Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 21
RÍKISVALDIÐ OG HAGSMUNASAMTÖKIN
„Það verda ekki hinir kjörnu fulltrúar almennings til löggjafarsamkomunnar sem málunum ráða, heldur er úrslita-
valdið í höndum samtaka sem aðeins hafa það hlutverk að gæta sérhagsmuna. “
hafa engu áorkað í því efni, að breyta tekju-
skiptingunni ( þjóðfélaginu launþegunum í
hag. Sem glöggt dæmi um þetta má t.d. nefna
þróun kaupgjalds- og verðlagsmála hér á ís-
landi frá byrjun síðustu heimsstyrjaldar. Þó
kaupgjald hafi tífaldast á þessum tíma reiknað
í krónum, er ekki um neina aukningu hlut-
deildar launþega í þjóöartekjunum að ræða, ef
marka má þær upplýsingar er fyrir liggja um
það efni.
Niðurstaðan af því, sem sagt hefur verið, er
því sú, að kaupgjaldssamningar þeir, sem
gerðir eru milli launþega og atvinnurekenda,
hafi að jafnaði ekki áhrif á tekjuskiptinguna milli
þessarra aðila. Á hinn bóginn hafaslikirsamn-
ingar mikil áhrif — jafnvel úrslitaáhrif — á þróun
verðlagsmálanna í landinu. Kaupgjaldið er
langmikilvægasti liður verðlagsins í landinu,
og leiðir þegar af því, að verðlagið verður fyrst
og fremst komið undir hæð kaupgjaldsins.
Nú er hinsvegar ekki ágreiningur um það, að
yfirstjórn peninga- og verðlagsmála skuli vera
í höndum ríkisvaldsins. Ábyrgdin á þróun
verðlagsmálanna er talin hvíla á herðum
þeirrar ríkisstjórnar, sem með völdin fer hverju
sinni. En valdið í þessum málum er raunveru-
lega, samkvæmt því sem sagt hefur verið í
höndum samtaka launþega og atvinnurek-
enda . Hér fer því ekki saman vald og ábyrgð,
en slíkt er þó ávallt frumskilyrði þess, að hægt
sé að fá einhverja lausn vandamálanna. Ef
áðurgreind hagsmunasamtök ekki telja sig
geta unað þeirri stefnu í efnahagsmálum, sem
ríkisvaldið rekur hverju sinni verður hún ófram-
kvæmanleg, nema beitt sé sérstökum þving-
unaraðgerðum gegn samtökunum. Þyki ann-
arsvegar ekki fært að grípa til slíkra aðgerða,
en hinsvegar ekki grundvöllur fyrir samkomu- )
lagi, þýðir það I rauninni að lýðræðisleg skipan
þessarra mála hefur verið gerð óstarfhæf. Það
verða ekki hinir kjörnu fulltrúar almennings til
löggjafarsamkomunnar, sem málunum ráða, {
heldur er úrslitavaldið í höndum samtaka sem [
aðeins hafa það hlutverk að gæta sérhags-
muna.
Er unnt að sætta sjónarmið
ríkisvaldsins og hagsmuna-
samtakanna?
Hér stöndum við gagnvart einhverju alvar-
legasta vandamáli hvers lýðræðisþjóðfélags.
Það veltur í rauninni á lausn þessa vandamáls,
hvort iýðræðisskipulagið getur yfirleitt talizt
starfshæft, eða hvort ríkisvaldið verður aðeins
að láta sér nægja það hlutverk að vera áhorf-
andi að átökum hagsmunasamtakanna, en
úrslit þeirra átaka marka svo í megindráttum (
þróun efnahagsmálanna. Verði niðurstaðan (
sú, virðist óhjákvæmilegt, að slíkt leiði til vax- j
andi upplausnar í þjóðfélaginu. Til þess að
koma I veg fyrir slíka þróun virðast tvær leiðir
koma til greina. Önnur er sú, að koma á fót
nægilega öflugu lögregluvaldi til þess að knýja
fram vilja sinn gagnvart hagsmunasamtökun-
um. Slík hefur þróunin orðið I einræðisríkjun-
um, og hætt er við að framkvæmd slíkra ráð-
stafana myndi vera sú, að reyna að koma á
einhverskonar samkomulagi milli ríkisvalds og
stéttasamtaka í efnahagsmálum að iyrirbyggð
yrðu slík átök milli þessara aðila, sem gerði hið
lýðræðislega stjórnkerfi óstarfhæft.
Með hverju móti slíkt megi verða, er meira
og flóknara vandamál en svo, að hægt sé að
gera um það nánari tillögur hér. Það hlýtur líka
ávallt að verða fyrsta sporið í þá átt, að finna
meginlausn á þessu vandamáli, að allir þeir
aðilar, sem hlut eiga að máli geri sér Ijóst, hvað
í húfi er, ef lausn finnst ekki.
Ein þeirra leiða sem til athugunar kemur í
því sambandi að fyrirbyggja síðar kjaradeilu
milli atvinnurekenda og launþega er sú, að leit-
ast við að ná samkomulagi milli þessarra aðila
til langs tíma um kaup og kjör, og sé markmið
þess samkomulags að tryggja launastéttunum
sanngjarna hlutdeild í auknum þjóðartekjum
vegna tæknilegra framfara. Mætti hugsa sér
þetta þannig, að kaup skyldi t.d. hækka sam-
kvæmt einhverri vísitölu er væri mælikvarði á
aukningu framleiðsluafkasta, eða rýrnun
þegar um hana er að ræða. Hefur töluvert verið
um þetta rætt og ritað að undanförnu í ýmsum
nágrannalöndum vorum, og jafnvel verið
gerðar tilraunir til framkvæmdar hugmyndinni.
Það myndi þó leiða of langt í þessu sambandi,
að fara nánar út í það, að ræða þær aðferðir, er
til greina kæmu til þess að finna grundvöll fyrir
slíku samkomulagi, enda hlýtur fyrsta sporið í
þá átt ávallt að verða það, að vekja skilning
þeirra aðila, er hlut eiga að máli á því, að slík
lausn gæti verið þeim í hag.
Fasteignaþjónustan, Glófaxihf., G.J. Fossberg, Vélaverslun,
Austurstræti 17 Ármúla 42 Skúlagötu 63
Framtíðin-Sútun, Glerborg hf., Gamla Kompaníið hf.,
Laugavegi 45 Dalshrauni 5 Bíldshöfða 18
Flugeldaiðjan, Glerslípun og Speglagerð, G. Helgason og Melsted,
Þórsmörk Garðabæ Klapparstíg 16 Rauðarárstíg 1
STEFNIR
17