Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 27
MENNTUN, SELD ÞJÓNUSTA - EÐA GEFIN?
halds- og háskólastigi yrðu gerðar að sjálfs-
eignastofnunum eða seldar.
Við skulum athuga hvað gerðist ef t.d. M.A.
yrði gerður að sjálfseignastofnun. Til að byrja
með þyrfti að ákveða hver skuli tilnefna stjórn
skólans, sem við skulum einfaldlega kalla
skólastjórn. Mjög mikilvægt er að I skólastjórn
séu tilnefndir menn sem hafa reynslu af rekstri
fyrirtækja. Það verður að viðurkennast að erfitt
er að finna aðila sem tryggir að slíkir menn
verði tilnefndir og að skipt sé um stjórnarmenn
þegar ástæða er til. Það er nú einmitt ástæða
þess hvað einkarekstur gengur vel að þar
hefur þetta meginvandamál verið leyst með
því að láta fjármagnseigendur ráða. Ég ætla
ekki að leysa þetta vandamál, heldur læt mér
nægja að segja hvernig það var leyst í V.(. Þar
er skólanefndin tilnefnd af Verzlunarráði
íslands, sem segja má að sé megin samkoma
íslenskra fjármálamanna.
Ráðuneytið og sveitastjórnir gætu tilnefnt
fulltrúa í skólastjórnir, ef áhugi er á því og eins
og skipulag mála er í dag, væri það æskilegt,
en fulltrúar þeirra verða að vera í minnihluta.
Skólastjóri og kennarar eiga lítið erindi í
skólastjórnir. Skólastjórn á að bera ábyrgð á
fjárhagslegri afkomu fyrirtækisins, en starfs-
fólk fyrirtækja hefur alltaf mestan áhuga á eigin
launum. Þar ber að forðast að blanda saman
ólíkum hagsmunum. Auk þess eru áhrif skóla-
stjóra og kennara á rekstur skóla svo mikil að
ekki er ástæða til að bæta þar á.
Þegar skólanum hefur verið sett stjórn og
ákveðið hver skuli endurnýja hana og hvernig,
þá þarf að meta eignir skólans. Gefið yrði út
skuldabréf með t.d. 4% vöxtum og til 30 ára
fyrir andvirði eigna að viðbættu rekstrarfé sem
næmi 3ja mánaða veltu. Skólastjórn my^ndi
þessu næst ráða kennara og stjórnendur
skólans. Þegar kennarar yrðu ráðnir þá er
skólastjórn óbundin af öllum kjarasamningum,
sem væri mikill kostur fyrir hæfa skólastjórn,
vegna þess hve núgildandi kjarasamningar
eru ósveigjanlegir og gefa lág laun. Hægt væri
að greiða hærri laun til bestu kennaranna og
hækka launin með ýmsum aðferðum, svo sem
með því að stækka námshópa, fækka
kennslustundum en auka heimavinnu, og með
því að hækka skólagjöldin. Kennarar myndu
með þessu fyrirkomulagi sjálfkrafa fá sömu
laun og giltu á hinum frjálsa vinnumarkaði af
| þeirri einföldu ástæðu að við þetta eru þeir
komnir út á hinn frjálsa vinnumarkað.
Ég tel öruggt að þetta breytta skipulag yrði til
þess að stórefla starfsemi skóla eins og M.A.
einfaldlega vegna þess hve sá skóli hefur góða
og sterka samkeppnisaðstöðu. Skólinn gæti
byggt og keypt vélar og tæki eins og honum
sýndist og tekjur stæðu undir. Ef í Ijós kæmi að
stjórn skóla er ekki þeim vanda vaxin að reka
hann, þá er skipt um stjórn, einfaldlega með
því að krefjast gjaldþrotaskipta þegar skólinn
stendur ekki við greiðslu vaxta og afborgana af
skuldabréfi sínu.
En hverjir eru líklegir til að vera andvígir
þessu skipulagi?
Stjórnmálamenn sem halda að þeir geti
rekið fyrirtæki betur en aðrir munu allir leggjast
gegn þessari breytingu, vegna þess að
skólarnir verða við þetta óháðir fyrirmælum
þeirra.
Kennarar munu vera þessu fylgjandi ef
málið er vel útskýrt og þeir eru ekki fyrirfram
bundnir af stjórnmálaskoðun sem gerir rekstur
ríkisfyrirtækja að trúaratriði. Því miður óttast
ég að meirihluti kennara sé þeirra trúar. Skóla-
stjórar munu berjast hatramlega gegn þessum
tillögum af tveim ástæðum. (fyrsta lagi munu
margir þeirra óttast að þeir verði ekki endur-
ráðnir og í öðru lagi er miklu þægilegra fyrir
skólastjóra að geta skammað Menntamála-
ráðuneytið fyrir peningaleysi, en vera í þeirri
aðstöðu að eiga sjálfir að afla teknanna. Sjálfur
er ég þessu skipulagi meðmæltur einfaldlega
vegna þess að ég sit hvort sem er í súpunni.
Það sem hér hefur verið rætt um er í grófum
dráttum stjórnskipulag Verzlunarskóla
íslands, og þess hefur ekki orðið vart að sá
skóli sé að leggja upp laupana.
„Frá menntamálarádstefnu SUS á Akureyri.
STEFNIR
23