Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 11

Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 11
FRIEDMAN A BLAÐAMANNAFUNDI með reynslunni, og hið sama er að segja um aðferðir okkar Önnu. Ég get ekki heldur verið að eltast við allt það, sem ég er gagnrýndur fyrir, því að bók er eins og afkvæmi. Þegar sonur minn var orðinn fullorðinn, þá vildi ég, að hann héldi út í heiminn og yrði sjálfstæður, en ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af honum. Þegar ég hef lokið við einhverja bók, þá læt ég aðra fræðimenn um að vega hana og meta. Ef þið lítið í ritgerð Hendrys, þásjáið þið, að hann fæst ekki við nema lítinn hluta bókar okkar Önnu. Hann getur að mínum dómi ekki staðið við allar umsagnir sínar um hana. En úr því verður hagfræðingaheimurinn að skera. Ykkur kann að þykja fróðlegt, að rætt var um ritgerð Hendrys á ráðstefnu í Boston, sem bandaríska Hagrannsóknafélagið efndi til fyrir mánuði síðan, og gagnrýndu allir fyrirlesar- arnir hana harðlega. En ég tek það fram, að ég er ekki að áfallast Hendry fyrir þessa ritgerð. Menn geta sér einkum orð í hagfræðingaheim- inum fyrir að gagnrýna kenningar annarra, en ekki fyrir að setja fram nýjar kenningar. Össur Skarphéðinsson: En Englandsbanki gaf ritgerð hans út... Milton Friedman: Þið verið að fyrirgefa, en Englandsbanki hefur tiltekna hagsmuni eins og aðrar stofnanir. Ég verð að skýra málið fyrir ykkur. Ég hef birt margar rækilegar rannsóknir á starfsemi seðlabanka, og ég er síður en svo kunnur að einhverri sérstakri samúð með þeim. Ég hef gagnrýnt starfsemi bandaríska seðlabankans og Englandsbanka. Við Anna Schwartz fengum því áorkað, þegar við gáfum út fyrri bók okkar, Monetary History of the United States, að Seðlabankinn opnaði skjalasafn sittfyrirfræðimönnum, því að hann vildi ólmur, að einhverjar bækur yrðu gefnar út gegn bók okkar. Hann fékk öðrum fræði- mönnum í hendur skjöi og gögn, sem hann hafði neitað okkur um, þegar við vorum að semja Monetary History. Englandsbanki hefði ekkert á móti því, svo að vægilega sé til orða tekið, að niðurstöður okkar væru hraktar af öðrum. Össur Skarphéðinsson: Þér eruð að segja, að Englandsbanki hafi verið að reyna að ná sér niðri á yður? Milton Friedman: Nei, ég er ekki að segja það, heldur annað. Allir verða að trúa því, að þeir séu að gera gagn. Embættismennirnir í Englandsbanka verða að trúa því, að þeir séu að láta gott af sér leiða. Ég er ósammála þeim, tel, að þeir séu að gera meira ógagn en gagn. Ég ætla þessum mönnum ekkert illt. En auð- vitað hafa þeir minni samúð með okkur, sem teljum stefnu þeirra ranga, en hinum, sem reyna að hrekja niðurstöður okkar. Þess má síðan geta, að bankinn bauð mér að koma á ráðstefnu um málið í Bretlandi. Ég þáði það ekki, því að það hefði kostað sérstaka ferð, og tími er mér miklu verðmætari en yngri manni. En þetta sýnir, að þessir menn vildu gjarnan fá mig til þess að ræða málið. Þið verðið að skilja, að ég hef enga sérstaka fordóma gegn seðla- bankamönnum. Margir bestu vinir mínir eru seðlabankamenn! Guðmundur Magnússon, Morgunblaðinu: Stundum er sagt, að velferðarríkið sé að verða húsbóndi þeirra, sem það ótti að þjóna. Eruð þér þeirrar skoðunar? Milton Friedman: Við verðum að gera grein- armun á ýmsum hliðum velferðarríkisins. Eng- inn efast um, að stuðningsmönnum þess gengur gott eitt til. En ein afleiðingin af þvl hefur verið sú, að snarfjölgað hefur í þeim hópi, sem er háður ríkisafskiptum. Nefna mátii dæmis, hvað hefur gerst í Bandaríkjunum. Tölur um fátækt eru alltaf ónákvæmar og ófull- komnar, en þær sýna það þó, að fátæklingum hafði smám saman verið að fækka í Bandaríkj- unum, áður en Johnson forseti hóf „styrjöldina gegn fátækt“ árið 1964. Síðan hefur tugbill- jónum bandaríkjadala verið varið til þessarar „Mennfara beturmeð eigið fé en annarra. Og velferðarríkið felur það ísérað mennfara með annarra mannafé." STEFNIR styrjaldar, en með þeim árangri, að nú er fleira fólk talið til fátæklinga en þá var. Þetta hefur því með öllu mistekist, ef við miðum við niður- stöðuna fremur en tilganginn. Við getum horfið lengra aftur eða til ársins 1950. Þá tóku um tíu milljónir Bandaríkjamanna við ýmsum styrkj- um frá ríkinu. Ég á ekki við laun opinberra starfsmanna eða eftirlaun uppgjafahermanna, heidur við barnabætur, ellilífeyri, framfærslu- styrki og aðra opinbera aðstoð. En þrjátíu árum síðar eða árið 1980, er þjóðartekjur höfðu hækkað mjög, tóku um fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna við sambærilegum styrkjum frá ríkinu. Og þá tóku fleiri við barnabótum einum en tekið höfðu samtals á móti styrkjum frá ríkinu árið 1950. Rose Friedman: Ein afleiðingin af velferðar- ríkinu hefur verið óskapleg fjölgun óskilgetinna barna. Þriðjungur þeirra barna, sem fæðast í New York, er óskilgetinn. Skýringin á þessu liggur beint við. Einstæðar konur fá rétt á opin- berum styrkjum í Bandaríkjunum, ef þær eign- ast börn. Milton Friedman: Á sínum tíma fengu ungl- ingar, sem eignuðust börn, ekki neina opin- bera styrki. Þetta hefur síðan breyst og afleiðingin orðið sú, sem Rose minntist á, að óskilgetum börnum hefur fjölgað óskaplega. En svo að haldið sé áfram að ræða um velferð- arríkið, þá er þetta orð notað um margt og mikið. Þau afskipti ríkisins, sem hafa sennilega valdið mestu um atvinnuleysi þeldökkra ungl- inga, eru lögin um lágmarkslaun. Er þetta ein hliðin á velferðarríkinu eða ekki? Það er skil- greiningaratriði. En mergurinn málsins er sá, að tvö lögmál gilda alls staðar. Annað er það, að menn fara betur með eigið fé en annarra. Og velferðarríkið felur það í sér, að menn fara með annarra fé. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart, að í velferðarríkinu er farið ógætilega með fé. Hitt lögmálið er það, að fleiri gera eitthvað en ella, ef þeim er boðið fé fyrir að gera það. Einhverjum kann að þykja það harðneskjulega mælt, en það er eigi að síður satt, að fleiri taka við opinberum styrkjum en ella, ef þeim er auðveldað það. Þið megið ekki misskilja mig. Ég er ekki að áfellast þá, sem þiggja þessa styrki. Það væri heimskulegt af þeim að neita að taka við þeim. Ég er ekki að áfellast unglingsstúlkur, sem eignast börn til þess að fá opinbera styrki, ef það er eina ráð þeirra til þess að öðlast sjálf- stæði. Sökin er ekki styrkþeganna, heldur okkar hinna, því að við höfum komið upp ýmsum stofnunum, sem hafa auðveldað þeim þetta, þótt óhagkvæmt sé fyrir okkur og að lokum líka fyrir þá sjálfa. Bogi Ágústsson: Prófessor Milton Friedman, óskilgetin börn eru mjög algeng á Islandi, en engum dettur hér í hug, að þau hafi komið í heiminn, af því að mæður þeirra hafi ætlað að verða sér út um opinbera styrki... Milton Friedman: Ég skal ekkert um það segja, hvernig þessu er háttað hér á landi. En miklu máli skiptir, hvað menn eiga við, þegar 11

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.