíta útfyrirað hafa mikinn mátt. Ástandið í Chile er óvenju- legt, því að í stjórnmálum er reglan að ofan og niður, en í viðskiptum að neðan og upp. Ég hef því margsinnis sagt, að viðskiptafrelsi verði ekki langlíft í Chile nema einræðisstjórn hers- ins viki og lýðræði í einhverri mynd komist á aftur. Össur Skarphéðinsson, Þjóðviljanum: Fyrir nokkrum mánuðum birti breski hagfræðingur- inn David Hendry harða gagnrýni á yður. Hann lét svo um mælt, að þær aðferðir, sem þér hafið beitt í rannsóknum yðar, væru ófull- komnar og að niðurstöður væru því ekki óvé- fengjanlegar. Hvað hafið þér að segja um þetta? Milton Friedman: Við skulum gera strangan greinarmun á ritgerð Hendrysannars vegarog rangfærslum breska blaðsins Manchester Guardian um hana hins vegar. Ég ætla ekki að eyða orðum á rangfærslurnar, en hef þetta að segja um ritgerð Hendrys. í fyrsta lagi gagn- rýnir hann mig og Önnu Schwartz fyrir að hafa fengistviðannan vanda í bókokkar, Monetary Trends in the United States and in the United Kingdom en eðlilegt sé. Hann segir með öðrum orðum, eftirað viðfórum til Boston, að við hefðum átt að fara til New York. Mér finnst satt að segja ekki mikið varið í slíka gagnrýni. Við Anna vorum í bók okkar að rann- saka samband peningamagns í umferð og verðlags og jöfnuðum því út skammtímahreyf- ingar innan hagsveiflunnar. Hendry segir, að við hefðum ekki átt að gera það, heldur setja fram kenningu til þess að skýra hvort tveggja, langtíma- og skammtímahreyfingar peninga- mangs og verðlags. Mér finnst sjálfsagt, að þeir reyni þetta, sem áhuga hafa á, þótt ég telji ólíklegt, að þeir nái miklum árangri. í öðru lagi gagnrýnir Hendry okkur Önnu fyrir að hafa ekki í bók okkar, sem kom út árið 1982, notað töl- fræðilegar aðferðir, sem hann birti árið 1983! Þess má geta, að þessar tölfræðilegu aðferðir hans eru nýjar og óreyndar og hafa þegar verið gagnrýndar af öðrum tölfræðingum. Timinn leiðir það einn í Ijós, hvort þær taka fyrri aðferðum fram. Hendry reyndi síðar sjálfur að nota þessar aðferðir sínar á tölur okkar Önnu. Að sögn annarra tölfræðinga mistókst þetta, því að gagnrýna mátti hann fyrir allt það, sem hann gagnrýndi okkur fyrir. Fræðimenn eiga svo sannarlega að reyna að brydda upp á nýjungum, gera það, sem þeir telja, aó skipti máli, því að þannig vex vísinda- leg þekking. Aðferðir Hendrys standa eða falla 10 STEFNIR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.